Frjáls verslun - 01.04.2000, Blaðsíða 15
FRÉTTIR
Nýr forstjóri
Burnham
ín helstu verkefni
eru uppbygging
fýrirtækisins, að
taka upp alla ferla og sjá til
þess að þeir séu í hæsta
gæðaflokki þannig að okkar
viðskiptamenn geti treyst
því að verkefni séu leyst fyr-
ir þá á sem bestan hátt,“
segir Þóroddur Ari Þór-
oddsson, sem nýlega tók við
starfi forstjóra Burnham
International á íslandi. Fyrir
ári síðan keypti Burnham
International á Islandi verð-
bréfafyrirtækið Handsal en
það hafði átt í rekstrarerfið-
leikum. Síðustu sex mánuð-
ir 1999 fóru í endurfjár-
mögnun og aðra tiltekt á
málum fortíðarinnar en mið-
að við þriggja mánaða upp-
gjör 2000 er tiltektinni lokið
og reksturinn farinn að
sækja á. Veltutölur fyrstu
þrjá mánuði þessa árs nema
151 milljón en voru 132
milljónir allt árið í fyrra.
„Þetta er auðvitað frábært,"
segir hann. Þóroddur starf-
aði áður hjá fjárleigu GE
Capital Services og var stað-
settur í London og Amster-
dam.H!]
Þóroddur Ari Þóroddsson, nýrforstjóri Burnham International á ís-
landi.
Forseti Islands, Olafur Ragnar Grímsson, ogjón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
Ossur fagnar Flex-Foot
Edda Sverrisdóttir,
kauþmaður í Flex,
Súsanna Svavars-
dóttir blaðamaður
og Hansína B.
Einarsdóttir, fram-
kvœmdastjóri
Skreffyrir skref.
□ ssur hf. hélt veglega veislu í Listasafni
íslands í tilefni kaupa fyrirtækisins á
Flex-Foot í Kaliforníu. Á meðal gesta
voru Olafur Ragnar Grímsson, forseti íslands,
og nokkrir ráðherrar - sem og ýmsir forystu-
menn í atvinnulífinu. 33
Hjónin Björg Rafnar og Óssur Kristinsson, aðaleig-
endur Össurar, ásamt (fyrirmiðju) DavíðÁ. Gunn-
arssyni, ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu.
FV-myndir: Geir Ólajsson.
Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri PwC á
Islandi, sþjallar við Ingibjörgu Pálmadóttur,
heilbrigðisráðherra.
15