Frjáls verslun - 01.05.1999, Síða 55
FJÁRMÁL
má hagrænar tekjur. í annan stað skipta
sjónarmið um peningastreymi talsverðu
máii við ákvörðun tekna hjá einstakling-
um, og í þriðja lagi byggist rökstuðningur-
inn á jaínræðissjónarmiði, þ.e. að sam-
kvæmni verði að vera í skattlagningu
hlunninda og óþolandi sé að sum hlunn-
indi teljist skattskyld á meðan önnur séu
látin viðgangast án skattlagningar.
Meginregla Það er meginregla í reikn-
ingshaldi að tekjur eru ekki skráðar fyrr
en þær eru innleystar. I því felst að tekjur
eru ekki skráðar fyrr en sala hefur farið
fram og seljandi hefur þegið peninga eða
ígildi þeirra fyrir hið selda. Á grundvelli
þessarar reglu er verðhækkun eigna ekki
talin til tekna fyrr en við sölu eignanna. Þó
að landskiki sem kaupandi festi kaup á fyr-
ir nokkrum árum hafi hækkað í verði og
fyrir þá sök sé kaupandinn sannanlega bet-
ur settur í hagrænum skilningi eför þá
hækkun en áður, þá eru engar tekjur
skráðar fyrr en landskikinn er seldur; eng-
inn ágóði er viðurkenndur fyrr en þá.
Þessi regla reikningshalds gildir einnig
um þá sem kaupa eign á hagstæðu verði.
Eignir eru sum sé skráðar á kostnaðar-
verði samkvæmt reglum reikningshalds
og skattalaga. Þeim sem auðnast að kaupa
eign á verði sem svarar ekki til markaðs-
verðs og er lægra en það, er óheimilt að
skrá eignina á markaðsverði og færa sér tíl
tekna ávinninginn af hinum hagfelldu inn-
kaupum. Ástæðan er sú að tekjur í reikn-
ingshaldslegum skilningi verða aðeins tíl
við sölu eigna en ekki við kaup þeirra, jafn-
vel þótt í hagrænum skilningi enginn efist
um að kaupandinn hafi grætt.
Þessar reglur reikningshalds eru alveg
skýrar og þær gilda einnig í skattalegu tíl-
liti hjá rekstraraðilum. Spurning er hins
vegar hvort þær taka í sama mæli til ein-
staklinga. Ég tel að færa megi rök fyrir því.
Hins vegar verður að koma fram að ýmsar
tegundir tekna, þar sem frekar reynir á
hlunnindi heyra fremur til einstaklinga en
rekstraraðila, svo sem fæðis- og fatahlunn-
indi o.fl. Því má halda fram, að með því að
hætta skattlagningu eigin húsaleigu á sín-
um tíma hafi að nokkru leytí a.m.k. verið
horfið frá því að skattleggja hagrænar tekj-
ur. Þá virðist einnig með reglugerðar-
breytingum hafa verið horfið frá skattlagn-
ingu ýmissa hlunninda sem starfsmenn
fyrirtækja njóta og varða heilbrigðisþjón-
ustu. Greiði fyrirtæki áskrift að heilsurækt-
arstöðvum þá mun víst fást frádráttur fyrir
Stefán Svavarsson, löggiltur endurskoð-
andi og dósent við HÍ, skrifar reglulega
um endurskoðun í Frjálsa verslun.
Fyrir nokkrum dögum var skýrt frá
því opinberlega að skattayfirvöld
hefðu í hyggju að refsa þeim
starfsmönnum Landsbankans og
Búnaðarbankans er nýttu sér
kaupréttinn en töldu ekki fram hin
meintu hlunnindi - og verður það
gert með sérstöku álagi á
skattgreiðslur; jafnvel þótt þeir hafi
farið að ráðleggingum bankanna við
framtalið.
Það er meginregla í reikningshaldi
að tekjur séu ekki skráðar fyrr en
þær séu innleystar. í því felst að
tekjur eru ekki skráðar fyrr en sala
hefur farið fram og seljandi hefur
þegið peninga eða ígildi þeirra fyrir
hið selda.
Tekjur í reikningshaldslegum
skilningi verða aðeins til við sölu
eigna en ekki við kaup þeirra -
jafnvel þótt enginn efist um að
eignin var keypt á hagstæðu verði
Starfsmenn Flugleiða - eða þeir
sem fljúga oft með félaginu - frá
frímiða eftir ákveðnum regium; sem
í raun þýðir að þeir kaupa farmiða
undir venjulegu verði. Ættu þetta
ekki að vera skattskyldar tekjur svo
samræmis sé gætt?!
það, án þess að greiðslan sé gefin upp sem
laun á starfsmenn. Af því má ráða að það
sem einu sinni þótíi sjálfsagt að væru per-
sónuleg útgjöld starfsmanna þykir nú
mega líta á sem rekstrarkostnað fyrir-
tækja. Loks má benda á, að mér skilst að
tilraunir skattembætta til þess að skatt-
leggja hlunnindi eins og að hafa eigin kart-
öflugarð og eigin berjasultugerð hafi ekki
borið tílætlaðan árangur. Þessi dæmi og
fleiri mættí tína tíl að styðja að hagrænar
tekjur séu a.m.k. á verulegu undanhaldi
sem skattstofn.
Önnur röksemdin gegn skattíagningu
hlunninda af hlutabréfakaupum laut að
sjónarmiði um peningastreymi við ákvörð-
un skattstofna hjá einstaklingum. Megin-
regla er þó, bæði hjá fyrirtækjum og ein-
staklingum, að tekjur eru skattskyldar
þegar til þeirra er unnið. Frávik frá þessari
reglu má þó finna í ýmsum tilvikum hjá
einstaklingum en ekki hjá fyrirtækjum
sem rekin eru í félagaformi. Til að mynda
er einstaklingi sem selur eigin vinnu heim-
ilt að miða tekjuuppgjör við innheimtu á út-
sendum reikningum fremur en þegar tíl
teknanna er unnið. Þá er ljóst að vegna eft-
irlaunaréttinda eru launatekjur einstak-
linga í raun hærri en útborguð laun segja
til um. Sá hluti heildarkjaranna sem kemur
tíl greiðslu síðar, þ.e. áunninn eftírlauna-
réttur, verður þó ekki skattskyldur fyrr en
við móttóku eftirlaunanna.
Frímiðar Flugleiða Ef sú niðurstaða
skattayfirvalda að skattíeggja hagfelld inn-
kaup á hlutabréfum þykir vera á rökum
reist, þá vakna einnig spurningar um sam-
kvæmni. Er þá ekki um skattskyldar tekjur
að ræða í eftirfarandi tílvikum: a) Maður
kaupir bíl fyrir 2 milljónir króna en bifreið-
in var í raun 3 milljón króna virði en selj-
andinn gerði sér ekki grein fyrir því og
seldi bifreiðina fyrir of lágt verð. b) Starfs-
maður fyrirtækis kaupir varning þess á ári
hveiju á afsláttarkjörum fyrir um 300 þús.
krónur en þessar sömu vörur kosta 450
þús. krónur út úr búð. c) Þeir sem fljúga
mikið á vegum Flugleiða fá frímiða eftir
ákveðnum reglum sem í raun þýðir að
þessir aðilar kaupa farmiða undir venju-
legu verði. d) Starfsmenn embættís ríkis-
skattstjóra kaupa mat í hádeginu á verði
sem er undir eðlilegu viðskiptaverði en
starfsmenn háskólans, sem líka eru ríkis-
starfsmenn, fá fæðisstyrk sem dugar til
þess að kaupa eina máltíð á mánuði. Þessi
dæmi gætu verið miklu fleiri og það er að
55