Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2000, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.03.2000, Blaðsíða 41
GESTAPENNI peningasóun ef því gefst ekki tækifæri á að nota þessa kunnáttu sína. Þetta fólk hefur í enn ríkari mæli en jafnaldrar þeirra fyrir nokkrum kynslóðum fjárfest í sjálfu sér með menntun í stað td. húsnæðis. Það er því rökrétt að æ fleiri fyrirtæki eru farin að bjóða starfsmönnum kauprétti á hlutabréf. Það er bein ávöxtun á þá fjármuni sem varið hefur verið í menntun og það er nauð- synlegt að við Islendingar lögum skattakerfi okkar að þeirri staðreynd. Skilaboð skattkerfisins mega ekki vera: Dreifið tekj- unum sem jafnast yfir ævina og veijið þeim í neyslu í stað tjár- festinga en það eru nákvæmlega þau skilaboð sem stighækk- andi skattkerfi sendir fólki. Til að lönd séu samkeppnishæf þegar heimurinn er allur orðinn einn markaður og helsta samkeppnisvopnið er mannauður, þarf bæði þjóðfélagsumgjörðin og starfsumhverfi fyrirtækja að vera þannig að sem flestum sé gefinn kostur á að þroska hæfileika sína lil fúlls. Sú þjóðfélagsumgjörð sem best hefur gefist er opið markaðshagkerfi þar sem atvinnulífið bygg- ir á frjálsum viðskiptum bæði innanlands og utan. Lífæð mark- aðshagkerfis eru upplýsingarnar sem fólgnar eru í verði, þ.e. þau boð sem kaupendur vöru senda framleiðendum með því að kaupa fremur eina vöru en aðra. Þess vegna er ekki að furða að breytingarnar sem eru að verða á hagkerfinu eru nátengdar aukinni alþjóðavæðingu. Slæmar afleiðingar tolla og viðskiptatálmana eru ekki einung- is mælanlegar í krónum og aurum, þótt orðræða hagfræðinn- ar sé oftast skrýdd þeim búningi, það sem skiptir ekki síður máli er að þær hindra samvinnu manna í milli. En sú fram- leiðniaukning sem nú á sér stað er ekki verk neins eins manns heldur afurð ferlis sem fer af stað þegar menn eru frjálsir að því að vinna úr þeirri þekkingu sem til er, sjá í henni viðskipta- tækifæri og nýta þau. Gamlar verðmatsaðferðir - ný verðmæti Ef ég hef rétt fyrir mér um að við erum að verða vitni að víðtækri breytingu á þjóðfélagsumgjörðinni hefur það áhrif á verðmæti fyrirtækja. Ef við lítum á nokkra þætti sem kunna að skýra hvers vegna verð tæknifyrirtækja er skynsamlegt þrátt fyrir að ganga á skjön við allar viðmiðunarreglur hefðbundinna virðisstika: Meiri arðsemi fjármagns: Fyrirtæki sem eru með starf- semi sína á Netinu byggja ekki samkeppnisforskot sitt á tjár- festingu í fastafjármunum og íjárfestingaþörf þeirra til að við- halda starfsemi sinni er ekki eins rík og hjá fyrirtækjum sem byggja á framleiðslu. Þetta veldur þvi að frjálst sjóðstreymi þeirra er miklu meira fyrir hverja krónu hagnaðar en hjá hefðbundnum fyrirtækjum. Ofurvöxtur: I tölvuheiminum er til lögmál sem kennt er við Moore og segir okkur að afkastageta örgjörva tvöfaldist á átján mánaða ffesti. Við höfum enga ástæðu til að ætla að þetta sé að breytast. Afleiðingin er sú að nýir notkunarmöguleikar margfaldast og kostnaður við að nýta sér þá möguleika sem í boði eru helmingast. A næstu árum eigum við eftir að sjá enn frekari útbreiðslu tækja eins og tölva og farsíma en þótt vöxt- urinn í þessum greinum eigi eftir að verða mikill á aukning þjónustu við þær eftir að verða enn meiri. Þetta höfúm við séð gerast áður og er ástæða þess að Microsoft er verðmætasta fyrirtæki heims en ekki IBM eða Apple. Jákvæð ytri áhrif: Efdr þvi sem fleiri tileinka sér nýja tækni því meira virði verður hún fyrir aðra notendur. Skýr dæmi um þetta er síminn og Netið, eftir því sem fleiri nota Netið, því meira efni er að finna þar og því meiri spurn er eftir vörum og þjónustu á þvf. Það sem kallað er nýja hagkerfið byggir að mestu á óefnislegum eignum, það er aukakostnaðurinn við hverja nýja einingu er því næst sem enginn. Ef fyrirtækjum tekst að bjóða vöru eða þjónustu með margfeldisáhrif í notagildi - þetta er kallað lögmál Metcalfe og segir að eftír því sem not- endum tjölgar linulega eykst virði þess i veldisvexti - mun það skila fyrirtækinu margfeldisaukningu í arði. Þau fyrirtæki sem hæst eru metin í dag eru þau sem fjárfest- ar telja líklegast að þessir ofangreindu þátta munu verða í hag. Veröld ný og góö? Að ofangreindu má ekki skilja mig svo að ég telji öll tæknifyrirtæki muni standa undir verði sínu í dag. Þar með er þó ekki sagt að þau séu ekki rétt verðlögð, verð hlutabréfa er háð óvissu og í verði þeirra í dag er gert ráð fyrir að stór hluti þeirra eigi eftir að hverfa af sjónarsviðinu. En að öll- um líkindum munu þessar greinar sem kenndar eru við nýja hagkerfið eflast og verða enn stærri á næstu árum. Það er eðlilegt að menn velti fyrir sér hvaða félagslegu af- leiðingar það muni hafa í för með sér. Ljóst er að valdahlutföll á mismunandi hópa í þjóðfélaginu eiga eftir að breytast. Það er hætt við að það verði ekki allir sigurgvegarar í nýja hagkerf- inu, sagan sýnir okkur t.a.m. að í árdögum iðnbyltingarinnar setti barátta borgarastéttar og landeigenda sterkan svip á þjóðmálin. Það er hætt við að ef áhrif nýja hagkerfisins verða jafnvíðtæk og ég hef rakið hér að ofan muni sú breyt- ing ekki ganga sársauka- laust fyrir sig. Við undirbú- um okkur best undir þær sviptingar með því að hlúa að efnahagsstöðugleika og frumforsendu hans, at- hafnafrelsinu.HU 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.