Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2000, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.04.2000, Blaðsíða 58
ENDURSKOÐUN Um kaupaukakerfi w Asíðustu misserum hefur verið aukin umræða um kaupauka- kerfi til handa forráðamönnum fyrírtækja og opinberlega hefur verið skýrt frá nokkrum tilfellum, en þó má fullyrða að þau séu ekki mjög algeng hér á landi. Þau kaupaukakerfi sem við þekkjum best á íslandi tengjast greiðslum til verkafólks. Sitt sýnist hverjum um þess konar kaupauka en þeir eru yfirleitt magnbundnir, þ.e. þeir eru greiddir ef menn ná tiltekn- um afköstum, en það er yfirleitt ekki einkenni á kaupaukakerf- um fyrir forráðamenn fyrirtækja. Þau kaupaukakerfi tengjast annars konar mati á frammistöðu og er þá iðulega miðað við af- komu fyrirtækja, sem getur verið skilgreind með ýmsum hætti, eða þá að hún tengist kauprétti á hlutabréfum. Ætla má, að Bandarikjamenn séu lengst komnir, ef svo má að orði komast, í því að nota kaupaukakerfi handa forráða- mönnum fyrirtækja. í könnun sem bandaríska tímaritið Fortu- ne gerði á árinu 1997 kom fram að hjá stórum fyrirtækjum þar vestra greindust heildarlaun forstjóra á eftirfarandi hátt(l): Föstlaun ................................ 21% Skammtímakaupaukar....................... 27% Langtímakaupaukar........................ 16% Kaupaukar í hlutabréfum ................. 36% 100% Taflan sýnir að 79% af heildarlaunum tengjast árangri í starfi, enda er það eitt einkenni launakjara þegar kaupaukar eru notaðir að föst laun lækka, ekki aðeins hlutfallslega heldur líka að heildarljárhæð. Þá er einnig athyglisvert að 52% af heildarlaunakjörunum eru kaupaukar sem tengjast langtima- árangri í starfi en þannig ber að líta á kaupauka sem eru í formi hlutabréfa. Nú eru kaupaukar í Bandaríkjunum ekki eingöngu fyrir forstjóra heldur hafa lægra settir menn einnig möguleika á kaupaukum. Hlutfallslega eru þeir þó með talsvert hærri hluta launa í föstum launagreiðslum. Þá er athyglisvert hversu útbreidd kaupaukakerfin eru, því meira en 90% yfirmanna stórra fyrirtækja þar í landi eiga kost á einhvers konar kaupauka. í annarri könnun á launakjörum forstjóra kemur fram að mikill munur er á meðallaunum starfsmanna fyrirtækja og for- stjórans og það sem meira er, þessi munur hefur verið að aukast. A árinu 1965 voru meðallaun forstjóra í Bandaríkjunum í heild 44 sinnum hærri en meðallaun lægst launuðu starfsmanna í framleiðslu en á árinu 1996 var þessi munur orðinn meira en 200. Það er því ljóst, að nútíminn hef- ur ekki hirt um heilræði gríska heim- spekingsins Plató sem sagði að ósið- legt væri að hæst launaði starfsmaður stofnunar fengi meira en 5-föld laun þess sem lægst væri launaður. En það eru ekki aðeins Banda- ríkjamenn sem hunsa heimspekinginn, því eftirfarandi tafla, sem byggð er á kanadískri rannsókn á árinu 1995, sýnir hversu miklu hærri laun forstjóra eru en meðallaun starfsmanna eftir nokkrum löndum: Bandaríkin............................... 120 Kanada...................................... 36 Þýskaland ............................... 33 Bretland................................. 21 Japan.................................... 16 Það sýnist því vera að vonum að nokkur umræða hefur far- ið fram um það á síðustu árum að laun forstjóra séu orðin allt of há. Hitt er einnig ljóst að þessi launamunur er ekki hvetjandi fyrir starfsmenn almennt, a.m.k. ekki fyrir þá sem enga mögu- leika eygja á þvi að fá forstjórastöðuna. Þó að með þessum upplýsingum sé gefið í skyn að kaupaukakerfi séu ekki gallalaus, þá má samt ætla að flestir séu þeirrar skoðunar að einhvers konar hvatningarkerfi til að umb- una starfsmönnum, hvort sem þeir eru hátt settir eða ekki, séu af hinu góða. Sumir ganga raunar svo langt að fullyrða að kaupaukakerfi séu, ásamt einkaeignarrétti, grundvöllur kapítal- ismans. Ögrunin fyrir þann sem hannar kaupaukakerfið felst sem sé í því að finna kerfi sem hvetur einstaklinga til dáða, þannig að þeir fái sanngjörn laun miðað við vinnuframlag, þ.e. að rökrétt samband sé á milli launa og frammistöðu í þágu við- komandi fyrirtækis eða stofnunar. Rétt þykir í þessu sambandi að taka fram að tíl eru þeir sem telja að hvatning fyrir vel unnin störf þurfi ekki endilega að birtast í formi peningagreiðslna. Hrós, viðurkenningar af ýmsu tagi og ánægja með eigin störf séu jafnvel þýðingarmeiri hvati tíl þess að standa sig vel en að fá fyrir það greiðslu. Ef marka má skrif í tímaritum, þá virðist Kaupaukakerfi forstjóra hefur leitt til pess ab mörgum finnst laun þeirra orbin allt ofhá og ab mikill launamunur þeirra og annarra starfsmanna sé ekki hvetjandi fyrir starfsmenn almennt. Eftir Stefán Svavarsson Mynd: Geir Ólafsson Aukinn launamunur Á árinu 1965 voru meðallaun forstjóra í Bandaríkjunum í heild 44 sinnum hærri en meðallaun lægst launuðu starfsmanna í framleiðslu - en á árinu 1996 var þessi munur orðinn meira en 200. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.