Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1999, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.05.1999, Blaðsíða 52
húnað™meTsZZZtm7rnrdÍrfertugt' Þáfór WólamrT að í atvinnu- og byggðamálum. „Ég vil sjá ríkisvaldið skila okkur hér á Olafsfirði hluta af því sem það er búið að taka frá okkur. Það átti í fyrsta lagi aldrei nokkurn tímann að leyfa það að útgerð- in hefði allan kvótann í hendi sér. Það átti í öðru lagi að veita ákveðið öryggi fiskhúsunum og fólkinu í landi sem skilar aflanum í verðmætum. I þriðja lagi átti ekki að leyfa það að skip gæti siglt í burtu með kvótann. Mér finnst að það eigi að skylda kvótaeigendur til að skilja hluta kvótans eftir í hverju byggðarlagi til frekari atvinnuupp- byggingar. Það er ekki rétt að menn geti gengið í burtu með lífsbjörg heils byggðarlags. Það er ekkert sem réttlætir það.“ Þetta er Sæunni kappsmál. Hún bendir á hversu margir keppist við að fjárfesta erlendis; flytja sem mest fé úr landi, eins og hún orðar það, og skapa þar með atvinnu í öðrum löndum „og loka öllum fyrirtækjum hérna heima á íslandi. Ég er viss um að eftír fimmtíu ár hugsa margir með sér að þarna hafi verið brjálað fólk á ferð. Ég og mín fjölskylda ætlum okkur að skilja peningana eftir á Ólafsfirði. Maðurinn minn áttí t.a.m. mikl- ar eignir í Þormóði ramma-Sæbergi, en hann notaði sinn hlut þegar fyrirtækið var selt og settí hann í uppbyggingu hér með- an hinir eigendurnir skildu ekki eftir fimmeyring.“ Sæunn segir að það svelli í henni reiðin þegar hún ræði þetta. „Það er réttlætanleg reiði sem bærist innra með mér, réttlætís- kennd og heilbrigð skynsemi. Við förum öll héðan jafn snauð og við komum. En ég fæ ekki séð hvað réttlætir það að skilja eft- ir peninga í Mexíkó eða Kína; skapa þar at- vinnu. Ég bara skil það ekki. Ég auglýsi hér með eftir einhverjum sem skýri það fyrir mér hvers vegna þetta sé gert meðan verið er að rústa öllu hérna heima á Is- landi.“ Svigna en brotna ekki í dag er hlutverk Sæunnar að vera framkvæmdastjóri við Hótel Ólafsfjörð en hún og eigin- maður hennar keyptu hótelið fyrir tveimur árum síðan. Hótelið er í þeirra eigu, það er ekki hluti af Sæunni Axels, og um það er hlutafélagið Brimnes. „Hótelið er verkefni okkar í dag og við erum ákveðin í því að byggja það upp sem hluta af ferðaþjónustu í bænum. Það hafði verið lokað í eitt ár þeg- ar við keyptum það, þrifum og máluðum. Við hjónin tókum þá ákvörðun að láta slag standa og ráðast í þetta verkefni og gerð- um það upp við okkur að hérna á Ólafsfirði ætluðum við okkur að bera beinin. Ef við ætlum að byggja bæinn okkar upp verður að vera þar hótel. Menn verða að gera sér grein fyrir því. Það var ekki það að mig langaði að fara að standa á hótelinu nætur og daga að verða sextug. Það heiði verið miklu ljúfara fyrir mig að taka aurana mína og fara tíl Spánar eins og margir gera. En við ákváðum að gera það ekki. Samt heyri ég fólk lítið gleðjast yfir því að verið sé að reyna að byggja Ólafsfjörð upp sem ferða- mannabæ. Bæ sem á allt svo fallegt og hef- ur upp á margt að bjóða. Frábæra aðstöðu til skíða- og snjósleðaiðkunar, golfvöll, íþróttahús og sundlaug. Hér að hægt að rölta niður á bryggju og dorga, fara í sigl- ingu um fjörðinn og brátt verð- ur hægt að fara í siglingu um vatnið og veiða í því.“ Þar á Sæ- unn við siglingu á Ólafsljarðar- vatni, en í tengslum við hótelið er verið að byggja átta bjálkabú- staði sem leigðir verða út og stað- settir eru við norðurenda vatns- ins, þ.e. inni í bænum. „Það sem fyrír mér vakir er að reyna að koma ferðamannaþjónustu á Ólafsfirði á kortið en ég er ekki viss um að ég lifi það að sjá hana verða komna á reglulegt skrið.“ í gegnum tíðina hefúr Sæunn fengið það orð á sig að hún eigi Ólafsfjörð og sé að sölsa allt undir sig í bænum. Um það segir hún að þeir sem séu áberandi fái oft það orð á sig sem þeir síst eigi skilið. Það þyki henni erfiðast að sigla í gegnum af öllu því sem hún hafi reynt „Hér er ég fædd og uppalin, það þekkja mig allir og ég fullyrði að það þekkir mig enginn að illu. Ég geri mér ljósa grein fyrir því að all- ir sem lenda í því sem mín fjölskylda hefur lent í; að verða máttarstólpi 1 heilu byggð- arlagi, þeir verða lamdir. Það verður bara að kunna að taka því og láta sig ekki finna of mikið fyrir spörkunum sem oft koma þaðan sem síst skyldi.“ í framhaldi af þessu nefnir Sæunn að eitt það sárasta sem hún hafi upplifað í heimabæ sínum hafi verið þegar sonur hennar, Ásgeir Logi, sóttí um stöðu bæjar- stjóra í Ólafsfirði en hann er þar nú bæjarstjóri. „Þegar Ásgeir Logi sóttí um stöðuna, greindur, vel menntaður maður sem vill vera í Ólafsfirði og byggja bæinn sinn upp, fékk hann að heyra að það væri allt í lagi með hann en það væru foreldrarn- ir sem væru fyrirstaðan. Upprunann væri ekki hægt að sætta sig við. En hveijir eru foreldrarnir? Það er fólk sem er búið að leggja allt í sölurnar fyrir bæinn sinn; opna fyrir því fólki sem grét við dyrnar þegar frystihúsinu var lokað.“ Sæunn er sár þeg- ar hún talar um þetta. „Þetta situr eftir og er það sem ég get ekki losað mig við. Það er alltaf talað um kerlinguna, að HÚN hafi ætl- að að troða stráknum sínum í stólinn. En ég hef sagt á móti að HÚN hefur aldrei beðið um bæjarábyrgð, aldrei á ævi sinni, og hví skyldi hún fara að gera það núna þegar hún er komin yfir hjallann. Þetta er svolítið öf- ugsnúið. Maður stendur ansi berskjaldað- ur fyrir þessum röddum og stundum svigna ég, en brotna ekki.“ Sæunn hefst aft- ur handa við hótelstörfin. S3 Fáir sérfræðingar Fyrirtækið hefur byggst þannig upp í gegnum tíðina að þar innan borðs hefur verið mátulega mikið af sérfræðingum. Kvótinn og lífsbjörgin „Mér finnst að það eigi að skikka kvótaeigendur tii að skilja hluta kvótans eftir í hverju byggðarlagi. Það er ekki rétt að menn geti gengið í burtu með lífsbjörg heils byggðarlags." 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.