Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2000, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.03.2000, Blaðsíða 34
FRÉTTASKÝRING byrjun ágúst sl. á rúmlega 5,0 milljarða. Seljandi var Scandin- avian Holding S.A. sem skráð er í Lúxemborg og er í eigu Kaupþings, sex sparisjóða og Sparisjóðabanka Islands. Raun- ar komu fleiri fyrirtæki tengd sparisjóðunum lítillega að söl- unni. Seld voru bréf að nafnvirði um 1,8 milljarðar í FBA á genginu 2,80 og nam söluandvirðið því rúmum 5 milljörðum. (Ágúst '99). 3,6 milljarðar Landsbankinn kaupir helminginn í VIS og LIFIS. r Ovænt og söguleg kaup Landsbanka íslands á helmingshlut Eignarhaldsfélags Brunabótafélagsins í VIS og LIFIS hinn 14. mars 1997 voru á þeim tíma stærstu einstöku viðskipti með hlutabréf í íslensku atvinnulífi. Svona tala hafði ekki sést áður á þeim tíma. Bankinn skellti ekki 3,4 milljörðum á borðið við undirskrift heldur keyptí hann hlutínn í nokkrum áföngum tíl að standast svonefndar CAD reglur. Framreiknað jafngildir þetta kaupverð tæpum 3,6 milljörðum á núverandi verðlagi. (14. mars ‘97). 3,0 mllljarðar Kaupþing kaupir 21,6% hlut í Samherja hf. af Þorsteini Vilhelms- syni á rúma 3 milljarða. Sala Þorsteins Vilhelmssonar og Ijölskyklu hans á 21,6% hlut í Samherja tíl Kaupþings á rúma 3 milljarða í endaðan janúar olli miklum títringi í þjóðfélaginu og þingheimi. Það vaktí athygli 7. Kauþþing kaupir 21,6% hlut í Samherja hf. afÞorsteini Vilhelms- syni á rúma 3 milljarða. (Jan. 'OO) við þessa sölu að þar sleit Þorsteinn sig frá bróður sínum, Kristjáni, og frænda, Þorsteini Má Baldvinssyni, eftir æskuvin- áttu og farsælt samstarf ffá árinu 1983. Þríeykið rofnaði. (Jan. 'OO). 2.5 milljarðar Eimskip og Sjóvá-Almennar kaupa 6% hlut i Eimskip á um 2,5 milljarða (Jan. '00). Aðdragandinn að þessum kaupum var nokkuð óvenjulegur. Kaupþing hóf mjög kerfisbundið að kaupa bréf í Eimskip á síð- asta árí og á markaðnum spurðu menn sig hvað þarna lægi að baki. Að lokum hafði Kaupþing keypt Eimskipsbréf fyrir um 2 milljarða og eignast um 6% hlut í félaginu. Miðvikudaginn 26. janúar sl. kom síðan í ljós hvað hékk á spýtunni þegar tílkynnt var að Eimskip og Sjóvá-Almennar hefðu keypt hlut Kaupþings á genginu 13,5 eða fyrir samtals um 2.484 milljónir króna. Fé- lögin keyptu 3% hlut, hvort félag, og greiddu því hvort um sig rúmlega 1,2 milljarða. Hér eru þessi kaupa beggja félaganna sett fram undir einum viðskiptum þar sem Kaupþing seldi þetta í raun sem einn pakka. 2,2 milliarðar Kaup Landsbankans á Samvinnubankanum á um 1,6 milljarð. Landsbankinn keyptí 52% hlut í Samvinnubakanum 1. septem- ber árið 1989 fyrir um 828 milljónir. Landsbankinn keyptí síð- an af öðrum hluthöfum í bankanum á sama gengi, 4,6, og eign- aðist þar með allan Samvinnubankann fyrir um 1.592 milljónir. Á núverandi verðlagi eru þetta um 2,2 milljarðar. (Árið '89). 1.5 milljarðar Kaup Burðaráss og SH í ÚA, m.a. af Akureyrarbæ. Fjárfestíngarfélag Eimskips, Burðarás, og Sölumiðstöð hrað- frystíhúsanna, SH, keyptu á árinu 1996 hlutafé fyrir um 1,4 milljarða í ÚA. Á núverandi verðlagi jafngildir þetta um 1,5 milljörðum. Kaupin tengdust sölunni á hlut Akureyrarbæjar og tveimur hlutafjárútboðum í ÚA. Burðarás keyptí fyrir 892 millj- ónir á þessum tíma og SH fyrir um 505 milljónir. Við skellum þessu hér saman þar sem kaupin voru hugsuð sem einn pakki frá upphafi. (Árið '97). 1,5 milljarðar SH selur FBA öll hlutabréf úr eigu dótturfélagsins Jökla á 1,5 milljarða. Sölumiðstöð hraðfrystíhúsanna, SH, seldi FBA í maí á síðasta ári öll hlutabréf úr eigu dótturfélagsins, Jökla, fyrir um 1,5 milljarða króna. Verðmætustu hlutabréfin í eigu Jökla voru 10,5% hlutur í ÚA og tæplega 9% hlutur í SÍE Sala bréfanna var liður í endurskipulagningu rekstrar SH. (Mai '99). 1,5 milljarðar Gaumur og Skel, fjárfestingarfélög Bónusfjölskyldunnar, kaupa 9,9% í Samherja á um 1,5 milljarða. Fjárfestingarfélög Bónusfjölskyldunnar, Gaumur og Skel, keyptu 9,9% hlut í Samherja af Kaupþingi á tæpa 1,5 milljarða 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.