Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1999, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.05.1999, Blaðsíða 51
Um borð í trillunni Sœunni, annarri trillunni sem keypt var á sínum tíma. Verið er að gera trilluna upp og er ætlunin að nota hana í siglingar með ferðamenn. tökin, sem seldu hana, umgengust mann eins og hund. Mér kom enginn hlutur við ef ég spurði að einhverju. Þegar menn eru orðnir ráðríkir og frekir þá endar það með sprengingu eins og raunin varð.“ Sæunn líkir útgöngu sinni úr SÍF við stíflu sem brast; þegar Sæunn Axels hafi farið úr samtökunum hafi fiöldinn komið á eftir og fijótlega hafi SIF verið gert að hlutafélagi. „Innan SÍF leið mér eins og ég væri í hlekkjum. Annaðhvort var að leggj- ast niður og gefast upp eða að rísa upp og reyna að bijóta af sér.“ Og það gerði hún. Kom sér í harða samkeppni við SIF með því að stofna ásamt fleiri útflytjendum sölu- samtökin Valeik, en Sæunn og íjölskylda eiga í Valeik um 86 prósenta hlut. Valeik er staðsett í Hafnarfirði og flytur aðallega út fiskafurðir, bæði fyrir Sæunni Axels og fleiri útgerðarfyrirtæki. Þess má gefa að Valeik hefur verið helsti styrktaraðili Krist- ins Björnssonar skiðamanns. Mátulega margir sérfræðingar Vöxtur útgerðarfyrirtækis Sæunnar Axels hefur verið hraður og fyrirtækið veltir í dag um milljarði króna. Sæunn segir fjölskylduna stefna að því að gera betur í ár og útlit sé fyrir að það gangi eftir. „En til að svo geti orðið þurfa aliir að halda vöku sinni. Við berjumst hvert á sínum stað, vinnum þannig að við göngum í öll störf, reynum að vera þar sem hvert okkar kemur best að notum og hefur mestu virknina. Fyrirtæk- ið hefur byggst þannig upp í gegnum tíð- ina að þar innanborðs hefur verið mátu- lega mikið af sérfræðingum. Við höfum lært af reynslunni og ég held að okkar sfyrkur í dag sé sá að við kunnum öll tíl verka. Eg er ekki að ofmetnast yfir því, það er langur vegur þar frá, og við þurfum auð- vitað oft á ráðleggingum að halda. En það sem við erum að gera það kunnum við. Það er því engum öðrum um að kenna en okkur sjálfum ef við gerum mistök.“ Sæunn nefnir sem styrk fyrirtækisins hvað fjölskyldan sé samheldin og hve vel hún vinni saman. Mörgum þyki þau glannalega fljót að taka ákvarðanir en þau hafi þokkalega óbijálaða dómgreind sem farið sé eftír. Um sjálfa sig segir hún að hún reyni að þvæla hlutunum ekki svo mikið fyrir sér að hún telji kjarkinn úr sjálfri sér. „Þá er ég ekki að segja að ég sé óbrigðul. Við erum auðvitað mannleg en reynum að ofmetnast ekki. Við tökum hvern dag fyrir í einu en auðvitað þurfum við að standa frammi fyrir miklu alvarlegri hlutum og ákvarðanatöku í dag en áður. Al- varlegastí hluturinn hjá okkur, sem og hjá allri landsbyggðinni, er að við beijumst fyr- ir tilveru okkar byggðarlags. Undirstaðan í atvinnuvegunum liggur orðið þannig að mikil ábyrgð hvílir á herðum okkar fjöl- skyldunnar. Hjá okkur vinna um 120 manns af 1100 manna byggðarlagi og við gerum okkur glögga grein fyrir því að ef við bregðumst þá er ekki víst að neinn sé tílbúinn tíl að taka í þá tauma.“ Hún heldur áfram: „Eg er ekki að væla yfir þessu. Við tókum sjálf ákvörðun fyrir tveimur árum um að vera um kyrrt hér í Olafsfirði og kaupa frystihúsið en því hafði þá verið lokað af Þormóði ramma-Sæbergi og allt starfsfólkið sent heim. Það hefði verið miklu skynsamlegra fyrir okkur Jjár- hagslega að pakka niður og fara því á þess- um tíma stóð okkur tíl boða að fara með okkar rekstur á miklu hagkvæmara svæði. En það kom upp í okkur þijóska og við lit- um á það sem uppgjöf þessa bæjar. Við fór- um því í það að byggja upp meðan allt rið- aði tíl falls í kringum okkur.“ Peningarnir eftir á Úlafsfírði Ábyrgð fjölskyldunnar í atvinnumálum á Ólafsfirði er Sæunni hugleikin og hennar skoðun er sú að bæði ríkisvaldið og bæjaryfirvöld verði að koma meira að þeim málum. Ekki sé rétt, hvorki á Ólafsfirði né annars staðar, að ríkisvaldið hlaupi ávallt undan merkjum Lítið fyrir skýjaborgir „Við fjölskyldan erum lítið fyrir að plana hlutina eða byggja skýjaborgir. Hlutirnir koma upp á borðið og við reynum að afgreiða þá eins og okkur sýnist skynsamlegast hverju sinni.“ Jóni Baldvin að þakka „Ég á Jóni Baldvin Hannibalssyni, þáverandi utanríkisráðherra, mikið að þakka að ég komst úr SÍF og gat farið aö flytja út sjálf. Það eru ekki allir sem trúa því; en hann á lífið í mér í dag. IVIér er minnisstætt að hann sagði við mig að það væri nú einu sinni þannig að sumir menn þyldu ekki duglegar konur.“ 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.