Frjáls verslun - 01.04.2000, Blaðsíða 52
Bogi Þór Siguroddsson, nýr forstjóri Húsasmiðjunnar. Fyrirtœkið verður vœntanlega skráð á Verðbréfaþing íslands innan skamms. Hlutafé
Húsasmiðjunnar er um 280,7 milljónir að nafnverði oggengi bréfa í nýafstaðinni hlutafjársölu var 18,35.
Húsasmidjan verðurskráð á Verðbréfa-
þingíslands innan skamms en veltafyrir-
tækisins hefur tvöfaldast á sl. þremur
árum. Bogi Þór Siguroddsson er nýr for-
stjóri Húsasmiðjunnar, hann tók við af
Jóni Snorrasyni hinn 1. apríl sl.
Bogi Þór Siguroddsson er nýr for-
stjóri Húsasmiðjunnar. Hann
tók við því starfi 1. apríl sl. af
Jóni Snorrasyni sem núna er starf-
andi stjórnarformaður fyrirtækisins.
Bogi starfaði áður sem markaðsstjóri
Húsasmiðjunnar, eða frá árinu 1997.
Húsasmiðjan verður skráð á Verð-
bréfaþing Islands innan skamms.
Velta fyrirtækisins hefur tvöfaldast á
sl. þremur árum. Hún nam um 5,9
Kílir ísak Örn Sigurðsson Myndin Geir Ólafsson
milljörðum á síðasta ári og um 4,5
milljörðum árið ‘98. Hagnaður eftir
skatta á síðasta ári var um 305
milljónir en um 178 milljónir árið
‘98. í lok síðasta árs var hlutafé í
Húsasmiðjunni um 268,4 milljónir
að nafhverði. I apríl sl. var það auk-
ið um tæp 4,6% - eða um 12,3 millj-
ónir króna að nafnverði - og var
það allt selt til 318 starfsmanna,
um 80% þeirra, á genginu 16,50. Að
52