Frjáls verslun - 01.04.2000, Blaðsíða 94
MENNINGARBORGIN
f beinu sambandi
við náttúruna
niennin
E V R ö P u
eABBOIJG
ÁBIÐ 2000
Þorsteinn Hilniarsson, uppiýsingafulí'
trui Landsvirkjunar, segir myndlistar-
synmgarnar i virkiununum vera
spennandí og skemmtilega nýjung.
i**{tí*»*í**»;ts«».
Hjá Landsvirkjun er það gömul
hefð að vinna að menningarmál-
um með markvissum hætti og
við tókum fegins hendi tækifærinu til
að að taka þátt í starfsemi menningar-
borgarinnar þegar það kom fram, ekki
síst vegna yfirskriftar menningarborg-
arinnar: Menning og náttúra," segir
Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafull-
trúi Landsvirkjunar, sem er einn af máttarstólpum menningar-
borgarinnar.
Þema menningarborgarinnar, menning og náttúra, höfðar
mjög til Landsvirkjunar, eðli málsins samkvæmt, því bygging
og rekstur virkjana fer fram að stórum hluta inni á hálendinu og
verið er að nýta gangverk sjálfrar náttúrunnar, hringrás vatns-
ins. „Við sjáum þetta fyrir okkur á þann veg að við séum að
framleiða raforku, sem er ein mikilvægasta undirstaða mannlífs
og menningar, og virkjum hugvit mannsins til þess að láta nátt-
úruna skila okkur hreinni orku.“
Endurvinnsla og uppræktun Auk þess að vera máttarstólpi hef-
ur Landsvirkjun einkum lagt sig eftir tveimur verkefnum á veg-
um menningarborgarinnar sem bæði lúta að umhverfinu. Ann-
ars vegar eru það Skil 21, sem snúast um að endurvinna papp-
ír og fleira í svokallaða moltu sem nýtt er í uppgræðslu og rækt-
un. „Það fellur mjög vel að okkar umhverfisstefnu og auk þess
sem við tökum þátt í endurvinnslu úrgangs með fjölda fyrir-
tækja þá eru það sumar-
vinnuflokkar okkar á
höfuðborgarsvæðinu
sem nýta moltuna til
uppgræðslu en þar
erum við í samvinnu
við Gróður fyrir fólk í
landnámi Ingólfs."
Afmáttarstólpum menningarborgarinn-
ar kemur Landsvirkjun næst náttúrunni
og áherslurfyrirtækisins í menningar-
málum bera nokkurn keim afpví.
Eftir Vigdísi Stefánsdóttur Myndir: Geir Ólafsson
í fyrrasumar ræktuðu vinnuflokk-
arnir svæði í hlíðum Ulfarsfells en þar
hafa verið skipulagðir skjólgarðar áður
en farið verður að byggja á svæðinu.
„Ungmennin okkar voru einnig á ferð
i Geldinganesi sl. sumar og gerðu þar
gríðarstórt menningarborgarmerki
með því að bera á landið og slá gróður-
inn. Þetta merki á eftir að sjást vel frá
Vesturlandsveginum eftir því sem gróður kemur betur tíl og er
skemmtileg auglýsing fyrir menningarborgina; sýnir menningu
og náttúru saman í hnotskurn, ef svo má segja,“ segir Þor-
steinn.
Myndlist sýnd í Virkjunum Hitt meginverkefnið sem Landsvirkj-
un stendur að er samvinna við Félag íslenskra myndlistarmanna
um myndlistarsýningar í virkjunum. „Það atvikaðist þannig tíl að
í fyrra kom tíl okkar stjórn FIM og óskaði eftír að fá að nota virkj-
anirnar okkar til sýningahalds sem framlag félagsins til dag-
skrár menningarborgarinnar. Fyrst í stað voru þau með hug-
myndir um að halda sýningar í öllum virkjununum en þegar ég
sýndi þeim minnstu virkjunina okkar við Sogið sáu þau að það
húsnæði myndi líklega duga. Við
ákváðum þó í sameiningu að æski-
legt væri að sýningarstaðirnir
yrðu tveir. Annars vegar
Ljósafossstöð við Sog og
hins vegar í nýjustu Laxár-
stöðinni í Aðaldal. Þetta töld-
um við mikilvægt því að dag-
skrá menningarborgarinnar
er ekki einskorðuð við
Reykjavíkur-