Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2000, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.04.2000, Blaðsíða 59
ENDURSKOÐUN vera meiri áhugi fyrir launatengdum hvatningarkerfum. Iitum þvi á nokkur dæmi um hvernig þau kerfi hafa verið sniðin. Það mun hafa verið fyrirtækið General Motors í Bandaríkj- unum sem fyrst innleiddi árangurshvetjandi kerfi fyrir yfir- menn sína á árinu 1918. Fyrirtækinu hafði áður verið skipt í deildir en að mati forstjórans, Alfred Sloan, vantaði deildar- stjórana hvata til þess að standa sig fyrir fyrirtækið sem heild. Launakerfinu var því tvískipt þannig að hver og einn deildar- stjóri fékk umbun fyrir góðan árangur á sínu sviði en síðan var einnig greiddur bónus til deildarstjóranna ef fyrirtækið í heild náði góðum árangri. Með þessum hætti tókst forstjóranum að hvetja deildarstjórana til samvinnu og til þess að þeir gættu ekki einungis að arðsemi eigin deilda heldur einnig að hags- munum heildarinnar. Þá var kerfið einnig árangurshvetjandi á þann hátt að því ofar sem menn voru í stjórnskipulagi fyrirtæk- isins, þeim mun hærri bónusgreiðslur voru greiddar. Þetta kaupaukakerfi General Motors var byggt á upplýsing- um úr bókhaldi en flest kaupaukakerfi hafa einmitt sótt stofna til útreiknings þangað, en fleira kemur þar til greina, eins og hér á eftir verður um íjallað. Mælikvarðinn á frammistöðu var arðsemi eigna í rekstri (ROI). Sá kvarði er háður ýmsum ann- mörkum, m.a. vegna þess að bókhaldstölum má hagræða og einnig vegna þess að bókhaldslíkanið sem slíkt er langt frá því að vera gallalaust sem mælikvarði á frammistöðu. Gallar á Viðmiðun Eitt vandamál í því sambandi er að mark- mið flestra fyrirtækja er að hámarka hagnað þegar til lengdar lætur en bókhaldslíkanið er ekki góður mælikvarði á þess kon- ar afkomu þar sem bókhald sýnir fremur árangur til skamms tíma. Af þessum sökum þótti mega greina aðgerðir hjá deildar- stjórum og öðrum yfirmönnum sem áttu kost á kaupaukum sem tryggðu þeim kaupauka þó að þær aðgerðir hafi ekki ver- ið til hagsbóta fyrir fyrirtækið þegar til lengdar lét. Til dæmis að taka þá gat deildarstjóri haft áhrif á afkomu með því að láta ógert að halda vélum í góðu formi og lækkað þannig viðhalds- kostnað viðkomandi árs en það gat haft slæmar afleiðingar fyr- ir afkomu síðari ára. Annað dæmi, en það snertir bókhalds- líkanið, varðar deildarstjórann sem ekki nýtti góðan fjárfesting- arkost, enda hefði það lækkað meðalarðsemi í deild hans. Fjár- festingin gat þó gefið meira af sér en ávöxtunarkrafa fyrirtæk- isins sagði til um og því varð fyrirtækið af hagnaði sem það ella hefði fengið. Gallar af þessu tagi hafa orðið til þess að ýmsar endurbæt- ur hafa verið gerðar á viðmiðum um kaupauka. Til dæmis hurfu sum fyrirtæki frá því að miða við arðsemi eigna í rekstri (ROI) en litu hins vegar á svokallaða afgangstekjustærð (e. residual interest), þ.e. rekstrarhagnaður eftir að reiknaðir voru vextir á alla ijárbindingu viðkomandi deildar, hvort sem þeir voru greiddir eða ekki. Þessi aðferð er raunar náskyld nýrri viðmiðun um mælingar á frammistöðu sem beitt hefur verið á síðustu árum með góðum árangri. I öllum meginatriðum bygg- ist sú aðferð á tölum úr bókhaldi og þeirri hugsun sem felst í afgangstekjustærðinnni en með ýmsum frávikum þó. Þessi að- ferð er kölluð EVA (e. economic value added) og samkvæmt henni hefur orðið hagrænn virðisauki af starfsemi fyrirtækis ef rekstrarhagnaður eftir skatta er hærri en reiknaður ijármagns- kostnaður af langtímafjármagni, þ.e. eigin fé og langtímaskuld- um. Aðferðin er einkum notuð af fyrirtækjum sem selja hluta- bréf á almennum markaði en hana má einnig nota hjá öðrum fyrirtækjum. Skili fyrirtæki hagrænum virðisauka á tilteknu Plató sagði að ósiðlegt væri að hæst launaði starfs- maður stofnunar fengi meira en 5-föld laun þess sem lægst væri launaður. Annað dæmi, en það snertir bókhaldslíkanið, varðar deildarstjórann sem ekki nýtti góðan fjárfestingarkost, enda hefði það lækkað meðalarðsemi í hans deild. Ekki þarf að vera rökrænt samband á milli verðs á hluta- bréfum og athafna forráðamanna fyrirtækja. Ef rekja má hagnaðarauka fyrirtækis til tiltekinna starfs- manna er í rauninni ósanngjarnt að aðrir fái kaupauka- greiðslur. Þannig er því þó iðulega farið. Stefán Svavarsson, löggiltur endur- skoðandi, skrifar að þessu sinni um kaupaukakerfi í fyrirtækjum. tímabili má búast við að gengi hlutabréfa hækki og markaðs- auki (e. market value added) þar með. Þessi markaðsauki er skilgreindur sem mismunur á markaðsverðmæti fyrirtækis og bókfærðu verði á eigin fé þess en fyrirtæki ættu að kappkosta að hámarka þann mun. Umrædd EVA hefur orðið viðmið við greiðslu á kaupaukum og þykir hafa gefið góða raun. Þessi aðferð er þó sama marki brennd og aðrar aðferðir til útreiknings á kaupauka að nokkrum erfiðleikum getur verið bundið að finna rökrænt samband á milli aukningar á hagrænum virðisauka og athafna þeirra sem fá bónusgreiðslur. Segja má að umræddir gallar á bókhaldsviðmiðunum fyrir kaupaukakerfi hafi valdið því að fyrirtæki hafa í auknum mæli tengt kerfin hlutabréfamarkaði. Þess konar kaupaukar eru nú að ryðja sér til rúms hjá íslenskum fyrirtækjum en hafa verið notaðir um árabil erlendis. í grófum dráttum er kerfið þannig að forráðamönnum fyrirtækja er gefinn kostur á að kaupa hlutabréf afturvirkt á tilteknu um- sömdu gengi. Hafi gengi á hlutabréfum fyrirtækis hækkað getur viðkomandi aðili keypt hlutabréfin á verði sem er undir markaðsverði. Þann ávinning getur hann síðan innleyst með því að selja hlutabréfin og getur það verið mjög hagfellt að fá kaupauka í þessu formi fremur en beinum launagreiðslum enda er söluhagnaður af hlutabréfum skatt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.