Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2000, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.04.2000, Blaðsíða 43
Starfsmenn Median hf. Fremsta röð f.v.: Guðmundur Ingvar Sveinsson, Þorsteinn Geirsson og Gunnar Ellert Geirsson. Sitjandi í miðröðf.v. : Pétur Friðriksson, Rut Garðarsdóttir, Ársæll Hreiðarsson, Atli Örn Jónsson og Björg Einarsdóttir. Aftasta röð f.v.: Gunnar Már Gunnarsson, Runólfur Geir Benediktsson, Lovísa Björk Júlíusdóttir, Katrín Atladóttir, Jakob Jóhannes Sigurðsson, Agnar Jón Ágústsson og Tómas Þór Tóm- asson. A myndina vantar Hákon Sigurhansson og Perlu Lund Konráðsdóttur. samtökin, Sjóvá-Almennar, VÍS og olíufélögin þrjú, ESSO, Skeljungur og OLÍS. „Að okkur standa mjög sterkir aðilar en það gefur okkur ótvíræðan stuðning í þróunarvinnu og uppbyggingu fyrirtækisins. Hið sameinaða fyrirtæki hefur yfir að ráða mikilli þekkingu, reynslu og metnaði, fjár- hagslegur styrkleiki er ótvíræður og viðskiptasamböndin sterk," segir Atli Örn. Fyrirtækið á einnig samstarf við öflug erlend félög á borð við Gempl- us, stærsta kortaframleiðanda heims og ótvírætt forystufyrirtæki á sviði smarttækninnar, Ingenico, stærsta posaframleiðanda í Evrópu, Gies- ecke & Devrient, samstarfsaðila íslenskra banka og sparisjóða um raf- eyriskerfið KLINK, sem ýtt verður úr vör í sumar, og Thyron, sem er fram- sækið vél- og hugbúnaðarhús á sviði greiðslumiðlunar. Tvö áherslusvið Median hf. starfrækir tvö meginsvið sem bæði tengjast rafrænni miðlun; TPOS og smarttækni. TPOS er íslenskur hugbúnaður sem nýtist atvinnulífinu í kortavið- skiptum. Þessi búnaður leitar heimildar til kortaútgefanda og miðlar greiðslufærslum milli seljenda og útgefanda greiðslukortanna (debet- og greiðslukorta). Auk þess gerir hugbúnaðurinn seljendum kleift að greina ýmiskonar upplýsingar um sölu og kauphegðun viðskiptavina. Median hf. býður nokkrar útgáfur af TPOS-lausnum sem henta mismun- andi rekstri. Til dæmis á TPOS- Standard við almenna sölu, TPOS-Purchasing söfnun á innkaupaupp- lýsingum sem skilað er rafrænt beint í bókhald (t.d. er fyrirtækið að vinna að Innkaupakorti fyrir Ríkiskaup ætlað ríkisstofnunum) og TPOS-WebPayment er útfærsla fyrir viðskipti á Internetinu. Hitt meginsvið Median tengist smarttækninni sem er að hasla sér völl á mörgum sviðum, ekki síst í greiðslumiðlun. Smartkort með örgjörva munu m.a. innan skamms leysa af hólmi segulrandarkort sem gefur kost á mjög aukinni notkun greiðslukorta. Örgjörvakort geta geymt mun meiri upplýsingar en segulrandakort og hafa þann kost að í mörgum tilfellum þarf ekki að leita til miðlægra gagnaupp- lýsinga (t.d. til banka) heldur má vista upplýsingar - sem bæta má við eða eyða - á kortinu sjálfu. Mun KLINK-rafeyriskerfið byggjast á notkun smartkorta. Loks má bæta við að tilkoma smartkorta mun auka mjög öryggi viðskipta á Internetinu. Loks mun smartsvið Medi- an hf. nýta smarttæknina í þróun hverskyns aðgangsstýringa en gott dæmi um kosti slíkra kerfa getur að líta í Bláa Lóninu. Sterkari samkeppnisstaða Median hf. getur þannig með ýmsu móti boðið fyrirtækjum lausnir sem hækka þjónustustig, lækka til- kostnað og stuðla að sókn í hörðu samkeppnisumhverfi. Nefna má m.a. söfnun og miðlun færslna (þ.á m. á Internetinu), rafræna reikninga og greiðslumiðlun, rekstur rafeyris- og vildarkerfa, þróun rafrænna við- skipta um tölvur og farsíma, sölu fylgihluta og hugbúnaðarlausnir tengdar öllum þessum þáttum.ffl MEDIflN H F. Median hf. ■ Hlíðasmára 19, 200 Kópavogur Sími: 510-3300 ■ Símbréf: 510-3309 ■ Netfang: info@median.is iii'MiiMiiiiiiia 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.