Morgunblaðið - 11.01.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.01.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isÓvænt úrslit á Seltjarnarnesi/C6 Indónesar sendir heim frá Indlandsmótinu/C1 8 SÍÐUR Viðskiptablað Morgunblaðsins Sérblað um viðskipti/atvinnulíf 8 SÍÐUR Sérblöð í dag ELSTI skúmur sem vitað er um fannst í janúar í fyrra í SV- Frakklandi. Skúmurinn, sem var merktur á Íslandi hinn 7. ágúst 1963, hafði þá verið dauður í um mánuð. Þetta þýðir að skúmurinn var 36 ára og fimm mánaða þegar hann fannst. Hann er í senn elsti skúmur sem vitað er um í heim- inum og elsti merkti íslenski fugl- inn sem hefur endurheimst frá því fuglamerkingar hófust á Íslandi árið 1921. Fyrra aldursmet átti a.m.k. 35 ára gamall lundi. Elsti skúmur landsins sem áður var vit- að um var 32 ára gamall. Þetta er meðal þess sem kemur fram á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar. Skúmurinn fannst í Seignosse- Le-Penon, í Landes í SV-Frakk- landi. Það var Bretinn R. F. Dickens sem merkti fuglinn við Fagurhóls- mýri á Öræfum. Dickens kom margoft hingað til lands á sjöunda áratugnum með hópa af breskum menntaskólanemum. Meðal þess sem nemendurnir fengust við voru fuglamerkingar. Skúmar eru miklir flakkarar Ævar Petersen, fuglafræðingur og forstöðumaður Reykjavíkurset- urs Náttúrufræðistofnunar, segir að þrátt fyrir að elsti skúmurinn sem vitað er um hafi komið við á Íslandi þýði það að sjálfsögðu ekki að skúmar verði hvergi eldri. Merkingar á skúmum hafi einfald- lega verið umfangsmeiri hér á landi en víðast hvar annars stað- ar. Með merkingunum hafi skap- ast mikil þekking, ekki bara um aldur skúma heldur einnig um ferðalög þeirra en skúmarnir eru miklir flakkarar. Til dæmis fara þeir héðan á haustin og fljúga til S-Evrópu. Þaðan fara þeir til S- Ameríku. Þegar vorar halda þeir upp með meginlandi N-Ameríku og fljúga loks frá Nýfundnalandi aftur til Íslands. „Skúmar verða kyn- þroska nokkurra ára gamlir en áður en þeir fara að verpa flakka þeir víða. Skúmar sem merktir hafa verið hér á landi hafa meðal annars fundist í Þýskalandi og Ungverjalandi, við Svalbarða og austur við Kaspíahaf. Eini merkti íslenski fuglinn sem hefur fundist í Ísrael var skúmur,“ segir Ævar. Elsti skúmur sem vitað er um var merktur á Íslandi 36 ára skúmur bætir aldursmet Morgunblaðið/Rax Skúmsungar bak við stein skammt frá Kvískerjum í Austur-Skaftafellssýslu, en þar hefur Hálfdán Björnsson stundað umfangsmiklar merkingar á skúmum. HOLLUSTUVERND ríkisins hefur gefið út starfsleyfi til handa Salar Islandica ehf. sem áformar sjókvía- eldi á laxi í Berufirði á Austurlandi. Sambærilegt leyfi var gefið út á dög- unum vegna eldis í Mjóafirði. Leyfið er veitt til ársins 2007 og er háð ströngum skilyrðum um aðbúnað í laxeldisstöðinni og eftirlit með öllu eldinu frá seiðum til slátrunar. Um- hverfisráðherra og Skipulagsstofn- un höfðu áður gefið út þá úrskurði að laxeldi á þessum stöðum fyrir austan væri ekki háð mati á umhverfisáhrif- um, og hafa þær ákvarðanir verið gagnrýndar af laxveiðimönnum og talsmanni Norður-Atlantshafssjóðs- ins. Líkt og Sæsilfur ehf. í Mjóafirði áformar Salar Islandica laxeldi í Berufirði með ársframleiðslu upp á 8 þúsund tonn að hámarki og eru leyf- in miðuð við það. Bíða þessi fyrirtæki nú eftir rekstrarleyfi frá stjórnvöld- um til að geta hafið starfsemi form- lega, annaðhvort frá veiðimálastjóra eða landbúnaðarráðherra, allt eftir því hvort miðað verður við ný lög sem í smíðum eru í landbúnaðar- ráðuneytinu. Samkvæmt starfsleyfunum er Hollustuvernd heimilt að endur- skoða þau og þurfa laxeldisstöðvarn- ar að gefa stofnuninni árlega skýrslu um ýmis atriði í starfseminni. Leyfin eru veitt með þeim skilyrðum að fyr- irtækin hafi tryggt sér rétt til að staðsetja eldiskvíar innan þeirra marka sem þau hafa markað sér, frá landeigendum, sveitarstjórnum og hafnayfirvöldum. Sæsilfursmenn ætla sér að slátra laxinum á Nes- kaupstað en slátrun á Berufjarðar- laxinum á að fara fram á Djúpavogi. Áður en starfsemin hefst þurfa fyrirtækin að láta vinna viðbragðs- áætlun um varnir gegn vá, m.a. vegna hafíss, veðurs og annarra náttúruhamfara og vegna meng- unaróhappa. Ef í ljós koma óæskileg og skaðleg mengunaráhrif vegna stöðvanna er þeim skylt að mæta til fundar með Hollustuvernd og Heil- brigðiseftirliti Austurlands þar sem leitað verður leiða til úrbóta. Í fram- haldi af slíkum umræðum skal starfsleyfi endurskoðað ef þörf er á. Árlega þurfa laxeldisfyrirtækin, fyrst árið 2002, að funda með þessum aðilum til að gera grein fyrir niður- stöðum eigin eftirlits og kynna - árangur í mengunar- og umhverfis- málum. Sjókvíaeldi Salar Islandica í Berufirði Hollustuvernd ríkisins gefur út starfsleyfi Skeljungur vill breyta eldsneyt- isverði daglega ÞAÐ verklag sem olíufélögin hafa fylgt hér á landi að endurskoða eldsneytisverð einu sinni í mánuði er úrelt að sögn Kristins Björns- sonar, forstjóra Skeljungs. Hann sagði að alls staðar í Evrópu væri verðinu breytt daglega í takt við þróun heimsmarkaðsverðs og því væri eðlilegt að olíufélögin hér gerðu slíkt hið sama. Kristinn sagði Olíufélagið og - OLÍS, sem væru tengd eignabönd- um og hefðu um 65% markaðshlut- deild, væru ekki reiðubúin til þess að breyta núverandi fyrirkomulagi. Aðspurður sagði hann að Skeljung- ur, sem hefur um 35% markaðs- hlutdeild, gæti ekki gert það upp á sitt eindæmi vegna þess að það myndi skapa ójafnvægi á markaðn- um. Að sögn Kristins myndi það ekki hafa í för með sér mikinn kostnað fyrir olíufélögin að breyta eldsneyt- isverði daglega. Hann sagði að það myndi hins vegar draga úr tor- tryggni neytenda gagnvart olíu- félögunum, því oft væru þau gagn- rýnd fyrir að vera fljót að hækka verð en sein að lækka það. Morgunblaðið/Golli SELUR hefur gert sig heimakom- inn í Reykjavíkurhöfn síðustu daga. Við Daníelsslipp hefur sjó- inn lagt og þar hefur selurinn flatmagað í miklum makindum í stillunum síðustu daga. Gunnar Richter, verkstjóri hjá Daníels- slipp segir starfsmenn þar hafa orðið vara við selinn milli jóla og nýárs. Hann hefur fundið sér vakir á ísnum og stungið sér upp og niður um þær. Veðurstofan spáir nú hlýindum og því er lík- lega nokkuð í það að selurinn finni sér aftur ís í Reykjavíkur- höfn til að kúra á. Selur í slippnum RANNSÓKNARLÖGREGLAN á Akureyri hefur upplýst bílstuld í Reykjavík sl. mánudagsmorgun. Þá tóku þrír piltar bíl ófrjálsri hendi í Grafarvogi og héldu norður til Ak- ureyrar. Þegar til Akureyrar kom sneri einn piltanna, sá eini sem hafði ökuréttindi, til síns heima með flugi. Hinir piltarnir tveir hittu fyrir kunningja sinn á Akureyri og sam- an héldu þeir þrír á stolna bílnum til Siglufjarðar, hittu þar fyrir tvær ungar stúlkur og saman hélt allur hópurinn til Akureyrar á ný. Ung- mennin lentu í vandræðum með bíl- inn í sumarhúsahverfi austan Ak- ureyrar en þar brutust þau svo inn í sumarhús og sváfu þar um nóttina. Lögreglan á Akureyri fékk upp- lýsingar um mannaferðir á svæðinu og handtók ungmennin morguninn eftir. Skemmdir á sumarhúsinu voru óverulegar og telst málið upp- lýst. Ungmennin eru 15–17 ára. Tekin réttindalaus á stolnum bíl LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í gær þrjá menn grunaða um þjófnað á bíl og innbrot. Mennirnir voru stöðvaðir laust eftir klukkan fjögur á Skothúsvegi á bíl sem hafði verið stolið á mánudaginn úr bílskúr. Að sögn lögreglu er óvenjulegt að stolinn bíll sé notaður svona lengi. Stolnir bílar finnist yfirleitt yfirgefn- ir skömmu eftir að þeim er stolið. Bíræfnir bílþjófar ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.