Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2000, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.03.2000, Blaðsíða 58
LOGFRÆÐI þrír mánuðir frá því ákvörðun stjórnvalds var tilkynnt. Ekki er hægt fá mál endurupptekið ef ár er liðið nema veigamiklar ástæður séu fyrir hendi. Með hliðsjón af þeim grunnreglum sem fram koma í stjórnsýslulögum, sem sett voru til verndar borgurunum í samskiptum við stjórnvöld, skýtur það skökku við að skattstjórar telji sig, án beinna lagaheimilda, hafa rýmri rétt til endurupptöku á málum til að knýja fram íþyngjandi að- gerðir á hendur borgurunum en lögfestar eru til handa borg- urunum í stjórnsýslulögunum. Varla leiðir þessi framkvæmd til þess að vandað sé til málsmeðferðar í fýrstu ef ætið er möguleiki á því að endurtaka málið, svo fferni að málið sé ekki fyrnt. Telja verður að réttarörygginu sé hér teflt í hættu. Auk þess má benda á þann kostnað sem málarekstur hefur í för með sér, svo ekki sé minnst á ef taka verður til varnar oftar en einu sinni í sama málinu. Ekki er að finna í lögum um yfirskattaefnd ákvæði þess efnis að hlutverk yfirskattanefndar sé að leiðbeina skattyfir- völdum í einstöku ágreiningsmáli, með þeim hætti að skattyf- irvöld geti fengið eins konar „forúrskurð“ hjá nefndinni, um það hvernig standa skuli að tiltekinni skattbreytingu, efnis- lega og formlega. Slíkir úrskurðir nefndarinnar hafa vitaskuld almennt fordæmisgildi, en úrskurður yfirskattanefndar á ekki ágreiningsmál milli sömu aðila verður ekki borið undir sama úrskurðaraðila á ný? Hefur ekki úrskurður yfirskattanefndar, þar sem aðgerðir skattstjóra eru ómerktar vegna umræddra anmarka, sömu áhrif? Ósamræmi i aðgengi að dómstólum Mönnum er í stjórnar- skrá tryggður aðgangur að dómstólum landsins til að fá leyst úr deilumálum sínum, hvort sem er á sviði einkamála eða op- inberra mála. Það sama gildir á sviði skattamála. Sú krafa er þó gerð ef ágreiningur lýtur að virðisaukaskatti að tæma verður kæruleiðir í skattkerfinu áður en hægt er að bera ágreininginn undir dómstóla. Varði ágreiningurinn tekju- og eignaskatt er þó heimilt að bera úrskurð skattstjóra um skatt- skyldu og skattstofna beint undir dómstóla. Virðisaukaskattur og tekjuskattur eru afskaplega sam- tvinnaðir í skattskilum virðisaukaskattsskyldra rekstraraðila. Breytingar á öðrum skattstofninum leiðir oft til breytinga á hinum. Sé hróflað við virðisaukaskattinum í úrskurði skatt- stjóra, þó ekki sé nema vegna afleiðingar af breytingu á tekju- skattstofninum, verður að líta svo á tæma verði kæruleiðir innan skattkerfisins áður en unnt sé að bera ágreiningsefnið undir dómstóla. Það veikir óneitanlega trúverðugleika um að mál fái hiutlausa og málefnaiega meðferð þegar skattstjóri tekur til við að fjalla um mál á nýjan leik, sem hann hafði áður tekið afstöðu í, sér í lagi ef hann hefur fengið „ofanígjöf" frá yfir- skattanefnd vegna málatilbúnaðar. að hafa þau réttaráhrif að hann sé einhvers konar „forúr- skurður", um sama ágreiningsefni milli sömu aðila. Réttarfar á sviði skattamála er talið liggja á milli einka- málaréttarfars og opinbers réttarfars. Þó hefur verið talið að réttarfarið liggi nær hinu opinbera réttararfari, a.m.k. þegar um íþyngjandi aðgerðir er að ræða. I ljósi þess verður að telja að í máli, þar sem skattþegn er grunaður um t.d. skattasnið- göngu, sé réttarfarið komið mjög nálægt hinu opinbera rétt- arfari, þrátt fyrir að skattþegn fái ekki réttarstöðu sakaðs manns, eins og í skattrannsóknarmálum.Verður því að gera þá kröfu varðandi málsmeðferð skattstjóra, að hann upplýsi (rannsóknarregla 10. gr.stjórnsýslulaga) málið ítarlega, gefi aðila til kynna á hvaða lagagrundvelli málið sé reist, þannig að hann eigi þess kost að gæta andmælaréttar síns. Það veikir óneitanlega trúverðugleika um að mál fái hlut- lausa og málefrialega meðferð þegar skattstjóri tekur til við að fjalla um mál á nýjan leik, sem hann hafði áður tekið afstöðu í, sér í lagi ef hann hefur fengið „ofanígjöf ‘ frá yfirskattanefnd vegna málatilbúnaðar. Sé mál ómerkt hjá yfirskattanefnd vegna annmarka í málatilbúnaði; ekki var farið eftir reglum stjórn- sýslulaga, ekki var byggt á réttum lagagrundvelli eða háttsemi aðila varðar annað ákvæði skattalaga en skattstjóri boðar skatt- breytingar á, verður skattstjóri að una niðurstöðu yfirskatta- nefndar. Önnur niðurstaða er ekki veijandi í nútíma réttarkerfi þegar um íþyngjandi aðgerð er að ræða af hálfu skattstjóra. Fróðlegt er að velta því hér upp hvort skattstjóri telur sig hafa heimild til að endurupptaka mál sem héraðsdómur hef- ur ómerkt. Gilda ekki hér „res judicata“ áhrif, þ.e. að sama 58 Vilji fýrirtæki láta reyna á það álitaefni að skattstofn þess byggist á ákvæðum skattalaga, sem talið er að brjóti gegn stjórnarskrá, þá er hægt að fara með málið beint til dómstóla ef um tekju- og eignaskatt er að ræða, en ekki ef álitaefnið varðar stofn til virðisaukaskatts. I lögum nr. 33/1944 um stjórnarská lýðveldisins er að finna þær reglur er skattlagningarheimild ríkisvaldsins bygg- ist á. í 40. gr. segir „Engan skatt má leggja á né breyta nema með lögum“, í 77. gr. segir „Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann“. Jafnræðisregl- una er að finna í 65. gr. og regluna um vernd eignarréttinda í 72. gr. Umrædd ákvæði eiga að tryggja að rétt sé að málum staðið af hálfu ríkisvaldsins þegar skattlagning er ákvörðuð. Það er ekki á valdsviði skattyfirvalda að taka afstöðu til þess hvort einstaka ákvæði skattalaga fari gegn ákvæðum stjórnarskrár. Það er á valdsviði dómstóla að gera það. Skýt- ur það því skökku við að íyrst skuli þurfa að tæma kæruleið- ir innan skattkerfisins áður en hægt er að bera mál af þessum toga undir dómstóla, varði álitaefnið virðisaukaskatt beint eða tengsl hans við tekjuskatt. Úr þessu ósamræmi þarf að bæta. Það gefur augaleið að þetta réttarsfarlega ósamræmi hindrar aðgang borgaranna að dómstólum. Það er ekki ásættanlegt að sú skylda sé íyrir hendi að tæma kæruleiðir skattkerfsins áður en hægt er að bera skattalegt álitaefni undir dómstóla, sér í lagi þegar fyrir- fram er vitað að ekki er á valdsviði skattkerfisins að ljalla um ágreiningsefnið. Œj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.