Frjáls verslun - 01.04.2000, Blaðsíða 42
Median hf., nýtt og öflugt þjónustu- og hugbúnaðarhús:
Þjónar rafrænum
viðskiptum
Iedian hf. er nýtt og öflugt
fyrirtæki á sviði rafrænna
viðskipta og greiðslumiðl-
unar sem varð til nýlega við samruna
Korta hf., Rafrænnar miðlunar hf. og Smart-
korta ehf. Félagið ætlar að vera leiðandi á sviði
greiðslumiðlunar og smarttækni og skapa viðskiptavin-
um sínum forskot og sérstöðu í samkeppnisumhverfi. Áhersla
verður lögð á færslumiðlun í greiðslukortaviðskiptum og
kortalausnir fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Median hf. ætlar að tryggja forystu á
þessu sviði með markvissri hugmynda- og þró-
unarvinnu auk þess sem náið samstarf verður
haft við öflug fyrirtæki á þessum sviðum, inn-
anlands sem utan. Fyrirtækið stefnir að víð-
tæku samstarfi við aðila á fjármálamarkaði og
kortafyrirtæki um lausnir á sviði greiðslumiðl-
unar en hyggur ekki á samkeppni á sviði korta-
útgáfu. Það ætlar að nýta sóknarfæri til hins
ýtrasta og markaðssetja samkeppnishæfar
lausnir á erlendum mörkuðum.
Ný taekni
„Við erum full bjartsýni og stefnum ótrauð að
því að skapa öflugt og þróttmikið fyrirtæki sem
býður góðar lausnir og umfram allt góða þjónustu.
Á okkar sviði er þróunin mjög hröð og tæknibreyt-
Atli Örn Jónsson framkvæmdastjon.
Smartkortavœðing á sviði greiðslukorta kallar á nýja kynslóð kortalesara
(“posa”). Median er umboðsaðili fyrir Ingenico, fremsta posa-
framleiðanda íEvrópu. Ingenico-lesarar eru litliroghljóðlátirogtaka
jöfnum höndum við hejðbundnum segulrandakortum (debet- og
kreditkortum) oghinum nýju örgjörvakortum (smartkort).
ingar örar. Við ætlum okkur að leiða þær breytingar.
Með smartkortatækninni verða grundvallarbreytingar sem
bjóða upp á mikla möguleika og mun greiðslumiðl-
un flytjast úr hefðbundnum farvegi yfir í nýjar og
spennandi leiðir sem gera greiðslumiðlunina hag-
kvæmari og einfaldari," segir Atli Örn Jónsson,
framkvæmdastjóri Median hf.
Öflugir bakhjarlar
Hið sameinaða fyrirtæki er hið stærsta sinnar
tegundar hér á landi. Hlutafé þess er 100 milljón-
ir kr. og markaðsvirði um einn milljarður kr. Að
þessu nýja félagi standa mjög öflug fyrirtæki í
hugbúnaði, fjármálum og fjarskiptum, fyrirtæki í
verslun og þjónustu auk nokkurra einstaklinga.
Helstu eigendur eru: Opin Kerfi, Skýrr,
EUROPAY ísland, Íslandsbanki-FBA, Spron,
Landssíminn, Ársæll Hreiðarsson, Breki, SPK,
Jóhann Grétarsson, Baugur, Kaupás, Sam-
kaup, NTC, Flugleiðir, Tékk-Kristall, Húsa-
smiðjan, Blómaval, Fjarðarkaup, KEA, Rafha,
Samkaup, Pétur Friðriksson, Kaupmanna-
Aðgangskerfi Bláa lónsins byggir á smarttœkninni og var sett upp af
Median og erlendum samstarfsaðilum fyrirtækisins.
TPOS-hugbúnaðurinn er notaður á öllum sölskrifstofum Flugleiða
víðsvegar um heim. Tilkoma þessa hugbúnaðar einfaldaði mjög allt
kortaferli Flugleiða, auk þess að sþara félaginu umtalsverða
fjármuni. Mynd: Geir Olajsson.
42
AUGLÝSINGAKYNNING