Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2000, Blaðsíða 83

Frjáls verslun - 01.03.2000, Blaðsíða 83
Þetta gerðist þannig að ágætur vinur minn, Tryggvi Pétursson, sem er umboðssali fiskimjöls og félagi minn úr stúdentapólitíkinni í Háskólanum, hafði samband við mig og sagði mér að gamall og góður vinur sinn, Bernhard Pálsson, væri væntanlegur til landsins vegna þess áhuga sem hann hefði á möguleikum íslendinga í líftækni. Bernhard hafði fylgst með þróun mála hjá íslenskri erfðagreiningu í gegnum Tryggva og sá ýmsa möguleika. Hann kom hingað 1998. Eg var með honum í nokkra daga og sá um hann eftir því sem þurfti en hann hafði ekki komið hingað að ráði í 20 ár. Niðurstaðan varð sú að við þrír, ásamt Snorra Þorgeirssyni, sem er krabbameinslæknir í Bandaríkjunum og rekur þar rannsóknastofu á vegum bandarískra heilbrigðisyfirvalda, ákváðum að stofna þetta íyrirtæki. Bernhard og Snorri lögðu meginlínur varðandi starfsemina og við fengum til liðs við okkur ' tjárfesta sem voru tilbúnir til að taka áhættuna með okkur,“ segir Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Faxamjöls, en hann teku brátt við starfi fram- kvæmdastjóra Urðar Verðandi Skuldar. I framhaldi af heimsókn Bern- hards hingað til lands var stofnað fé- lag í Bandaríkjunum, Iceland Gen- omics Corp., sem er móðurfélag UVS og á öll hlutabréf í því félagi. Móðurfélagið var stofnað í Banda- ríkjunum af flestum þeim sömu ástæðum og móðurfyrirtæki IE, sem einnig er skráð í Bandaríkjunum. Flest þeirra líftæknifyrirtækja, sem eru starfandi í heiminum í dag, eru staðsett í Delaware en þar eru lög og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Faxamjöls, tekur brátt við starfi framkvæmdastjóra Urö- ar Verðandi Skuldar. Hann er einn af fjórum stofnendum þessa athyglisverða fyrirtækisins sem m.a. leitar að lækn- ingu við krabbameinum. Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur. Myndin Geir Ólafsson. „Við erum komnir í rekstur, erum á ágætu skriði og hötum fjármagn til reksturs félagsins í tvö ár. Þetta er mjög dýr starfsemi. Hún er fjárfrek til tækjabúnaðar, við erum með vaxandi fjölda starfsmanna og svo höfum við verið að byggja upp rannsóknaraðstöðu okkar. Líklegt er að við förum út á markaðinn með nýtt útboð innan tveggja ára.“ reglur sniðnar að þörfum slíkra fyrir- tækja. „Erlendir ijárfestar þekkja það lagaumhverfi. Þar eru meiri mögu- leikar en hér á landi og því er mun auðveldara að afla sér fjármagns með staðsetningu í Bandaríkjunum,“ seg- ir Gunnlaugur Sævar. „Eriendir aðil- ar þekkja vitaskuld ekki lagaum- hverfið hér á íslandi." Unnið eftir tveggja ára áætlun uvs tók húsnæði á leigu við Lyngháls í Reykjavík í ágúst á síðasta ári og var Reynir Arngrímsson læknir ráðinn framkvæmdastjóri vísindasviðs. Um mánuði síðar voru sex starfsmenn teknir til starfa, í dag eru þeir 15 talsins og er áætlað að þeir verði 40 í árslok. Svo hrað- ur er vöxturinn í fyrirtækinu að gert er ráð fyrir að þeir verði 150 talsins í árslok 2001. Gunnlaugur Sævar tekur við starfi framkvæmdastjóra UVS um næstu mánaðamót eftir 12 ára starf við fram- kvæmdastjórn Faxamjöls og heldur áfram þeirri uppbyggingu sem þegar hefur átt sér stað. Áætlanir um fram- vindu mála eru mjög fastmótaðar tvö ár fram í tímann enda segir hann það grundvallaratriði að fyrirtæki af þessu tagi viti hvert þau stefni, hvað þau ætli að gera, hvernig þau ætli að fara að því og hvenær það verði gert. Það er því unnið eftir nákvæmri áætl- un sem starfsmenn haía mótað og stjórn og stjórnendur samþykkt. „Við höfum verið í samvinnu við Krabbameinsfélagið og Ríkisspítala. Við munum einbeita okkur að krabbameinum og markmiðið er að byggja upp öflugt samstarf þessara aðila, Urðar Verðandi Skuldar, spít- alanna, lækna og Krabbameinsfé- lagsins," segir Gunnlaugur. „Það er 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.