Frjáls verslun - 01.04.2000, Blaðsíða 95
Hvað er framundan?
Við endurbyggingu í Ljósafossstöð losnuðu tveir salir sem ætlunin er að
nota undir kynningarstarfiemi og myndlistarsýningar.
svæðið og Landsvirkjun starfar á landsvísu. Okkur þótti því kjör-
ið að halda sýningar bæði norðan lands og sunnan.“
Við Sogið er að ljúka endurbyggingu virkjananna þriggja þar
og í Ljósafossstöð, sem er liðlega sextug, losnuðu tveir salir
sem áður hýstu gamlan rafbúnað og eru til samans um 300 fm.
í þeim er ætlunin að vera með kynningar á starfsemi stöðvar-
innar og lífríki og náttúru Þingvallavatns og Sogsins þegar fram
líða stundir en fyrsta uppákoman verður þessi myndlistarsýn-
ing sem opnar 3. júní og stendur fram í miðjan september. Uti
við, á milli írafossstöðvar og Ljósafossstöðvar, er búið að skipu-
leggja og byggja upp fallegt útivistarsvæði þar sem fólk getur
notið náttúrunnar.
25.5 - 28.5 - LÍF í BORG
Borgarlífið fær að spegla sig og sínar margbreytilegu myndir á
fjölfaglegri ráðstefnu sem haldin verður í Háskóla íslands. Dag-
skráin er öllum opin og aðgangseyrir enginn enda markmið
verkefnisins að mörk fræðasviða máist út; að líf í fræðum og
hversdagslíf verði eitt og hið sama.
25.5 - 28.5 - EINHVER í DYRUNUM
Forsýning á nýju verki eftir Sigurð Pálsson á litla sviði Leikfé-
lags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu.
26.5 - MÚM 0G ÁSGERÐUR JÚNÍUSDÓTTIR
í maí dagskrá Óvæntra bólfélaga frumflytja hljómsveitin Múm
og Ásgerður Júníusdóttir kammeróperu eftir Sjón á Hótel Borg
kl. 21.00.
27.5 - VÖLUSPÁ
Goðafræðin er viðfangsefni Möguleikhússins að þessu sinni en í
meðförum Þórarins Eldjárns hefur kvæðið verið „þýtt" yfir á
íslensku nútimans.
31.5 - 31.8 - HVOLSHREPPUR, SÖGUVEISLA
Sögusetrið á Hvolsvelli er brautryðjandi hvað það varðar að
tengja saman sögu og atvinnulíf og hefur byggt upp menningar-
lega ferðaþjónustu með Njáls sögu í öndvegi.
Ævintýraheimur Sýningin í Laxá hefst 16. júní og segir Þor-
steinn svæðið sérlega fallegt og vel til þess fallið að skoða.
„Stöðin er í jarðgöngum og bergveggirnir mynda sérlega fal-
lega umgjörð utan um verkin sem eru af margvíslegu tagi,
myndlist og skúlptúrar. Þetta er sú stöð sem styrinn stóð um í
Laxárdeilunni forðum en vegna deilunnar varð stöðin aldrei
eins stór og til stóð. Fyrir vikið eru þarna rangalar og hvelfing-
ar fyrir búnað sem aldrei var keyptur en nú verður þarna ævin-
týraheimur með listaverkum. Það verður því enginn svikinn af
að koma í heimsókn þangað í sumar.“
Sólaldan Þorsteinn segir það skemmtilega tilviljun að lista-
maður menningarborgarinnar, SigurðurÁrni Sigurðsson, hefði
unnið samkeppni um skreytingu Sultartangastöðvar sem lokið
var við í janúar. „Það er gömul hefð að myndskreyta virkjanir og
er listaverkið Sólalda mjög frumlegt og sérstakt. Það byggist á
þvi að láta sólina mynda skuggamynstur á stórum vegg sem
einkennir mannvirkið. Eftir því sem sólin færist til breytist
mynstrið. Á Jónsmessunni og dagana þar í kring hætta skugg-
arnir að mynda öldu og raðast í lárétta línu þegar sól er í
hásuðri. Ég vænti þess að margur eigi eftír að leggja leið sína
þangað tíl að skoða stöðina og listaverkið, enda er Sultartanga-
stöð í þjóðleið ofan Þjórsárdals.“
Sultartangastöð, eins og aðrar virkjanir Landsvirkjunar,
verða opnar gestum alla eftirmiðdaga í sumar.B!]
Þema menningarborgarinnar, menning og nátt-
úra, höfðar mjög til Landsvirkjunar eðli málsins
samkvæmt, því bygging og rekstur virkjana fer
fram að stórum hluta inni á hálendinu.
1.6 - SAGA BYGGINGARTÆKNINNAR
Á menningarárinu verður fullkomnuð endurbygging gamla UII-
arhússins sem flutt hefur verið frá Vopnafirði í Árbæjarsafn.
1.6 - 31.8 - KRÝSUVÍK - SAMSPIL MANNS 0G NÁTTÚRU
Með verkefninu verður leitast við að varðveita og kynna þær upp-
lýsingar sem safnað hefur verið saman um Krýsuvíkursvæðið.
2.6 - 4.6 - ÖLFUS
íbúar Þorlákshafnar halda hátíð í byrjun sumars árið 2000.
3.6 -15.9 - LIST í 0RKUSTÖÐVUM
Sýning að Ljósafossi við Sogió
4.6 -17.6 Grindavík
TENGSL MENNINGAR 0G NÁTTÚRUAUÐÆFA
Grindavíkurbær, Hitaveita Suðurnesja og Bláa Lónið bjóða til
afar sérstæðrar og fjölbreyttrar dagskrár í sumarbyrjun.
5.6 Hofsós - VESTURFERÐIR ÍSLENDINGA
Sýningar í Vesturfarasetrinu á Hofsósi hefjast þann 5. júní árið
2000.
10.6 - STRANDLENGJAN 2000
Strandlengjusýningin við Skerjafjörð og Fossvog, þriðja og
viðamesta sýning Myndhöggvarafélagsins verður opnuð með-
fram Sæbrautinni þann lO.júní árið 2000.
10.6 -11.6 - TÓNLISTARHÁTÍÐ í LAUGARDAL
Alþjóðleg tónlistarhátíð með þátttöku íslenskra og erlendra
dægurtónlistarmanna verður haldin í fyrsta sinn í Laugardaln-
um Hvítasunnuhelgina árið 2000.