Frjáls verslun - 01.04.2000, Blaðsíða 90
AUGLÝSINGAR
Slagorð
í minnum höfð
Gottslagorð ergulli betra. Mörgslagorð
segja lítið sem ekkert en gott slagorð snýst
um að stilla auglýsandanum í ákveðna
fjarlœgð frá keppinautnum.
Efdr Vigdísi Stefánsdóttur
Iauglýsingum gildir að ná at-
hygli og halda henni svo með
því að setja það sem auglýst er
fram á þann veg að minnisstætt
verði. Allt of mörg slagorð segja
lítið eða ekkert eins og t.d. „Við
erum bestir" - eða „alltaf gæði“.
Hins vegar eru mörg slagorð góð
og sum standa upp úr og verða
lengi i minnum höfð. „Málið snýst um
að finna slagorð sem stillir auglýsand-
anum í ákveðna fjarlægð frá keppinaut-
unum. Það er algert grundvallaratriði,"
segir Ingólfur Hjörleifsson hjá Góðu
fólki.
Þar sem fagmennirnir versla er þér
óhætt - sögðu BYKO menn á sínum
tíma og stóðu við það og gera enn. Síð-
an bættist við BYKO byggir á breidd-
inni, til að vekja athygli á staðsetning-
unni, Breiddinni, sem er á móti Mjódd-
inni og þessi slagorð festust í fólki, enda
tilgangurinn sá. Fleiri slagorð hafa náð
fótfestu og muna sjálfsagt allir eftir
ORA auglýsingunni- þú opnar ORA dós
og gæðin koma í ljós, eða SS - fremstir
fyrir bragðið og svo hinni landsfrægu
lambakjötsauglýsingu, lambakjöt á
diskinn minn. Mörg slagorðin eru
tengd mat á einn eða annan veg, eins og
- Vífilfell - alveg einstök tilfmning - sem
átti að fýlgja því að drekka kókið. Þegar
klukkubúðirnar hófu innreið sína á ís-
lenskan matvörumarkað þurfti að
leggja áherslu á hagræðið sem þeim
fylgdi - ...þegar þér hentar - eins og 10-
11 búðirnar auglýstu. Pizzur eru mikið
ÖRUGG MIÐLUN UPPLÝSINGA
''ár
- þar sem tryggingar snúast uni fólk
auglýstar enda dágóðar upphæðir
í húfi og mikils um vert að fólk
muni eftir „réttu“ pizzunni.
„Takf ana heim“, sagði Jón Bakan,
en Pizzabær lagði meiri áherslu á
þörfina: „Verð að fá'ana" - hvorki
meira né minna.
Húsasmiðjan er þekkt fýrir sitt
slagorð - grunnur að góðu heimili
og Morgunblaðið segist vera kjarni
málsins - staf fýrir staf. VISA vísaði
mönnum leiðina á meðan Atlaskort var
vopn í lífsbaráttunni og um leið og þess-
ir aðilar hvöttu til aukinnar notkunar
kreditkorta var Lánasýsla ríkisins að
hvetja fólk til að eyða í sparnað með því
að kaupa áskrift að spariskirteinum rík-
issjóðs. Hvað snertir bíla situr sjálfsagt
fast í fólki að Toyota sé tákn um gæði
og Volvo fasteign á hjólum en Honda fór
aðra leið: Fyrst kem ég - svo bíllinn. Og
Sævar Karl varð þjóðþekktur fyrir að
hafa einfaldan smekk - vilja aðeins það
besta. Mjólkursamsalan og Osta- og
smjörsalan hafa átt mörg slagorðin. Nú
vita allir að ostur er veislukostur og að
mjólk er góð. Gosdrykkurinn Fresca er
fyrir þig og Freyju Rís spyr: ,Átt þú
vini?“ og þar er væntanlega átt við að
auðveldara sé að eignast vini ef maður á
Freyju Rís. Ekki er síðra að fá sér AEG
vörur því þær eru hvorki meira né
minna en „Alveg Einstök Gæði“, og til
að vera nú alveg viss um að allt sé eins
og það á að vera borgar sig ekki að
tryggja eftir á - eða að minnsta kosti er
það skoðun Sjóvá Almennra.SO
Mwópa jefiv Cífinu Cit
90