Frjáls verslun - 01.03.2000, Blaðsíða 30
ÍSLANDSBANKI - FBfl
Valur og Bjarni v
Valur Valsson, bankastjóri íslands-
banka, og Bjarni Ármannsson,
forstjóri FBA, voru arkitektarnir
áð óvæntri sameiningu bankanna
tveggja - sem taka munu til starfa sem
sameinaður banki 2. júní nk. undir
heitinu Islandsbanki-FBA Hugmynd-
in að sameiningunni kom upp í samtali
á milli Vals og Bjarna og ræddu þeir
hana af mikilli alvöru dagana 24. og
25. mars. Eftir það ákváðu þeir að
kanna baklandið hjá sér sunnudaginn
26. mars. Þeir þurftu ekki að kanna málið lengi því ljóst var að
áhugi var fyrir hendi að ræða frekar saman. Tilhugalíf var
kviknað. I framhaldi af þessu var ákveðið að þrír fulltrúar frá
hvorum banka hittust á laun miðvikudagskvöldið 29. mars. Af
hálfu Islandsbanka sátu þennan íund þeir Valur Valsson banka-
stjóri, Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs, og Einar
Sveinsson, varaformaður bankaráðs. FBA-megin sátu fundinn
þeir Bjarni Armannsson, forstjóri FBA, Magnús Gunnarsson,
formaður stjórnar FBA, og Eyjólfur Sveinsson, varaformaður
stjórnar.
Eftir um þriggja klukkustunda
viðræður var ljóst að vilji var hjá
báðum bönkunum að hefja form-
legar samningaviðræður. Morgun-
inn eftir, fimmtudaginn 30. mars,
var því tilkynnt til Verðbréfaþings
- eins og strangar reglur
kveða á um - að for-
ráðamenn bank-
n n a
hefðu
Valur Valsson, bankastjóri Islands-
/
banka, og Bjarni Armannsson, for-
stjóri FBA, voru arkitektarnir að
sameiningu bankanna. Hér segir frá
tilhugalífinu og sögunni á bak við
sameininguna.
Eftir Jón G. Hauksson Myndir: Geir Ólafsson
ræðst óformlega við og formlegar við-
ræður á milli þeirra væru að hetjast.
Skiptíhlutfallið helsti ásteytingarsteinn-
inn Eins og ævinlega er í viðræðum
sem þessum reyndist verð bankanna
og skiptihlutfallið helsti ásteytingar-
steinninn, ekki síst vegna þess að
menn sáu fljótt kostina við að sameina
bankana en sárafáa galla. Nokkur
skiptihlutföll voru viðruð og rökrædd
iram og til baka. Niðurstaðan varð sú
að íslandsbanki var metinn á 51% en FBA á 49%. Sameining var
útilokuð af hálfu Islandsbanka nema hann fengi meirihlutann.
Það var stórmál fyrir aðstandendur hans að hann kæmi út sem
stærri aðilinn þótt efnhagsstærðir beggja bankana væru á svip-
uðu róli og sömuleiðis markaðsvirði þeirra á hlutabréfamark-
aðnum. Þetta var úrslitaatriði og þar skiptu huglæg atriði meira
máli en bein tölffæði; eins og að Islandsbanki ætti sér lengri
sögu og umfang hans hefði verið meira á liðnum árum.
Hverjir seijast i nytt bankaráð? Bankaráð íslandsbanka og
stjórn FBA munu leggja til við hluthafafundi félaganna að
bankaráð sameinaðs banka verði skipað 7 mönnum. Tillaga
er um að stjórnarformaður verði Kristján Ragnarsson og
varaformaður verði Eyjólfur Sveinsson. Jafnframt að forstjór-
ar bankans verði Bjarni Ármannsson og Valur Valsson.
Magnús Gunnarsson, formaður stjórnar FBA, gefur ekki
kost á sér til stjórnarsetu en hann mun hafa litið á það sem
tímabundið verkefni að sitja í stjórn FBA og lítur svo á að því
verkefni sé núna lokið. Ymsir hafa velt því fyrir sér hverjir
verði kjörnir í bankaráð hins sameinaða banka auk þeirra
Krisjáns Ragnarssonar og Eyjólfs Sveinssonar. Ljóst er að Líf-
eyrissjóður Framsýnar og Lífeyrissjóður verslunarmanna,
sem eiga hvorir um sig um 7% í hinum sameinaða banka, fá
Islandsbanki varð að fá meirihlutann
Niðurstaðan varð sú að íslandsbanki var
metinn á 51% en FBA á 49%. Samein-
ing var útilokuð af hálfu íslandsbanka
nema hann kæmi út sem stærri aðilinn
þótt efnahagsstærðir beggja bankanna
væru á svipuðu róli.
Bjarni Armannsson, forstjóri FBA, og Valur Valsson, bankastjóri
Islandsbanka, voru arkitektarnir að samrunanum og viðruðu
fyrstir hugmyndina í samtali sín á tnilli.