Frjáls verslun - 01.04.2000, Page 69
I
nú í Borgartúni
Götumyndin gjörbreytt Götumyndin sunnan megin er allt
önnur. Þar eru flest húsanna byggð eins og skipulag gerði ráð
fyrír; ferköntuð, með löngum suður/norðurhliðum og standa
í beinni röð inn eftir götunni. Þetta skipulag vilja arkitektar
nútímans brjóta upp og hefur tekist dável til það sem af er
sjávarmegin. Götumynd sú sem kemur til með að blasa við
vegfarendum frá Sæbraut verður ekki síðri því nær tvöföld
röð húsa verður við Borgartúnið, allt glæsibyggingar.
Hús nr. 23 er í eigu Hegra ehf. en nokkur fyrirtæki hafa að-
setur í því húsi. Áætlað er að byggja ofan á það hús, enda leyfi
til fyrir því. Á bak við það er gamla Helgarpóstshúsið og ann-
að hús sambyggt því. Þau hús eru í eigu íslenskra Aðalverk-
taka og engar upplýsingar fengust um það hvað gert verður á
lóðinni; hvort húsin verða rifin og önnur byggð eða hvort þau
verða lagfærð.
urnar eru. Nýja bensínstöðin verður byggð í sumar og vænt-
anlega lokið fyrir haustið.
Á móti Nýherjahúsinu er Hótel Cabin en það hús á Hörð-
ur Jónsson einnig og leigir Jóni Ragnarssyni. Þar við hliðina
er nýtt hús sem hýsir mörg þekkingarfyrirtæki og virðist það
raunar vera stefnan í hinu nýja Manhattan-hverfi Reykjavík-
urborgar - að þekkingarfyrirtækin leiti þangað og safnist þar
saman umfram önnur, enda eftir ýmsu að slægjast. Útsýnið er
fallegt, ekki síst úr húsunum sem vísa að sjónum. Gatan er
miðsvæðis og stutt í alla þjónustu sem hugsanlega þarf að
nota. Aðgengi er gott frá Skúlagötu, Sæbraut, Kringlumýrar-
braut og Nóatúni en það hefur talsvert mikið að segja. Þau
hús sem þegar eru komin í götuna, þ.e. nýju húsin, hafa ver-
ið teiknuð í samræmi við nútímakröfur; gert ráð fýrir nægum
bílastæðum og góðri aðstöðu starfsfólks á allan hátt.
Sindri flytur Þá er komið að húsinu þar sem
Sindri hefur aðsetur, Borgartúni 31, og gjarnan
er nefnt Sindrahúsið. Það hús og skemmurnar á
bak við það eru í eigu byggingafélags Gunnars
og Gylfa. Sindri mun vera að flytja og er áætlað
að byggt verði á lóðinni Sæbrautarmegin en
ekki hreyft við húsinu Borgartúnsmegin að
öðru leyti en því að lagfæra það, enda fellur það
ágætlega að næsta húsi, Borgartúni 33, því sem
nú hýsir m.a. Umferðarráð og sitthvað fleira. í
því húsi hafði heildverslun Ásbjörns Olafssonar
höfuðstöðvar sínar um langt árabil og vörubíla-
stöðin Þróttur. Hörður Jónsson keypti lóðarhlut
Þróttar og verið er að teikna þar hús.
Nýherji fluttur Hið nýja hús Nýheija er nr. 37
en búið er að teikna nýja, glæsilega bensínstöð
með veitingaaðstöðu á lóðina fyrír framan Ný-
herja, þar sem bensínstöðin er nú. Raunar var
það talinn einn af kostum þess að flytja í Ný-
herjahúsið nýja ef dæma mátti eftir fánum og
spjöldum sem starfsmenn héldu á við flutning-
ana, en þó hlýtur, frá sjónarmiði leikmanns að
minnsta kosti, að orka tvímælis að hafa bensín-
stöð svo nálægt viðkvæmum tækjum sem tölv-
Borgartún 30vartekið ígagnið á síðasta ári. Þetta ersérlegaglœsilegbygging, sem hýsir
m.a. Teymi, Islandssíma, Skipatœkni ehf, Utlendingaeftirlitið, Sameinaða lífeyris-
sjóðinn auk margra annarra fyrirtœkja.
69