Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1999, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.05.1999, Blaðsíða 24
FORSÍÐUGREIN Geir Vallárbóndi segist vera bóndi en enginn bisnessmaður og kveðst vera hœttur öðrum fjárfestingum en þeim sem lúta að búskaþnum. „Þetta er fáránlegt í ljósi þess að smábú með 50 gyltur er eng- an veginn vænieg rekstrareining.“ Vallárbúið greiðir til sjóðsins hlutfall af veltu eins og aðrir svínabændur en hafa ávallt greitt með fyrirvara um réttmæti inn- heimtunnar þar sem sjóðurinn er augljóslega ekki fyrir alla svína- bændur. „Það væri réttast að láta á þetta reyna fyrir dómi,“ segir Geir eldri og bætir við að affarasælast væri fyrir hið opinbera að láta af öllum afskiptum af landbúnaði og leyfa honum að bjarga sér upp á eigin spýtur. Urn hænsnaskít og tleira Geir eldri er mikill áhugamaður um landgræðslu og hefur meira að segja keypt sérstakan áburðar- dreifara til að bera hænsnaskít á óræktarland og telur að það væri hægt að græða mikið land á fáum árum ef réttum aðferðum væri beitt. Landgræðslan hefur ekki enn sýnt áhuga á að taka þátt í þessu áhugamáli hans en á Vallá falla til 3000 rúmmetrar af hænsnaskít á ári. En stendur til að auka eggjaíramleiðsluna eins og svínabúskapinn? „Nei, það er meiningin að halda henni eins og verið hefúr. Þar eru minni möguleikar í vöruþróun því egg er bara egg og í vestrænum löndum dregst eggjaneysla frekar saman,“ seg- ir Geir eldri. Minnkar eggjaneysla vegna áróðurs gegn kólesteróli sem egg innihalda talsvert af? „Það er sennilega höfuðástæðan en þegar íslensk egg eru ann- ars vegar finnst mér það ósanngjarn áróður því þau innihalda t.d. kólín, sem eyðir fitu, auk þess að vera rík af omega 3 fitusýrum því það er sjávarfang í fóðrinu." Stjörnuegg framleiða um 30% af eggjum á markaðnum og Geir eldri segir að litlar breytingar verði á markaðshlutdeild. Bændur verða að hekkja óvini sína Þegar er setið yfir kaffiboll- um í eldhúsinu á Vallá lætur Geir eldri þau orð falla að hann sé bóndi en enginn bisnessmaður. Sá yngri segir að tímarnir krefjist þess að bændur séu bisnessmenn í bland. „Eg held að það sé rótgróin skoðun margra í Evrópu og á Norð- urlöndum að bændur eigi að vera fátækir. Þegar þurfti að drepa mikið af svínum í Evrópu fyrir fáum árum vegna pestar þá sluppu danskir bændur. Verðið rauk upp úr öllu valdi og danskir svína- bændur græddu mikla peninga. Þá birtíst í Börsen, systurblaði ykkar í Danmörku, viðtal við verðbréfasala sem voru mjög hneykslaðir á því að svínabændur hefðu orðið svipaðar tekjur og forstjórar. Þegar ég horfi til kollega minna í öðrum búgreinum þá vor- kenni ég þeim oft fyrir að vera fastir í fjötrum þrældóms og kvóta- kerfis. Hitt er svo annað mál að það eru ekki Jónas Kristjánsson, Jón Baldvin eða þeirra líkar sem eru að fyrirgera íslenskum land- búnaði. Það eru þeir sem stjórna greininni sem sjá um það.“ Gallerí og kaffihús Við göngum út á hlaðið framan við þetta sérstæða hús sem senn verður opnað fyrir almenningi sem lista- gallerí og kaffihús. Fyrsta sýningin í galleríiinu verður á handmál- uðum eggjum og er það vel við hæfi. Það verður selt inn í galierí- ið en Friðrika Geirsdóttir verður við stjórnvölinn í eldhúsi kaffi- hússins; hún er að læra matreiðslu í London. „Við fáum enga styrki tíl þess að reka listasafn svo þetta verð- ur að vera svona. Þetta hús er búið að vera í byggingu í bráðum 10 ár svo eitthvað verður að nýta það.“ Varðhundurinn Litli risinn fylgir okkur út í brekkuna fyrir utan húsið þar sem hús- bændur hans benda á trjálundi sem hafa vaxið upp þrátt fyrir hið illræmda rok á Kjal- arnesi. Það er reyndar logn þennan dag og sýnist skammt til Reykjavíkur yfir spegil- sléttan flóann þar sem markaðurinn bíður eftir svínum og eggjum.H!] Sólarlag hvað? Það þýðir ekkert að byggja upp framleiðslu einhvers stað- ar þar sem sólarlagið er fallegt. Staðsetningin skiptir heilmiklu máli. Þegar byggðin þrengdi að Geir í Eskihlíð flutti hann sig um set í Lund í Kóþavogi. Þarsinnti hann bústörfum til síðasta dags og búgarðurinn og landið umhverfis hann er enn í eigu fjölskyldunnar. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.