Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2000, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.04.2000, Blaðsíða 6
RITSTJÓRNARGREIN Já eða nei? að er gjarnan sagt svo að einhver sé vel upp alinn sé hann heiðarlegur, kurteis, orðheldinn, komi fram við náungann af virðingu, standi við samninga og loíi helst ekki meiru en hann getur staðið við - hvað þá ef hann reyndi eftir fremsta megni að hafa einhver af boðorðunum tíu í heiðri. Sárafáir sjá ástæðu til að setja þessa siði, þetta gildismat sitt, niður á blað. Þeir þurfa þess ekki, þeir hafa tamið sér þessa siði og engu breytir hvort þeir eru skráðir á pappír. Engu að síður færist það mjög í vöxt að fyrirtæki setji sér strangar siðareglur um hegðun, framkomu og sam- skipti við birgja, starfsmenn, viðskiptavini, keppi- nauta, stjórnvöld og stjórnmálaflokka. Þetta eru ítar- legar reglur færðar á blað og flokkaðar nákvæmlega. Tilgangurinn er að starfsmenn viti að hverju þeir ganga um hvað þeir megi og hvað ekki - og á það að koma í veg að meta þurfi mál jafnharðan og þau koma upp. I siðareglum margra fyrirtækja minnir ýmislegt raunar frekar á markmið, eins og þegar sagt er að starfsmenn eigi kost á endurmenntun eða að fyrirtækið tileinki sér ákveðnar venjur í um- gengni við náttúruna og umhverfið. Bankar og verslanakeðjur hafa siðareglur um að starfsmenn afgreiði sig ekki sjálfir - og jafnvel ekki ættingja sína. Fréttastofa setti nýlega reglur um ákveðna upplýsinga- skyldu varðandi hlutabréfaeign fréttamanna svo ekkert færi á milli mála j)egar þeir flyttu fréttir af fyrirtækjum. Er sælla að þiggja eða gefa? Umræður um siðareglur snúast þó líklegast mest um það hvort og hvenær fyrirtæki segir nei eða já við boðum og gjöfum - og hvort fyrirtækið eigi sjálft að bjóða og gefa; svona til að vera ekki með tvöfalt siðgæði. A að segja nei þegar við- skiptavinur býður stjórnanda í fyrirtækinu í laxveiðiferð, lúxusferð til útlanda, dýran kvöldverð á veitingahúsi, á námsstefnu og gleðskap á eftir - eða vill gefa honum vínflösku fyrir jólin eða stórt málverk á fimmtugsafmæli hans? í flestum tilvikum kveður á um það í siðaregl- um fyrirtækja að ekki megi veita tækifærisgjöf viðtöku frá viðskipta- vini nema hún sé innan ákveðins fjárhagsramma tækifærisgjafa. Þetta er gert til að svonefndir lykilmenn, sem taka ákvarðanir um samninga og viðskipti, séu óháðir gefandanum og skaði ekki samn- ingsstöðu fyrirtækis síns. En eru gjafir og boðsferðir mútur eða bara hluti af samkvæmislífinu og því að gera viðskipti og samstarf fyrirtækja skemmtilegra? Bæði og - segja sumir. Segir ekki einmitt í kennslu- bókum að fyrirtæki skuli reyna að eignast viðskipta- vini fyrir lifstíð?! Vissulega er munur á því hvort við- skiptavinur býður einum manni, án vitneskju annarra í fyrirtæki hans, í laxveiði eða lúxusferð til útlanda eða stórum hópi manna úr mörgum fyrirtækjum - og þar sem allt er uppi á borðinu gagnvart forstjórum og eig- endum viðkomandi fyrirtækja. Engu að síður er það svo að sá, sem býður og leggur út í mikinn kostnað vegna laxveiðiferðar eða lúxusferðar stórs hóps við- skiptavina, hlýtur að telja sig fá þessi útgjöld til baka i nýjum við- skiptum eða áfr amhaldandi viðskiptum, ella væri hann að henda pen- ingunum út um gluggann. Og sá, sem þiggur lúxus- eða laxveiðiferð- ina, hlýtur að spyija sig að því hvort hún gagnist fyrirtæki hans. Sé svarið jákvætt ætti sú spurning að vakna hvort fyrirtæki hans ætti ekki sjálft að greiða fyrir herlegheitin! Æ sér gjöf til gjalda. Að þekkja muninn á réttu og röngu Fjölmiðlum er oftar en ekki boðið á veglega blaðamannafundi erlendis. Ailir fjölmiðlarnir þiggja þessar ferðir en telja sig ekki skuldbundna á einn eða annan hátt með umfjöllun, líkt og fundurinn væri haldinn hérlendis. An undantekninga flytja þeir ailir fréttir af þessum fundum - sem er eðlilegt, ákveði þeir að fara í ferðina. Mikilvægt er þó að fréttaflutningurinn sé í samræmi við stefiiu fjölmiðla um vandaða fréttamennsku; sé hlutlaus, máleihalegur, falslaus, upplýsandi og í þágu lesenda eða hlustenda. Til bóta væri að taka það fram í umfjölluninni að ferðin hefði verið farin í boði viðkom- andi fyrirtækis. En vissulega væru fjölmiðlar algerlega hlutlausir greiddu þeir sjálfir fyrir ferðir sínar á blaðamannafúndi erlendis. Skráðar siðareglur eru um margt af hinu góða í viðskiptalífinu og í sumum tilvikum nauðsynlegar. Mest er þó um vert að eigendur fyrirtækja, stjórnendur og almennir starfsmenn þekki muninn á réttu og röngu í vinnutíma sem utan hans. Gott uppeldi er virði margra pappíra! Jón G. Hauksson Stofiiuð 1939 Sérrit um viðskiþta-, efnahags- og atvinnumál - 62. ár Hallgrímur Egilsson útlitsteiknari RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson AUGLYSINGASTJÓRI: Sjöfii Sigurgeirsdóttir BLAÐAMAÐUR: Guðrún Helga Sigurðardóttir UÓSMYNDARI: Geir Ólafsson UMBROT: Hallgrímur Egilsson ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf. RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: ÁSKRIFTARVERÐ: 3.185 kr. fyrir 1.-5. tbl. - 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti. LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. DREIFING: Talnakönnun, hf., sími 5617575 FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. UTGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561 7575, fax: 561 8646, netfang: fv@talnakonnun.is ISSN 1017-3544 ■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.