Frjáls verslun - 01.04.2000, Síða 43
Starfsmenn Median hf. Fremsta röð f.v.: Guðmundur Ingvar Sveinsson, Þorsteinn Geirsson og Gunnar Ellert Geirsson. Sitjandi í miðröðf.v. :
Pétur Friðriksson, Rut Garðarsdóttir, Ársæll Hreiðarsson, Atli Örn Jónsson og Björg Einarsdóttir. Aftasta röð f.v.: Gunnar Már Gunnarsson,
Runólfur Geir Benediktsson, Lovísa Björk Júlíusdóttir, Katrín Atladóttir, Jakob Jóhannes Sigurðsson, Agnar Jón Ágústsson og Tómas Þór Tóm-
asson. A myndina vantar Hákon Sigurhansson og Perlu Lund Konráðsdóttur.
samtökin, Sjóvá-Almennar, VÍS og olíufélögin þrjú, ESSO, Skeljungur
og OLÍS.
„Að okkur standa mjög sterkir aðilar en það gefur okkur ótvíræðan
stuðning í þróunarvinnu og uppbyggingu fyrirtækisins. Hið sameinaða
fyrirtæki hefur yfir að ráða mikilli þekkingu, reynslu og metnaði, fjár-
hagslegur styrkleiki er ótvíræður og viðskiptasamböndin sterk," segir
Atli Örn.
Fyrirtækið á einnig samstarf við öflug erlend félög á borð við Gempl-
us, stærsta kortaframleiðanda heims og ótvírætt forystufyrirtæki á sviði
smarttækninnar, Ingenico, stærsta posaframleiðanda í Evrópu, Gies-
ecke & Devrient, samstarfsaðila íslenskra banka og sparisjóða um raf-
eyriskerfið KLINK, sem ýtt verður úr vör í sumar, og Thyron, sem er fram-
sækið vél- og hugbúnaðarhús á sviði greiðslumiðlunar.
Tvö áherslusvið
Median hf. starfrækir tvö meginsvið sem bæði tengjast rafrænni
miðlun; TPOS og smarttækni.
TPOS er íslenskur hugbúnaður sem nýtist atvinnulífinu í kortavið-
skiptum. Þessi búnaður leitar heimildar til kortaútgefanda og miðlar
greiðslufærslum milli seljenda og
útgefanda greiðslukortanna (debet-
og greiðslukorta). Auk þess gerir
hugbúnaðurinn seljendum kleift að
greina ýmiskonar upplýsingar um
sölu og kauphegðun viðskiptavina.
Median hf. býður nokkrar útgáfur af
TPOS-lausnum sem henta mismun-
andi rekstri. Til dæmis á TPOS-
Standard við almenna sölu, TPOS-Purchasing söfnun á innkaupaupp-
lýsingum sem skilað er rafrænt beint í bókhald (t.d. er fyrirtækið að
vinna að Innkaupakorti fyrir Ríkiskaup ætlað ríkisstofnunum) og
TPOS-WebPayment er útfærsla fyrir viðskipti á Internetinu.
Hitt meginsvið Median tengist smarttækninni sem er að hasla
sér völl á mörgum sviðum, ekki síst í greiðslumiðlun. Smartkort með
örgjörva munu m.a. innan skamms leysa af hólmi segulrandarkort
sem gefur kost á mjög aukinni notkun greiðslukorta. Örgjörvakort
geta geymt mun meiri upplýsingar en segulrandakort og hafa þann
kost að í mörgum tilfellum þarf ekki að leita til miðlægra gagnaupp-
lýsinga (t.d. til banka) heldur má vista upplýsingar - sem bæta má
við eða eyða - á kortinu sjálfu. Mun KLINK-rafeyriskerfið byggjast á
notkun smartkorta. Loks má bæta við að tilkoma smartkorta mun
auka mjög öryggi viðskipta á Internetinu. Loks mun smartsvið Medi-
an hf. nýta smarttæknina í þróun hverskyns aðgangsstýringa en
gott dæmi um kosti slíkra kerfa getur að líta í Bláa Lóninu.
Sterkari samkeppnisstaða
Median hf. getur þannig með ýmsu móti boðið fyrirtækjum lausnir
sem hækka þjónustustig, lækka til-
kostnað og stuðla að sókn í hörðu
samkeppnisumhverfi. Nefna má m.a.
söfnun og miðlun færslna (þ.á m. á
Internetinu), rafræna reikninga og
greiðslumiðlun, rekstur rafeyris- og
vildarkerfa, þróun rafrænna við-
skipta um tölvur og farsíma, sölu
fylgihluta og hugbúnaðarlausnir
tengdar öllum þessum þáttum.ffl
MEDIflN H F.
Median hf. ■ Hlíðasmára 19, 200 Kópavogur
Sími: 510-3300 ■ Símbréf: 510-3309 ■ Netfang: info@median.is
iii'MiiMiiiiiiia
43