Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2000, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.04.2000, Blaðsíða 53
VIÐTflL Vöxtur í veltu og hagnaði Velta Húsasmiðjunnar hefur tvöfaldast á sl. þremur árum. Hún nam um 5,9 millj- örðum á síðasta ári og um 4,5 milljörðum árið ‘98. Hagnaður eftir skatta á síðasta ári var um 305 milljónir en um 178 milljónir árið ‘98. undanförnu hefur staðið yfir sala á 30% af hlutafé félagsins á almennum markaði á genginu 18,35. Eftir þessa hlutafjársölu eiga börn stofnandans, Snorra Halldórssonar; þau Jón, Sturla og Sigurbjörg, um 57% í fyrirtækinu, Islandsbanki á um 5%, Bogi Þór Siguroddsson, núverandi forstjóri, á um 2,5% og aðrir minna. Fertugur Reykvíkingur Bogi Þór er fertugur Reykvíkingur og á fjóra drengi á aldrinum eins árs til sautján ára. Eiginkona Boga er Linda Björk Olafsdóttir lyijafræðingur. Bogi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð. „Að loknu stúdentsprófí stundaði ég nám við Kennaraháskólann og lauk þaðan prófi árið 1984,“ segir Bogi Þór. „Námið við KHÍ hefur komið mér að góðum notum í við- skiptalífinu. Uppeldisfræði, kennsla, samskipti fólks, stjórn- un, markaðsmál og sölumennska eru nátengd fyrirbæri og af sama meiði. Að loknu prófi úr Kennaraháskólanum hafði ég áhuga á að stunda frekara nám erlendis. Eg hafði samt ekki áhuga á því að mennta mig frekar í kennslufræðunum en vildi skoða nýja hluti. Ég fékk inni í Mastersnámi í viðskiptafræðum í miklum prýðisskóla, Rutgers Graduate School of Management í New Jersey, og lauk þaðan MBA-prófi vorið 1987. Námsdvölin í Bandaríkjunum var frábær. Mér líkaði námið og þau vinnu- brögð sem þar voru viðhöfð mjög vel. Það kom mér einnig á óvart hve vel mér líkaði við „kúltúrinn" en því er ekki að neita að ég hafði, eins og of algengt er, nokkra fordóma gagnvart þjóðinni áður en ég hélt utan. Síðast en ekki síst var þrosk- andi að sjá ísland úr fjarlægð og ég gerði mér grein fýrir hve örsmá þjóð við erum og hve margir hafa ekki hugmynd um tilveru okkar. Ég geri mér betur og betur grein fyrir því eftir markað því sem lengra líður hve mikil áhrif námið og dvölin í Rutgers hafði á mig.“ Tækifæri en ekki vandamál ,ýVð loknu námi vestanhafs hóf ég störf sem kynningarfulltrúi hjá Eimskip. Það var lærdóms- ríkur tími þótt ég tæki þá ákvörðun að hverfa til annarra starfa eftir um eins og hálfs árs veru þar. Það er kannski dæmigert fyrir markaðsmann, eins og ég hef leyft mér að skilgreina mig, að hafa þá skoðun að ef starf er farið að hafa einkenni rútínuvinnu þá sé bæði honum og fyrirtækinu fyrir bestu að hann snúi sér að öðrum verkefnum. Ég hef mikla þörf fyrir að sjá hluti þróast og er reyndar á þeirri skoðun að til að árangur náist þurfi stöðugar umbætur og gerjun að eiga sér stað. Menn verða að vera á tánum í samkeppnisumhverfi þar sem allt er á fleygiferð. Annað grundvallarsjónarmið, sem ég hef reynt að tileinka mér, er að öll vandamál feli jafnffamt í sér tækifæri. Næstu 5 ár eftir dvöl mína hjá Eimskip starfaði ég sjálf- stætt að ýmsum verkefnum. Ég kenndi viðskiptagreinar við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, var viðloðandi verkefni hjá Iðntæknistofhun, var formaður ímarks á árunum 1994-98 og var með námskeið hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Is- lands og víðar. Jafnffamt tók ég að mér ýmis ráðgjafarverk- efni og á árunum 1998-99 var ég með lektorsstöðu hjá Há- skólanum í Reykjavík. A þessum tíma lagði ég fyrstu drögin að bókinni „Sigur í samkeppni" um markaðsmál með dæmisögum úr íslensku at- vinnulífi. Hún var gefin út í samstarfi við Bókaklúbb atvinnu- lífsins vorið 1993. Um það leyti var ég ráðinn yfirmaður heild- sölu Hans Petersen. Ég á mjög jákvæðar minningar frá starfi mínu þar en þar tókst ég á við fyrsta raunverulega stjórnun- arstarfið. Vera mín hjá Hans Petersen var þó ekki nema tæp 3 ár en þá var ég fenginn til starfa hjá Stöð 3 sem þá var verið að hleypa af stokkunum. Verkefnið var mjög spennandi, enda stóðu mörg af öflugustu fyrirtækjum landsins að stofnun stöðvarinnar og ætluðu sér stóra hluli. Þeir sem stóðu að fyr- irtækinu sáu fyrir sér öra tækniþróun, svo sem í valsjónvarpi, afruglarakerfum og fleiri atriðum sem þó létu á sér standa. Því má segja að Stöð 3 hafi verið of snemma á ferðinni og hug- myndir stofnenda á undan tækninni," segir Bogi Þór. Kom til Húsasmiðjunnar á skemmtilegum tíma „ Ég hóf störf í Húsasmiðjunni haustið 1997 en fyrirtækið hafði þá tekið stefnuna á hlutabréfamarkað sem mér fannst spennandi. Ég kom til starfa á skemmtilegum tíma en þá var nýlokið stefnu- mótunarvinnu í samstarfi við rekstrarráðgjöf VSO. Mér fannst vel að henni staðið og var mjög hlynntur þeirri nálgun sem þar kom fram. Nokkur ár á undan hafði verið niður- sveifla í efnahagslífinu og vöxtur lítill í Húsasmiðjunni eins og víðar. Fyrirtækið var sterkt ljárhagslega og tækifærin á mark- aðnum mörg. Arið 1996 voru sölueiningar Húsasmiðjunnar þrjár talsins, timbursalan í Súðavogi og verslanir í Skútuvogi og Hafnar- firði. í dag rekur Húsasmiðjan 15 sölueiningar: 12 Húsa- smiðjuverslanir um land allt, rafiðnaðarverslanirnar Iskraft í Kópavogi og á Akureyri og H.G. Guðjónsson í Reykjavík. Aðaltimburlager fyrirtækisins er að Súðarvogi 1-5. Þar er einnig rekin timburvinnsla og flokkunarstöð. Að Dalvegi 10 í Kópavogi er glugga- og hurðaverksmiðja Húsasmiðjunnar. I janúar síðastliðnum tók fýrirtækið í notkun fullkominn 6.000 fermetra miðlager fyrir verslunarvörur í Suðurhrauni í Garðabæ." 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.