Frjáls verslun - 01.05.1999, Blaðsíða 24
FORSÍÐUGREIN
Geir Vallárbóndi segist vera bóndi en enginn bisnessmaður og kveðst
vera hœttur öðrum fjárfestingum en þeim sem lúta að búskaþnum.
„Þetta er fáránlegt í ljósi þess að smábú með 50 gyltur er eng-
an veginn vænieg rekstrareining.“
Vallárbúið greiðir til sjóðsins hlutfall af veltu eins og aðrir
svínabændur en hafa ávallt greitt með fyrirvara um réttmæti inn-
heimtunnar þar sem sjóðurinn er augljóslega ekki fyrir alla svína-
bændur.
„Það væri réttast að láta á þetta reyna fyrir dómi,“ segir Geir
eldri og bætir við að affarasælast væri fyrir hið opinbera að láta af
öllum afskiptum af landbúnaði og leyfa honum að bjarga sér upp
á eigin spýtur.
Urn hænsnaskít og tleira Geir eldri er mikill áhugamaður um
landgræðslu og hefur meira að segja keypt sérstakan áburðar-
dreifara til að bera hænsnaskít á óræktarland og telur að það væri
hægt að græða mikið land á fáum árum ef réttum aðferðum væri
beitt. Landgræðslan hefur ekki enn sýnt áhuga á að taka þátt í
þessu áhugamáli hans en á Vallá falla til 3000 rúmmetrar af
hænsnaskít á ári. En stendur til að auka eggjaíramleiðsluna eins
og svínabúskapinn?
„Nei, það er meiningin að halda henni eins
og verið hefúr. Þar eru minni möguleikar í
vöruþróun því egg er bara egg og í vestrænum
löndum dregst eggjaneysla frekar saman,“ seg-
ir Geir eldri.
Minnkar eggjaneysla vegna áróðurs gegn
kólesteróli sem egg innihalda talsvert af?
„Það er sennilega höfuðástæðan en þegar íslensk egg eru ann-
ars vegar finnst mér það ósanngjarn áróður því þau innihalda t.d.
kólín, sem eyðir fitu, auk þess að vera rík af omega 3 fitusýrum því
það er sjávarfang í fóðrinu."
Stjörnuegg framleiða um 30% af eggjum á markaðnum og Geir
eldri segir að litlar breytingar verði á markaðshlutdeild.
Bændur verða að hekkja óvini sína Þegar er setið yfir kaffiboll-
um í eldhúsinu á Vallá lætur Geir eldri þau orð falla að hann sé
bóndi en enginn bisnessmaður. Sá yngri segir að tímarnir krefjist
þess að bændur séu bisnessmenn í bland.
„Eg held að það sé rótgróin skoðun margra í Evrópu og á Norð-
urlöndum að bændur eigi að vera fátækir. Þegar þurfti að drepa
mikið af svínum í Evrópu fyrir fáum árum vegna pestar þá sluppu
danskir bændur. Verðið rauk upp úr öllu valdi og danskir svína-
bændur græddu mikla peninga. Þá birtíst í Börsen, systurblaði
ykkar í Danmörku, viðtal við verðbréfasala sem voru mjög
hneykslaðir á því að svínabændur hefðu orðið svipaðar tekjur og
forstjórar.
Þegar ég horfi til kollega minna í öðrum búgreinum þá vor-
kenni ég þeim oft fyrir að vera fastir í fjötrum þrældóms og kvóta-
kerfis. Hitt er svo annað mál að það eru ekki Jónas Kristjánsson,
Jón Baldvin eða þeirra líkar sem eru að fyrirgera íslenskum land-
búnaði. Það eru þeir sem stjórna greininni sem sjá um það.“
Gallerí og kaffihús Við göngum út á hlaðið framan við þetta
sérstæða hús sem senn verður opnað fyrir almenningi sem lista-
gallerí og kaffihús. Fyrsta sýningin í galleríiinu verður á handmál-
uðum eggjum og er það vel við hæfi. Það verður selt inn í galierí-
ið en Friðrika Geirsdóttir verður við stjórnvölinn í eldhúsi kaffi-
hússins; hún er að læra matreiðslu í London.
„Við fáum enga styrki tíl þess að reka listasafn svo þetta verð-
ur að vera svona. Þetta hús er búið að vera í byggingu í bráðum 10
ár svo eitthvað verður að nýta það.“
Varðhundurinn Litli risinn fylgir okkur
út í brekkuna fyrir utan húsið þar sem hús-
bændur hans benda á trjálundi sem hafa
vaxið upp þrátt fyrir hið illræmda rok á Kjal-
arnesi. Það er reyndar logn þennan dag og
sýnist skammt til Reykjavíkur yfir spegil-
sléttan flóann þar sem markaðurinn bíður
eftir svínum og eggjum.H!]
Sólarlag hvað?
Það þýðir ekkert að byggja
upp framleiðslu einhvers stað-
ar þar sem sólarlagið er
fallegt. Staðsetningin skiptir
heilmiklu máli.
Þegar byggðin þrengdi að Geir í Eskihlíð flutti hann sig um set í Lund í Kóþavogi. Þarsinnti hann bústörfum til síðasta dags og búgarðurinn
og landið umhverfis hann er enn í eigu fjölskyldunnar.
24