Morgunblaðið - 11.01.2001, Qupperneq 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
18 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
JÓHANN Sigurjónsson, bæj-
arstjóri í Mosfellsbæ, segir
að bæjarráð muni í dag, á
500. fundi ráðsins, fjalla um
bréf Jóns S. Ólasonar, sem
hyggst leggja fram stjórn-
sýslukæru vegna lóðaúthlut-
ana í bænum. Í bréfinu óskar
Jón eftir rökstuðningi og
upplýsingum um á hvaða
lagaheimild bæjarstjórn hafi
byggt þá ákvörðun sína að
úthluta lóðum eingöngu til
þeirra sem voru búsettir í
bænum en úthlutunarreglum
var breytt í þá átt eftir að
umsóknarfrestur rann út.
Bæjarráð fjallar um
málið í dag
Jóhann bæjarstjóri sagðist
í samtali við Morgunblaðið í
gær ekki treysta sér til að
segja fyrir hvernig bæjarráð
mundi taka á málinu en gera
ráð fyrir að það tæki afstöðu
til bréfs Jóns.
Eins og fram kom í frétt
Morgunblaðsins í gær hefur
bæjarráð þegar samþykkt
bókun vegna óskar annars
manns um endurúthlutun
lóðanna þar sem fram kemur
að vegna mikils fjölda um-
sókna hafi verið óhjákvæmi-
legt að setja ákveðnar við-
miðunar- og verklagsreglur
þar sem ljóst hafi verið að
ekki væri unnt að verða við
öllum umsóknum sem full-
nægðu þeim lágmarksskil-
yrðum sem kveðið hafi verið
á um í auglýstum reglum.
Jón S. Ólason telur að bæj-
arstjórn hafi við meðferð
málsins brotið gegn leiðbein-
ingarskyldu og jafnræðis-
reglu stjórnsýslulaganna og
hefur krafist rökstuðnings og
upplýsinga um hvaða laga-
heimildir bæjarstjórn hafi
stuðst við.
Jóhann sagði að bæjar-
stjórn hefði ekki sett málið í
neinn farveg til að afla
lögfræðiálits vegna málsins.
„Í bókun bæjarráðs kemur
fram hvað menn höfðu til við-
miðunar í þessu. Í þetta sinn
var þessi háttur viðhafður í
ljósi þess fjölda umsókna sem
barst,“ sagði Jóhann. „Það
má benda á að í sjálfu sér var
þetta gert fyrir opnum tjöld-
um og fulltrúi sýslumanns
var viðstaddur þegar dráttur
fór fram með þessum for-
merkjum.“
Jóhann sagði að í fram-
haldi af því að kvartað væri
undan því að eingöngu Mos-
fellingar fengju nú lóðirnar
40 í Höfðahverfi væri rétt að
hafa í huga að haustið 1998
og sumarið 1999 hefði bærinn
einnig úthlutað lóðum og þá
fór tæpur helmingur þeirra
til utanbæjarmanna. „Þannig
að í sjálfu sér má segja að að-
stæðurnar og eftirspurnin
hafi leitt til þess að þessar
leiðir voru farnar nú. En það
er ljóst að sveitarfélög hafa í
gegnum tíðina látið sína íbúa
hafa ákveðinn forgang varð-
andi lóðaúthlutanir. Það má
kannski segja að það sé
ágætt að það fáist niðurstaða
um hvort það sé heimilt,“
sagði Jóhann.
Jón S. Ólason krefst þess
aðallega að úthlutun bæjar-
stjórnar frá 27. desember sl.
verði ógilt og úthlutað verði
að nýju samkvæmt upphaf-
legum reglum en til vara
krefst hann þess að fá end-
urgreiddar þær um það bil 25
þúsund krónur, sem hann
lagði út vegna greiðslumats
og annarra gagna sem fylgja
þurftu umsókn.
Lágmarksskilyrði
Um afstöðu bæjarins til
þeirrar kröfu ítrekaði bæjar-
stjórinn að margir utanbæj-
armenn hefðu fengið lóðir í
bænum og þegar upphaflegu
reglurnar voru settar hefði
að sjálfsögðu ekkert legið
fyrir um hve margar um-
sóknir mundu berast. Þær
reglur sem auglýstar voru
hafi verið lágmarksskilyrði
fyrir því að umsóknir yrðu
teknar gildar en síðan hefði
sveitarstjórnin sett upp þetta
vinnuferli til að vinsa úr um-
sóknum og ákveða hvernig
standa skyldi að úthlutun.
Álitamálið væri hvort sveit-
arstjórn væri heimilt að búa
sér til vinnureglur af þessu
tagi við afgreiðslu mála. „Það
er spurning hvort það sé al-
mennt álit löggjafans að
sveitarfélögum sé óheimilt að
setja sér reglur af þessu tagi.
Það er ljóst að sveitarfélög
hafa sett ýmsar viðmiðanir
og hafa úthlutað beint til ein-
staklinga. Við settum upp
viðmiðunarreglur og verk-
lagsreglur og opinberuðum
þær og létum draga úr um-
sóknum á grundvelli þeirra.
Það er það sem skapar þessi
viðbrögð og spurningin er
hvort viðbrögðin hefðu orðið
önnur ef við hefðum ekki
gert það með þessum hætti,“
sagði Jóhann.
Í bréfi Jóns S. Ólasonar er
óskað eftir rökstuddu svari
bæjarstjórnarinnar fyrir 15.
janúar og Jóhann kvaðst
gera ráð fyrir að á grundvelli
umfjöllunar bæjarráðs um
málið í dag kæmi í ljós hvort
menn treystu sér til að skila
rökstuddu svari fyrir þann
tíma eða hvort menn teldu að
málið kallaði yfirleitt á frek-
ari rökstuðning en þann sem
fram kemur í fyrrgreindri
bókun ráðsins vegna erindis
frá öðrum umsækjanda.
Stjórnsýslukæra vegna lóðaúthlutana í Mosfellsbæ
Bæjarráð fjallar um málið í dag
Mosfellsbær
EKKERT á að vera því til
fyrirstöðu að unnt sé að hefja
framkvæmdir innan skamms
við að reyna að koma í veg
fyrir áframhaldandi mengun
Elliðaánna, og í fjárhagsáætl-
un Reykjavíkurborgar fyrir
árið 2001 er beinlínis gert ráð
fyrir því, að sögn Hrannars B.
Arnarssonar. En eins og fram
kom í Morgunblaðinu í gær
bendir ný skýrsla gatnamála-
stjórans í Reykjavík til þess
að á nokkrum stöðum komi
skólpmengað ofanvatn út í
Elliðaárnar.
„Við í starfshópnum um
laxa- og silungaár í Reykjavík
sáum þessa skýrslu gatna-
málastjóra í lok desember
2000 og lögðum til að það yrði
unnið eftir henni og fram-
kvæmdum lokið samkvæmt
henni á árinu 2003,“ sagði
Hrannar.
Tímamótaplagg
„Skýrslan er tímamótap-
lagg því hér er í raun og veru í
fyrsta skipti verið að benda á
raunhæfar leiðir til þess að
losa Elliðaárnar við það sem
hefur verið hvað óþægilegast
út frá umhverfislegu sjónar-
miði í ánum, þ.e.a.s. þessi
opnu göturæsi. Við erum þess
vegna himinlifandi yfir því að
nú sé loksins hægt að taka á
þessu áratuga vandamáli, sem
þarna hefur legið ósnert.
Í skýrslunni eru lagðar
fram heilsteyptar tillögur um
allar þessar lausnir sem ætti
að vera hægt að framkvæma
fyrir á bilinu 130-140 milljónir
króna, sem er auðvitað vel
framkvæmanlegt á einhverj-
um tíma. Í fjárhagsáætlun
ársins er gert ráð fyrir því að
það sé hægt að hefjast handa
strax á þessu ári, við fyrstu
ræsin, og síðan vonum við að
farið verði að tillögum nefnd-
arinnar og þetta verk klárað á
næstu þremur árum. Og það
eru sem sagt tillögur starfs-
hópsins í laxamálunum að eft-
ir þessari skýrslu verði unnið
og það mál klárað á næstu
þremur árum.
Við í umhverfis- og heil-
brigðisnefnd höfum sent
skýrsluna út til fjölmargra að-
ila, sem koma að málefnum
Elliðaánna, og höfum óskað
eftir umsögnum þeirra og til-
lögum um hvernig þeir vildu
sjá verkefnunum forgangs-
raðað. Þær niðurstöður munu
koma til nefndarinnar í lok
þessa mánaðar og þá verður
hægt að byrja,“ sagði Hrann-
ar.
Hrannar B. Arnarsson segir Ofanvatnsskýrslu
gatnamálastjóra vera tímamótaplagg
Hreinsun Elliðaánna mun
hefjast innan skamms
Elliðaár
Morgunblaðið/Golli
Iðnaðar- og verkamenn vinna nú við viðbyggingu Háskólans í Reykjavík.
ÞÓTT vetur sé genginn í
garð er unnið af krafti við
4000 fermetra, fimm hæða
nýbyggingu Háskólans í
Reykjavík við Listabraut.
Ráðgert er að taka bygg-
inguna í notkun 1. september
nk. og tvöfaldast þá kennslu-
rými skólans. Nú eru þar um
650 nemendur og stunda
nám í tölvunarfræðum og
viðskiptafræðum. MBA-nám
í rafrænum viðskiptum hefst
á næstunni. Núverandi hús-
næði skólans var ætlað fyrir
500 nemendur.
Ormar Þór Guðmundsson
og Örnólfur Hall, arkitektar
hjá Arkitektastofunni, teikna
viðbygginguna eins og upp-
haflega skólahúsið.
Í nýju byggingunni verða
kennslusalir, þar af einn sem
rúmar yfir 300 nemendur og
þrír salir fyrir 50–100 nem-
endur. Þá verða skrifstofur
fyrir kennara og starfsfólk í
nýbyggingunni en mötu-
neyti, bókasafn og skóla-
skrifstofan í eldra skólahús-
inu. Jafnframt verður
bílastæðum á lóðinni fjölgað.
Byggja
nýtt há-
skólahús
Kringla
Morgunblaðið/Golli
FRAMKVÆMDIR í
tengslum við væntanleg
mislæg gatnamót á mótum
Reykjanesbrautar, Breið-
holtsbrautar og Nýbýlaveg-
ar setja nú mikinn svip á
umhverfið þar.
Fram á næsta haust
verður ekið um bráða-
birgðagatnamót, sem nú er
verið að vinna við en verk-
takafyrirtækið Háfell tók
að sér gerð þeirra fyrir um
50 milljónir króna.
Umfangsmiklar fram-
kvæmdir við mislæg gatna-
mót á svæðinu munu
standa fram á árið 2002 en
kostnaður við þær er áætl-
aður 857 milljónir.
Gatna-
gerð um
hávetur
Breiðholt