Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2000, Blaðsíða 92

Frjáls verslun - 01.04.2000, Blaðsíða 92
Urvalsvísitala VÞI Sveiflur á lilutabréfamarkaðnum taka á taugarnarhjá skammtímafjárfestum. Engan veginn ersama í hvaða fyrirtœkjum erjjárfest. Hjá 40Jyrirtækj- um á Verðbréfaþingi hefurgengi bréfa hækkað frá áramótum - þótt þau hafi lœkkað nokkuð hjá flestum þeirra frá því tindinum var náð um miðjan febrúar - en hjá 23 fyrirtækjum hefurgengið lækkað eða staðið í stað frá áramótum. FV-mynd: Geir Olafsson. Sveiflur taka á taugar Sveiflurnar á hlutabréfamarkaðn- um hafa tekið verulega á taugar margra sk am m tí malj ár fe sta að undanförnu enda hefur Urvalsvísitala Verðbréfaþings lækkað um hvorki meira né minna en 14% frá því hún reis hæst um miðjan febrúar og náði 1.890 stigum. Nánast öll hækkun hennar frá áramótum er gengin til baka. Hún var 1.618 stig í byrjun árs en 1.627 stig hinn 16. maí sl. Reynslan sýnir jafn- framt að nokkuð rólegt er yfir hlutabréfamarkaðnum á þessum árstíma, eða eftir fyrsta ársfjórðung fram á síðsumar. Skoðanir verðbréfasala á framhaldinu er nokkuð mismunandi. Sumir telja að Urvalsvísitalan taki við sér þegar líður á haustið og milliupp- gjör birtast, aðrir telja að hún mjakist h'tillega upp á við það sem eftir lifir ársins en muni ekki ná sér verulega á skrið. Enn og aft- ur sýna markaðsöflin að hlutabréf eru ijárfesting til langs tíma en ekki skamms tíma og að sveiflur eru eitthvað sem Jjárfestar verða að hafa „maga fyrir“ eins og það er stundum orðað. IVIesta lækkunin hjá SÍF Þótt hækkun Úrvalsvísitölunnar, en í henni eru 15 fyrirtæki, hafi öll gengið til baka á árinu er árang- ur ijárfesta frá áramótum óvenjulega misgóður - svo mikill mun- ur er á ávöxtun hlutabréfa eftir fyrirtækjum. Það er þvi engan veginn sama í hvaða fyrirtækjum menn hafa flárfest. Avöxtun hlutabréfa í þekktum félögum, eins og Eimskip, Landsbankan- um, Flugleiðum og SIF er neikvæð frá áramótum. I engu fyrir- tæki á Verðbréfaþingi hefur orðið eins mikil lækkun á gengi bréfa og í SIF, eða um 30%. Á meðan hafa félög eins og Islenski hugbúnaðarsjóðurinn, Opin kerfi, Kögun, Skýrr, Össur, Pharmaco, EFA, Samvinnusjóðurinn, Lyijaverslun Islands, Þró- unarfélagið og Delta skilað hluthöfum sínum allt að því ævin- týralegri ávöxtun frá áramótum. Á toppi listans yfir mestu ávöxt- un hlutabréfa er íslenski hugbúnaðarsjóðurinn með 241% hækk- un, eða rúmlega þreföldun. í öðru sæti eru Opin kerfi með 102% hækkun, þ.e. gengið hefur meira en tvöfaldast frá áramótum. Spá verðbréfafyrirtækjanna í janúar Þegar hlutabréfamarkaðurinn var mjög frískur í janúar - og allt á uppleið - fékk Morgunblaðið sex verðbréfafyr- irtæki til að velja ijóra vænlegustu fjár- festingarkostina á árinu. Afar fróðlegt er að skoða þær niðurstöður núna þótt aðeins um fimm mánuð- ir séu liðnir af árinu. Niðurstaða verðbréfafyrirtækjanna var sú að Opin kerfi, Flugleiðir og SIF fengu flest atkvæði, voru væn- legust, þar á eftir komu Nýheiji og Sæplast, og loks nokkur fyr- irtæki með eitt atkvæði hvert, þeirra á meðal Islandsbanki. SIF, Flugleiðir og Sæplast hafa öll skilað neikvæðri ávöxtun hluta- bréfa - þótt árið sé auðvitað ekki liðið. Vissulega athyglisverð spá verðbréfafyrirtækjanna í Morgunblaðinu í janúar. Hjá 40 fyrirtækjum á Verðbréfaþingi hefur gengi hlutabréfa hækkað frá áramótum en hjá 23 hefur það lækkað - eða staðið í stað. Innan tímabilsins hafa komið nokkrar dýfur eins og mánu- daginn 17. apríl - í byijun dymbilvikunnar - þegar gengið sveifl- aðist niður hérlendis í kjölfar mikilla lækkana á Wall Street. Á einhverri stundu þennan dag héldu margir að allt væri að fara til Ijandans. Daginn eftir hækkuðu síðan öll bréf og lækkunin gekk öll til baka. Hagkerfið verður áfram sterkt Það sem mestu skiptir fyrir eig- endur hlutabréfa á Islandi er áframhaldandi sterkt hagkerfi, auk- in framleiðni og hagvöxtur verða á næstu árum, sömuleiðis halda fyrirtæki áfram að skila hagnaði. Þessar forsendur treysta hlutabréf í sessi sem fjárfestingu til langs tíma. Á hinn bóginn eru verðbólga og viðskiptahallinn helsta ógnunin við hagkerfið núna, en flestir vonast eftir mjúkri lendingu þenslunnar. Bj Hækkun Úrvalsvísitölunnar frá ára- mótum er nánast öll gengin til baka. Ljóst er ad árangur fjárfesta frá ára- mótum er mjög mismjafn - enda miklar sveiflur á milli fyrirtækja. Eftir Jón G. Hauksson Myndir: Geir Ólafsson 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.