Morgunblaðið - 11.01.2001, Síða 22

Morgunblaðið - 11.01.2001, Síða 22
LANDIÐ 22 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Sauðárkróki - Í fallegri brekku milli lóðar sjúkrahúss og heilsugæslu- stöðvar á Sauðárkróki annars vegar og Hlíðarhverfis hins vegar var í haust lögð önnur gatan af tveimur þar sem áætlað er að rísi íbúðir fyrir eldri borgara. Samkvæmt tillögu skipulagsarkitekts munu göturnar verða nefndar Forsæti og Hásæti og er það sú síðarnefnda sem lögð var í haust. Rátt fyrir hátíðir reis fyrri hluti af fyrsta parhúsi við Hásæti en bygg- ingarfélag eldri borgara á Sauðár- króki, Búhöldur, fékk á síðasta ári úthlutað fimm lóðum undir parhús við þessa götu. Að sögn Þórðar Eyj- ólfssonar, stjórnarmanns í Búhöld- um, var gengið til samninga við fyr- irtækið Farhús í Búðardal en það fyrirtæki framleiðir húsin, flytur þau í einingum og reisir á áfangastað, en síðan eru það heimamenn á Sauðár- króki sem annast nokkra þætti í end- anlegum frágangi húsanna svo sem pípulagnir o.fl. Þórður sagði að öllum íbúðunum nema tveimur, sem eru einstaklings- íbúðir, fylgdi bílageymsla en um er að ræða 3ja herbergja rúmgóðar íbúðir alls tæplega 80 fm og er kostn- aðarverð áætlað 8,5 milljónir. Ein- staklingsíbúðirnar tvær kostuðu hins vegar 7,3 milljónir og eru þá íbúð- irnar tilbúnar til afhendingar en eftir er frágangur lóðar og umhverfis. Frágangur til fyrirmyndar Kári Þorsteinsson byggingar- meistari, sem einnig á sæti í stjórn Búhölda, var mjög ánægður með all- an frágang húsanna og sagði einangrun, styrkleika og frágang all- an frá Farhúsum til fyrirmyndar. Þeir Þórður og Kári sögðu að næsti húshluti kæmi fyrri hluta janúar- mánaðar en síðan væru tímasetning- ar húsanna 15. mars, 30. maí og svo í ágúst og október en þá væri uppfyllt- ur samningur um fyrsta áfanga. Þeir félagar sögðu mikinn áhuga fyrir þessum húsum og hefðu mjög margir komið og skoðað þau og lýst áhuga á að kaupa sig inn í þessar bygging- arframkvæmdir. Þannig væru nú þeim húsum ráðstafað sem samið hefði verið um og gerðu þeir ráð fyrir ef allt færi samkvæmt áætlun myndi haldið áfram á sömu braut. Þórður og Kári töldu að þessar framkvæmdir hefðu ekki gengið eins vel og raun varð á ef ekki hefði komið til aðstoð Árna Gunnarssonar vara- þingmanns, sem var stjórn félagsins mjög innan handar við stofnun bygg- ingarfélagsins, undirbúning allan og aðstoðaði við fjármögnun fram- kvæmdanna. Miklar framkvæmd- ir á vegum félagsins Morgunblaðið/Björn Björnsson Björgvin Guðmundsson, Kári Þorsteinsson, Margrét Pétursdóttir og Þórður Eyjólfsson en þau Björgvin og Margrét voru að veita íbúðinni viðtöku fyrir hönd móður Margrétar. Eldri borgarar á Sauðárkróki Húsavík - Skömmu fyrir kvöldmat í fyrrakvöld kviknaði í dekki á tengivagni á vöruflutningabíl sem var ekið um Norðausturveg, rétt norðan við Laxamýri á leið til Húsavíkur. Að sögn lögreglunnar á Húsavík losnaði dekkið frá vagninum og nuddaðist við hann með þeim af- leiðingum að eldur kviknaði í dekk- inu. Bílstjórinn varð var við eldinn en ók bílnum áfram þar til dekkið losnaði af og rúllaði logandi undan tengivagninum. Bílstjórinn slökkti eldinn með handslökkvitæki en um hálftíma síðar blossaði hann upp á ný og var þá Slökkvilið Húsavíkur kallað á staðinn. Nokkrar skemmdir urðu á tengi- vagninum en þær hefðu líklega orðið mun meiri ef dekkið hefði ekki losnað frá. Logandi dekk undir tengivagni Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Einar Jónsson hugar að skemmdum á tengivagninum. VIÐURKENNINGAR hafa verið veittar í ljósmyndasamkeppni inn- an Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri, en hún fjallaði um vinnu- umhverfi starfsfólks. Keppnin var liður í störfum nefndar um endur- skoðun húsnæðis sjúkrahússins og bárust hátt í 700 myndir. Yfirskrift keppninnar var: „Að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja“. Hver deild fékk einnota mynda- vélar og voru starfsmenn hvattir til að taka myndir af því sem þeir teldu best og verst í vinnuumhverfi sínu. Þóra Rósa Hallgrímsdóttir á öldrunardeild Kristnesspítala hlaut fyrstu verðlaun í flokknum Til eftirbreytni, en myndina tók hún á Kristnesi og sýnir hún að- stöðu sem bæði er gagnleg og gjöf- ul fyrir þá sem leita sér betri heilsu. Þóra E. Bragadóttir á lyflækn- ingadeild 1 fékk önnur verðlaun fyrir mynd sem hún tók í setustofu deildarinnar, þar sem leitast er við að skapa heimilislegar aðstæður. Guðrún Ásmundsdóttir og Þor- björg Á. Árnadóttir á handlækn- ingadeild hlutu fyrstu verðlaun í flokknum Vítin til að varast. Sú mynd er tekin í einni af stofum deildarinnar og sýnir vart boðleg- ar aðstæður eins og segir í umsögn um myndina. Hún þykir leiðbein- andi um það hvernig fyrirkomulag á ekki að vera. Anna Lilja Filipsdóttir á bækl- unardeild fékk önnur verðlaun í þessum flokki, en mynd hennar var tekin á gangi deildarinnar og sýnir skort á geymslurými. Í umsögn kemur fram að mikið megi læra um hönnun húsnæðis í framtíðinni af þessari mynd. Hans Petersen hf. og Pedro- myndir ehf. styrktu þetta verkefni, lögðu m.a. til keppnisgögn. Góð þátttaka í ljósmyndasamkeppni starfsfólks FSA Hátt í 700 myndir bárust Morgunblaðið/Kristján Þóra Ester Bragadóttir, Anna Lilja Pilipsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir og Þorbjörg Árnadóttir með viðurkenningar sínar í ljósmyndasam- keppni Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Á myndina vantar Rósu Þóru Hallgrímsdóttur. BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra og Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, hafa undirritað samning um kennslu til fyrsta háskólaprófs og meistara- prófs en þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er undirritaður. Geir H. Haarde fjármálaráðherra hafði áður staðfest samninginn fyrir hönd ríkissjóðs. Þá rituðu þeir Björn og Þorsteinn einnig undir yf- irlýsingu um rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefni við háskól- ann. Menntamálaráðherra kynnti efni samningsins á fundi í háskólanum, en hann er til þriggja ára og tekur til fjárveitinga til reksturs Háskól- ans á Akureyri vegna kennslu. Með samningnum er mörkuð skýr um- gjörð um samskipti yfirvalda menntamála og Háskólans á Akur- eyri. Samkvæmt samningnum er gert ráð fyrir að nemendum sem stunda fullt nám við háskólann fjölgi að hámarki úr 550 í ár í 750 árið 2003. Samningurinn byggist á reglum um fjárveitingar til háskóla en sam- kvæmt þeim greiðir ríkissjóður hverjum háskóla sem semur við menntamálaráðuneytið árlegt nem- endaframlag vegna sérhvers nem- anda sem stundar fullt nám til við- urkenndra námsloka. Fullt nám er 30 einingar á námsári. Nemenda- framlagi er ætlað að standa undir öllum venjulegum kostnaði vegna kennsluþáttarins í rekstri skólans, m.a. kennslu, þjónustu, búnaði og annarri aðstöðu sem nemendum og starfsmönnum skólans er látin í té vegna náms og kennslu. Byggðaframlag greitt í fyrsta sinn Fjárlög ársins 2001 byggjast á áætlun Háskólans á Akureyri um nemendafjölda og dreifingu kostn- aðar við nám. Framlag ríkisins á þessu ári er áætlað 251 milljón króna. Leggur ríkissjóður til 53 milljónir króna á fyrsta ári samn- ingsins umfram það sem reikni- reglur vegna kennslu og mats á umsvifum rannsókna gera ráð fyr- ir. Það er ætlað til uppbyggingar á háskóla- og vísindaumhverfi, sem hefur að markmiði að laða til sín nemendur. Að auki mun ríkissjóð- ur greiða háskólanum 35 milljónir króna á ári á samningstímanum, vegna þess að hann er utan höf- uðborgarsvæðisins og sagði Björn þetta vera í fyrsta skipti sem sér- stakt byggðaframlag er greitt. Þorsteinn Gunnarsson rektor kvaðst fagna samningnum, en skýr markmið hans gerðu háskólanum kleift að þróast áfram af meiri dýpt og bjóða upp á meiri fjölbreytni en áður. Sagði hann að meistarapróf- snám yrði til að byrja með boðið við kennaradeild og heilbrigðisdeild en aðrar deildir háskólans myndu síðar fylgja í kjölfarið. Unnið að því að fjölga nemendum Á samningstímanum mun Háskól- inn á Akureyri gera tillögu að nán- ari útfærslu á hinu lögbundna hlut- verki, sem felur m.a. í sér markmið til nokkurra ára og árleg markmið, ásamt því að gera tillögu um mæli- kvarða á starfsemi sína í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar um árangursstjórnun í ríkisrekstri. Há- skólinn mun á samningstímanum vinna sérstaklega að því að fjölga nemendum, nýta upplýsingatækni við nám og byggja upp háskólanám sem tekur mið af þörfum lands- byggðar fyrir háskólamenntað fólk auk þess að stunda rannsóknir í þágu atvinnulífs í landinu. Kennslusamningur milli menntamálaráðuneytis og Háskólans á Akureyri Heildarframlag árs- ins um 340 milljónir Morgunblaðið/Kristján Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Björn Bjarna- son menntamálaráðherra undirrituðu kennslusamninginn. Stefnt að því að fjölga nemend- um um 200 á tveimur árum ÞINGMENNIRNIR Einar Már Sigurðsson, Kristján Möll- er og Svanfríður Jónasdóttir verða með fund í Lárusarhúsi á Akureyri kl. 20 fimmtudags- kvöldið 11. janúar. Á föstudags- morgun, hinn 12. janúar, verða þau í Ólafsfirði, fara í fyrirtæki og verða síðan með hádegis- fund í Glaumbæ kl. 12. Síðdegis á föstudag fara þau um Dalvík og verða með fund á Kaffi menningu kl. 17. Þingmenn Samfylking- ar í Eyjafirði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.