Frjáls verslun - 01.04.2000, Blaðsíða 50
FYRIRTÆKIN Á NETINU
Fjórir spennandi vefir
Smekklegur, einfaldur og vel skipulagður vefur hjá Lína.Net
Hœgt er að fá orðskýringar við málfar í tryggingaskilmálum.
WWW.Hnanet.iS Skemmtilegur, litríkur, bjartur og vel
skipulagður vefur sem gefur allar nauðsynlegar upplýsingar
á einfaldan hátt. Nafn, heimilisfang og helstu númer birtast
strax á síðunni, sömuleiðis er fljótlegt að fá upplýsingar um
starfsemi fýrirtækisins og markmið þar sem kemur meðal
annars fram að Lína.Net býður upp á klæðskerasniðnar íjar-
skiptalausnir fýrir íyrirtæki og stofnanir. Algjört grundvallar-
atriði er að hafa myndir á vefnum og undir liðnum starfsfólk
birtast myndir af helstu stjórnendum ásamt upplýsingum
um þá. Vefurinn er léttur og fljótur að birtast. Lítill punktur
yfir i-ið er rauður þríhyrningur sem birtist þegar örin fer yfir
valmöguleikana. Örugglega með bestu íslensku vefjum á
Netinu.
Flokkarnir tólf byggjast á efnisorðum. Einnig er hœgt að leita eftir
upþhajsstaf.
WWW.byrfa.iS Um fimm þúsund vefsíður flokkaðar eftir efni
í tólf flokka og upphafsstaf. Þessi leitarvefur gagnast hinum al-
menna notanda mjög vel þvi að það er alltaf tímafrekt og erfitt
að leita í safni með hundruðum þúsunda vefsíðna. Yfirlitið er
algjörlega óháð auglýsendum þannig að notandinn getur valið
og hafnað eins og hann vill. Aðlaðandi, vel skipulagður og ein-
faldur vefur þar sem stefnt er að því að hafa aðeins eina auglýs-
ingu á hverri síðu. Þessi vefur getur gefið notandanum ýmsa
athyglisverða og skemmtilega möguleika á vafri sínu um Net-
ið og ekki spillir fyrir að auglýsingarnar eru í lágmarki.
WWW.SfOVa.iS Viðamikill og metnaðarfullur vefur hjá Sjóvá-Al-
mennum og greinilegt að mikil vinna liggur að baki þó að
sumum kunni að þykja hann full flókinn. Möguleikarnir eru
óteljandi og notandanum til hægðarauka getur hann skoðað
vefkort áður en hann heldur í ferðalagið. Síðan opnar á fréttum
og ábendingum. Efst á hverri síðu eru flipar þar sem hægt er að
skoða sögu fyrirtækisins, staðsetningu, starfsmenn, umboð,
rekstur, neytendaþjónustu og þannig mætti lengi telja. Jafnvel
er hægt að fletta upp í orðskýringum þar sem spurt er hvort
málfar í tryggingaskilmálum vefjist fyrir viðskiptavininum.
Pöntunar- og verðlistinn er afar neytendavœnn.
WWW.0Stur.iS Vefurinn hjá Osta- og smjörsölunni er léttur, vel
skipulagður og spennandi og greinilegt að metnaðarfull vinna
liggur þar að baki. Hann gefur góða mynd af fyrirtækinu og nær
prýðilega því markmiði sínu að gefa bæði almennar upplýsing-
ar um fyrirtækið og þjóna neytendum. Valmöguleikarnir
eru óendanlegir og stöðugt er hægt að finna eitthvað nýtt.
Fyrir utan upplýsingar um fyrirtækið, eignafyrirkomu-
lag, aðildarfyrirtæki, störf í boði, iðnaðinn, gæðamál og
netföng starfsmanna er fjöldamargt annað í boði, til
dæmis hagnýtar upplýsingar um Veisluþjónustuna
auk þess sem pöntunar- og verðlistinn er afar hand-
hægur og þægilegur. 33
Guðrún Helga Sigurðardóttir.
ghs@talnahonnun.is
50