Frjáls verslun - 01.03.2000, Blaðsíða 31
ÍSLANDSBANKI - FBfl
oru arkitektarnir
sinn fulltrúann hvor. Helgi Magnússon,.forstjóri Hörpu, hef-
ur setið i bankaráði íslandsbanka fyrir hönd Framsýnar og
Guðmundur H. Garðarsson fyrir hönd verslunarmanna.
Burðarás og Sjóvá-Almennar eiga sameiginlega rúm 6,5% og
ætla verður að þau nái sínum fulltrúa inn í hið nýja bankaráð
- en Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvá-Almennra, hefur setið fyr-
ir hönd þessara félaga í bankaráði Islandsbanka. FBA Hold-
ing, eignarhaldsfélag Orca-hópsins svokallaða, verður stærsti
hluthafinn í Íslandsbanka-FBA með 14,64% atkvæða og nær
örugglega inn tveimur mönnum, þ.e. einum fyrir utan Eyjólf.
Líkum hefur verið leitt að því að hinn fulltrúi FBA Holding í
bankaráðinu verði Finnbogi Jónsson, fráfarandi aðstoðarfor-
stjóri SIF, en hann er núna orðinn stjórnarformaður Sam-
herja, sem tengist Orca-hópnum, og situr í stjórn FBA. Sjö-
undi maðurinn kemur væntanlega úr FBA. Osagt skal látið
hvort hann verður Bogi Pálsson, forstjóri P. Samúelssonar,
Toyota, og formaður Verslunaráðs eða Jón Ingvarsson - en
þeir sitja báðir í stjórn FBA - eða þá einhver allt annar.
dánægja Samtaka iðnaðarins Margir bíða spenntir eftir
kjöri í hið nýja bankaráð Islandsbanka-FBA. Vitað er að inn-
an Samtaka iðnaðarins hafa heyrst óánægjuraddir með að til-
laga hafi verið gerð um Kristján Ragnarsson, LIU, sem for-
mann hins nýja bankaráðs, og finnst innanbúðarmönnum þar
sem áhrif iðnaðarins útvatnist stórlega komist Haraldur Sum-
arliðason, sem núna situr í bankaráði Islandsbanka, ekki inn
í nýja bankaráðið.
Þórarínn V. „lét í sér heyra" Þótt viðræður íslandsbanka og
FBA um samruna bankanna hafi gengið hratt og greiðlega
íýrir sig og allir aðstandendur lýst yfir ánægju sinni með hann
voru Lífeyrissjóður Framsýnar og Lífeyrissjóður verslunar-
manna, tveir stærstu hluthafarnir í Islandsbanka og tveir af
þremur stærstu hluthöfunum í FBA, óánægðir með að hafa
ekki komið að borðinu strax í upphafi og setið t.d. fundinn
miðvikudagskvöldið 29. mars þar sem ákvörðun var
tekin um að hefja formlegar viðræður um sam-
einingu. Þannig mun Þórarinn V. Þórarinsson,
formaður stjórnar Lífeyrissjóðs Framsýnar,
hafa „látið í sér heyra“ yfir því að hafa ekki
fengið málið beint í æð stax í upphafi. Þetta
sýnir vel hvað sameiningarmál af þessari
stærðargráðu eru ótrúlega viðkvæm, ekki síst
á upphafsdögum þegar ekkert má kvisast út
gagnvart hlutabréfamarkaðnum og reynt er
að láta ekki allt of marga koma að málum á
meðan ekkert er fast í hendi. Á móti koma
rökin að þarna er jú um tvo af þremur stærstu
hluthöfum hins sameinaða banka að ræða.
Þess má til gamans geta að svo hljótt fór um
þreifingarnar og fundinn miðvikudagskvöldið
29. mars að gengi hlutabréfa í bæði FBA og
íslandsbanka lækkaði eilítið þennan miðvikudag. Það rauk
hins vegar upp daginn eftir, fimmtudagsmorguninn 30. mars,
eftir að tilkynnt var um sameiningarviðræðurnar.
Verðmætasta fyrirtæki landsins Niðurstaðan af samruna ís-
landsbanka og FBA virðist mjög sterk íýrir alla aðila. Kominn er
fram á sjónarsviðið stærsti bankinn á markaðnum og verð-
mætasta fyrirtækið á Verðbréfaþingi, með markaðsvirði upp á
um 62 milljarða (m.v. 6. apríl sl.) Samanlagðar vaxtatekjur bank-
anna á síðasta ári voru um 19 milljarðar, hreinar rekstrartekjur
um 10 milljarðar og eigið fé um 18,5 milljarðar. Ekki mun koma
til neinna uppsagna starfsfólks vegna sameiningarinnar. Bank-
inn verður betur í stakk búinn til að sinna stærstu fýrirtækjum
landsins sem og afla annarra tekna. Sem verðmætasta íýrirtæk-
ið á Verðbréfaþingi Islands verður hann áhugaverðari íýrir er-
lenda ljárfesta sem og erlendar lánastofnanir. Margt sparast við
samrunann. FBA var að feta sig inn í viðskipta- og einkabanka-
þjónustu og Islandsbanki var að þróa sig meira yfir í
fjárfestingarbanka. Þarna sparast stórfé í þróunar-
kostnaði beggja bankanna. Þannig mun fyrirtækja-
svið Islandsbanka, F&M, færast undir fjárfestingar-
svið sameinaðs banka - en auk þess má nefna
kostnaðarþætti eins og tölvukerfi, húsnæði og
fleira. FBA mun flytjast í höfuðstöðvar íslands-
banka við Kirkjusand. Starfsemi íslandsbanka-
FBA verður skipt upp í tvö meginsvið, Jjárfesting-
arbankastarfsemi sem Bjarni Ármannsson er í for-
ystu íýrir og viðskipta-
bankastarfsemi sem Val-
ur Valsson stýrir. 11]