Frjáls verslun - 01.04.2000, Blaðsíða 20
FORSÍÐUGREIN
Hann er læknir á Akureyri og hófab fjárfesta í er-
lendum hlutafélögum fyrir um þremur árum. Nú
leibirhann hóp á annab hundrab íslenskra fjárfesta
og er sestur í stjórn Skynet Telematics.com sem
skráb erábandaríska markabnum OTC: BB,
undirmarkabi NASDAQ.
Eftir Jón G. Hauksson Myndir: Geir Ólafsson
Valþór Stefánsson, 42 ára heimilislæknir á Heilsugæslustöð-
inni á Akureyri, er einn þúsunda íslendinga sem hóf að fjár-
festa í hlutabréfum fyrir nokkrum árum. í fyrstu, frá árinu
1990, þegar hann flutti heim frá Svíþjóð, keypti hann hlutabréf til
að fá skattaafslátt og fjárfesti þá einungis í íslenskum fyrirtækj-
um, skráðum á Verðbréfaþinginu. Fyrir um þremur árum kvikn-
aði áhugi hans á erlendum hlutafélögum. Og hlutir hafa gerst
hratt hjá honum! Núna er hann forsprakki í fjárfestahópi á annað
hundrað íslenskra ijárfesla sem eiga í mörgum erlendum fyrir-
tækjum, meðal annars yfir 10% í breska fjarskiptafyrirtækinu Sky-
net Telematics.com sem skráð er á hlutabréfamarkaðnum í
Frankfúrt og OTC:BB, undirmarkaði NASDAQ í Bandaríkjun-
um. I febrúar sl. var honum boðið að taka sæti í stjórn fyrirtaekis-
ins - sem hann þáði. A meðal annarra Ijfilmargra fyrirtækja sem
hópurinn hefur fjárfest í erlendis má nefiia ástralska fyrirtækið
International Strategy (með heimasíðu www.ezyfind.com) og In-
finite Technology Corporation (TTCS). Einhver kynni að spyija
hvort Valþór hefði tíma til að sinna heimilislækningum á Akur-
eyri samhliða viðskiptunum. Það er rétt; hann er kominn að tíma-
mótum og hefúr ákveðið að taka sér tveggja til fjögurra ára fri frá
störfum læknis og einbeita sér að viðskiptum og stjórnarstörf-
um. Þess má geta að Valþór er sonur Stefáns heitins Valgeirs-
sonar, fyrrverandi alþingismanns.
Vföskiptahugmynd Skynet Telematics.com
Skynet Telematics.com er ungt fjar-
skiptafyrirtæki sem þýður þjónustu við
bíla sem búnir eru fjölnota staðasetn-
ingartæki fráfyrirtækinu sem inniheld-
ur farsíma og tengist við tölvu. Tækið
byggir á GPS, GSM og SMS tækni og
heitir Skamp. Það kom á markað sl.
haust í gegnum tækið eru ökumenn í
sambandi við þjónustuver Skynet
Telematics sem veitir þeim td. upp-
lýsingar um vegi og vegakerfi á
ferðalögum á framandi slóðum, sé
þess óskað, sem og hvar þjónustufyr-
irtæki, eins og bankar, hótel, sjúkra-
hús, apótek og veitingahús, sé að finna í
grenndinni. Þjónustuverið fylgist með því
hvort bíllinn lendi í óhappi, sem kemur
sér óneitanlega vel sé ökumaður einn
síns liðs á fáförnum slóðum og aki
td. út af. Þjónustuverið getur líka
fylgst með því hvort bíl hans sé
stolið - en fljótlegt er þá að hafa
upp á bílnum. Þá þjónustar
það ökumenn með símtöl,
tölvupóst og fax meðan á
akstri stendur og þurfa
þeir aðeins að ýta á
„Hlustar" á markaðinn
Valþór Stefánsson, 42 ára heimílislæknir á Ak-
ureyri, leiðir hóp á annað hundrað íslenskra
fjárfesta sem eiga yfir 10% í Skynet Telemat-
ics.com. Hann „hlustar" hér á markaðinn.
í stjórn