Frjáls verslun - 01.05.1999, Blaðsíða 18
FORSÍÐUGREIN
Sækja
fram
með
/
A Vallá er rekinn fiölþœttur búskaþur
meö hœnur, svín og endur.
Vallárbændur hafa keyþt Mela í
Melasveit og þar veröur sett uþþ
stærsta svínabú á Islandi.
TEXTI: Páll flsgeir Ásgeírsson MYNDIR: Gelr Úlafsson
að sem er að gerast er að við höfum hugsað okkur að
breyta rekstrarfyrirkomulaginu á svínabúinu og skipta
því niður. I framtíðinni verða aðeins gyltur og got hér á
Vallá en allt uppeldi grísa mun fara ffam uppi á Melum í Melasveit
þar sem þeir verða aldir í sláturstærð.
Með þessu vinnst tvennt. Annars vegar getum við farið eftir
ströngustu reglum um losun úrgangs frá svínunum og svo verður
eldið heilbrigðara þar sem skorið er á smitleiðir.
Samhliða þessum breytingum er ætlun okkar að stækka
svínabúið verulega. Við munum verða í samstarfi og samvinnu
við annan svínabónda, Gunnar Gunnarsson á Hýrumel í Borgar-
firði, og hann mun einnig framleiða smágrísi fyrir eldið á Melum.“
Þannig lýsa Vallárfeðgar framtf ðaráformum sínum um að færa
út kvíarnar í svínaræktinni. A Vallá er er rekið eitt af stærstu svína-
búum landsins í samvinnu feðganna Geirs Gunnars Geirssonar
og Geirs Gunnars Geirssonar.
Flestir sem leið eiga um Vesturlandsveg kannast við Vallá en
undanfarin ár hefur gríðarstórt íbúðarhús sem þar hefur risið vak-
ið verðskuldaða athygli. Hér er um afar sérstæða bogamyndaða
byggingu að ræða sem teiknuð er af Vífli Magnússyni arkitekt og
er þakin torfi að utan að mestu leyti. Þetta er í rauninni viðbygg-
ing við eldra íbúðarhús.
A Vallá búa tvær kynslóðir. Annars vegar Geir Gunnar eldri og
kona hans, Hjördís Gissurardóttir, en hins vegar börn þeirra. Geir
Gunnar yngri býr þar með eiginkonu sinni, Guðrúnu Olafíu Sig-
urðardóttur, og tvær dætur Gunnars og Hjördísar, Friðrika og
Hallfríður, eru einnig búsettar efra og taka, eins og bróðir þeirra,
virkan þátt í ýmsu bústangi.
Fjölskyldan hefur mörg járn í eldinum þar sem Vallárbændur
fást við svínarækt, eggjaframleiðslu og andarækt auk þess sem
þeir eiga helminginn í sérstöku búi sem ungar út hænuungum
fýrir kjúklingabú.
Feðgarnir og nafnarnir skipta með sér verkum þannig að Geir
eldri sér um hænsnabúið og andaræktina sem nýlega var flutt úr
Lundi í Kópavogi í Saltvík á Kjalarnesi en Vallárbændur keyptu
Saltvík fýrir rúmu ári síðan. Geir yngri sér hins vegar um svínaeld-
ið, enda sérmenntaður á því sviði úr dönskum búnaðarháskóla.
25 þÚSIind grisir eftir 3 ar Eins og stendur er svínabúið á Vallá
rekið í nýjum og glæsilegum 2.400 fermetra húsakynnum sem
eru þriggja ára gömul. Þar eru framleidd 360 tonn af svínakjöti á
ári eða um tonn á dag.
A Vallá eru um 220 gyltur en þegar grísaeldisbúið á Melum
tekur til starfa verður pláss til þess að fjölga gyltum verulega á
Vallá og feðgarnir segja að þær verði um 560 þegar allt verður
komið í fullan gang. Gunnar bóndi á Hýrumel mun einnig stækka
sitt bú í 560 gyltur svo alls verða aldir upp grísir undan 1120 gylt-
um á Melum.
Þegar starfsemi á Melum verður komin í fullan gang eftir um 3
ár héðan í frá verða aldir þar upp 25 þúsund grísir á ári. Með þessu
er verið að tvöfalda framleiðslu beggja búanna og rúmlega það.
Þegar hefur verið gengið frá kaupunum á Melum og vinna haf-
in við byggingu húsa. 500 hektarar lands lýlgja með í kaupunum
og kemur það sér vel til þess að losna við svínaskítinn sem ekki
má setja í sjóinn en reiknað er með að 12 þúsund tonn af svínaskít
falli til þegar búið verður komið í fullan gang.
Verðum með 50% af markaðnum „Alls staðar í Evrópu er
bannað að láta seyru eða úrgang frá svona búskap fara í sjóinn og
18