Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2000, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.03.2000, Blaðsíða 6
RITSTJÓRNARGREIN Hvað er íslenskt fyrirtæki? up Össurar á bandariska stoðtækjalyrirtæk- inu Flex-Foot í Kaliforníu á 5,3 milljarða króna gefa nýja vídd íslensku viðskiptalífi. Þetta eru ekki aðeins umfangsmestu kaup Islendinga í erlendu íyrirtæki heldur einnig helstu hlutabréfakaup eins fyrirtækis í íslenskri atvinnusögu. A lista Frjálsrar verslunar yfir tuttugu helstu hlutabréfaviðskipti ís- landssögunnar raðast kaup Össurar í fjórða sætið. Kaup 26 fjárfesta á 51% hlut rikisins í FBA á um 9,7 milljarða sitja þar á toppnum. Það er athyglisvert að fyrir nokkrum árum var Össur tiltölulega lítið fyrirtæki við Hverfisgötuna sem fyrir dugnað eig- anda síns, Össurar Kristinssonar, komst tækni- lega í ífemstu röð stoðtækjafyrirtækja í heiminum vegna lfamúr- skarandi uppfinninga, sérstaklega í hulsum og hulsutækni. Aþess- um árum mótaði fyrirtækið sér þá skýru stefnu að nema land á er- lendum mörkuðum með vörur sínar. Frumkvöðullinn, Össur Kristinsson, á núna um helming alls hlutaijár í fyrirtækinu og sit- ur í stjórn þess en þúsundir Islendinga eiga fyrirtækið með honum. Fyrir um fjórum árum var Jón Sigurðsson ráðinn forstjóri Össurar og undir hans stjórn hefur fyrirtækið breyst úr litlu fyrir- tæki í veglegt, alþjóðlegt fyrirtæki. Undir hans stjórn nemur það ekki aðeins land erlendis með vörur heldur sömuleiðis fjárfesting- ar og ætlar fyrirtækið að leiða samrunaferlið í þessum iðnaði á næstu árum. Kaupin á Flex-Foot eru því aðeins fyrsta skrefið. islenskt eða bandarískt? En er Össur hf. núna íslenskt eða banda- rískt fyrirtæki? Þótt Össur hf. sé skráð á Islandi og í eigu þúsunda íslenskra íjárfesta má halda því fram að fyrirtækið sé hvorki ís- lenskt né bandarískt heldur fyrst og fremst alþjóðlegt Jón var einmitt spurður að þessu á blaðamannafundi í höfúðstöðvum Flex- Foot eftír kaupin og svaraði hann því til að þótt fyrirtækið væri klár- lega íslenskt út frá því sjónarmiði að það væri skráð á Islandi og hluthafarnir væru íslenskir þá væru viðskiptavinirnir að langstærst- um hluta útlendir. Birgjarnir væru einnig að mestu útlendir. Starfs- mennirnir væru íslenskir, bandariskir og í raun margra þjóða - og vegna þess að Össur hf. væri skráður á opnum ís- lenskum hlutabréfamarkaði gæti raunin orðið sú innan skamms að fjárfestarnir yrðu sömuleiðis margra þjóða, svo fremi að þeir hefðu á annað borð áhuga á að fjárfesta í fyrirtækinu. Heimurinn eitt markaðssvæði Vangaveltumar um það hvað sé íslenskt fyrirtæki, bandariskt og svo framvegis eru á margan hátt mjög skemmti- legar því í íslensku atvinnulífi hefur oftar en ekki verið lögð áhersla á að fyrirtæki væru íslensk - og þá í þeim skilningi að þeim væri stjórnað frá Is- landi. Eftír aðalfund Flugleiða á dögunum kom fram að þar á bæ leggja menn höfúðáherslu á að Flugleiðir séu í eigu Islendinga og ekki komi til greina að láta erlent flugfélag kaupa meirihlutann í félaginu. Þegar FBA Landsbankinn, Búnað- arbankinn og eignarhaldsfélagið Hof keyptu hlutabréf i deCODE genetics, móðurfélagi Islenskrar erfðagreiningar, fyrir um 6 millj- arða í fyrrasumar, eða um helmings eignarhluta bandarísku fjár- festanna í félaginu, var það gert að frumkvæði Kára Stefánssonar, forstjóra Islenskrar erfðagreiningar. Hann lagði ofuráherslu á að fá hlutabréf í deCODE inn í íslenskt samfélag, eins og það var orðað, og mæta þannig þeirri gagnrýni sem fram hefði komið á hve stór eignarhluti í Islenskri erfðagreiningu væri í höndum erlendra fj;ir- festa. Vissulega hékk þarna á spýtunni fyrirhugað rekstrarleyfi fyr- ir gagnagrunninn á heilbrigðissviði - sem ríkisstjórnin afhenti Is- lenskri erfðagreiningu 22. janúar sl. Um leið og rekstrarleyfið var í höfii gekk hins vegar allt út á að skrá deCODE á bandaríska hlutabréfamarkaðinn Nasdaq til að gefa útlendingum kost á að kaupa í fyrirtækinu.Vonirnar eru að útlendingar hafi svo mikinn áhuga á deCODE að bréf í fyrirtækinu snarhækki í verði og geri núverandi hluthafa enn auðugri. En er þá deCODE íslenskt eða bandariskt fyrirtæki? Það er altént skráð í Delaware í Bandarikjun- um. Hvað er islenskt fyrirtæki þegar heimurinn er orðinn eitt markaðssvæði? Jón G. Hauksson IPI i Æm m i n i«U 1 Stofiiuð 1939 Sérrit um viðskiþta-, efnahags- og atvinnumál - 62. ár Sjöfn Guðrún Helga Geir Ólafsson Hallgrímur Sigurgeirsdóttir Sigurðardóttir Ijósmyndari Egilsson auglýsingastjóri blaðamaður útlitsteiknari RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfh Sigurgeirsdóttir BLAÐAMAÐUR: Guðrún Helga Sigurðardóttir UÓSMYNDARI: Geir Ólafsson UMBROT: Hallgrímur Egilsson ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf. RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG APGREIÐSLA: ÁSKRIFTARVERÐ: 3.185 kr. fyrir 1.-5. tbl. - 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti. LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. DREIFING: Talnakönnun, hf., sími 561 7575 FIIJVIUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafik hf. LTTGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir Borgartúni 23,105 Reykjavik, sími: 561 7575, fax: 561 8646, netfang: fv@talnakonnun.is ISSN 1017-3544 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.