Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1999, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.05.1999, Blaðsíða 23
FORSÍÐUGREIN Hér' ' Eskihlíð, skammtfrá Miklatúni byrjaði Ceir r , lönd á Kjalarnesi, í Viðey og Engey, á Seltjarn- arnesi og víðar. Geir hélt áfram að sýsla við búskap langt fram á efri ár og var með kúabúskap í Lundi allt tíl 1973. Hann eignaðist jörðina Vallá árið 1966 og þar hófu Geir sonur hans og Hjördís bú- rekstur 1970. Landið umhverfis Lund í Kópavogi er erfðafestuland og enn í eigu barna Geirs og Geir Vallárbóndi segir óljóst hver framtíðar- nýtíng þess verði en hér er um að ræða verð- mætt byggingarland í hjarta þéttbýlisins. Þannig verður ljóst þegar ferill Vallárfjöiskyldunnar er skoðaður að þar eru annar og þriðji liður fjölskyldunnar í beinan karllegg að fást við búskap og má segja að leitun sé að samfelldari fjölskyldurekstri í búskap á íslandi. Fjórði ættliðurinn í beinan karllegg er reyndar fæddur og heitir Geir Gunnar eins og allir hinir en er aðeins ársgamall svo hann tek- ur lítínn þátt í búskapnum ennþá. Stefndi alltaf á búskapinn Nú er ljóst að Geir yngri er með búskapinn í blóðinu og hefur sérmenntað sig tíl þess. En var Geir eldri alveg staðráðinn í því að feta í fótspor föður síns og nafna í Lundi? „Ég er auðvitað alinn upp við bústörf, bæði í Eskihlíð og Lundi, og þegar mig hættí að langa tíl að verða orrustuflugmaður í flottum búningi, eins og hermennirnir, með nóg af tyggjói og súkkulaði, var ég staðráðinn í að verða bóndi.“ Geir lærði í Samvinnuskólanum, verslunarskóla í Englandi og nam spænsku í Barcelona í eitt ár áður en hann hóf búrekstur 25 ára gamall. Það er ekki víst að menn hafi séð fýrir þá þróun að Vallá myndi enda innan borgarmarkanna en það gerðist þegar Reykjavík og Kjalarnes sameinuðust fyrir tveimur árum. Þannig má halda þvi fram að með því að flytja stóran hluta búrekstursins upp á Mela í Melasveit séu bændur enn að hörfa undan hröðum vextí borgarinnar, líkt og faðir þeirra og afi forðum máttu gera. Kostírn- ir eru þó enn þeir sömu; nálægð við stærsta markað landsins og það hagræði sem því fylgir. „Það þýðir ekkert að byggja upp framleiðslu einhvers staðar bara vegna þess að sólarlagið er fallegt. Góð staðsetning skiptír heilmiklu máli. Við viljum gjarnan firra íbúana hér þeim óþægindum sem verða þegar borið er á túnin. Með því að flytja eldið upp að Melum leysum við mörg vandamál og fáum nægt rými án þess að fjarlægjast markaðinn.“ Augljóst er að Hvalfjarðargöngin eiga sinn þátt í þessari ákvörðun því leiðin milli Vallár og Mela um göngin er aðeins brot af því sem hún væri með því að fara íýrir fjörðinn. smn búskap fyrir stríð var austan úr Flóa og þeir geta sagt frá samskiptum sínum við Lánasjóð landbúnaðarins máli sinu til stuðnings. „Við sóttum um lán úr sjóðnum til uppbyggingar á Melum en fengum þau svör að þar sem sjóðurinn lánaði ekki tíl stærri svínabúa en þar sem væru 50 gyltur fengjum við ekki lán,“ segir Geir yngri. Gæðahirslur á góðu verði. Fagleg ráðgjöf og þjónusta. FÖtnasmiOjan Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100 Verksmiöja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100 Samvinna sem svínvirkar Á Vallá starfa um 12 manns af fjórum þjóðernum, sé ísland talið með. Einn starfsmaður vinnur á skrifstofu við bókhald og Geir eldri segir að það sé „samvisk- an“ í rekstrinum. Vinnuaflsþörf í eggja- og svínarækt hefur minnkað undanfarin ár með auk- inni tæknivæðingu. Hefðbundinn valdapýramídi er greinilega ekki tíl á Vallá að öðru leyti en því að sá eldri sér um fiðurfénaðinn en sá yngri um svínin. Miðað við uppbygginguna í svína- ræktínni rnætti ætla að Geir Gunnar yngri væri að taka við af föðurnum. Er það rétt? „Hann segir mér að ganga við hæl,“ segir Geir eldri og glottír. „Við stöndum saman í þessu og vinnum náið saman," segir Geir yngri sem hleypti heim- draganum og lærði bútækni á landbúnaðarháskóla í Danmörku með svínarækt sem aðalgrein. Það fer vel á því enda er Danmörk Mekka svínaræktar og meðferðar á svínakjötí í heiminum. „Eins og er má segja að við stjórnum þessu saman og vinnum báðir hörðum höndum við búskapinn. Þegar allt verður komið í fullan gang í sláturhúsinu og á Melum er líklegt að meiri tími fari í beinlínis stjórnunarþáttinn og maður verði að vera jafnmikið við skrifborðið og í svína- húsinu," segir sá yngri. Sjóðurinn sem verðlaunar smæðina Þeir feðgar eru sammála um að hið opinbera sé smátt og smátt að sleppa hendinni af svinaræktinni sem lengi vel hefur verið óháð allri miðstýringu og kvótakerfi og að mestu lotíð lögmálum hins fijálsa markaðar. Kjarnfóðurgjald hefur lækk- að í áföngum og er ekki lengur stór þáttur í verðinu en gjaldið var í raun sett á tíl verndar lamba- kjöti í samkeppni við svínakjöt. Það er samt langt frá því að feðgarnir séu ánægðir með stjórnun landbúnaðarkerfisins og 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.