Morgunblaðið - 11.01.2001, Page 29
ERLENT
FARARTÆKI með aldrif sækja
enn í sig veðrið á alþjóðlegum bíla-
mörkuðum, ef marka má gripina
sem kynntir eru á bílasýningunni í
Detroit er hófst í vikunni. Er þá átt
við fólksbíla sem hafa drif á öllum
hjólum en eru ekki endilega með
aðra jeppaeiginleika. Markaðs-
sérfræðingar segja að æ fleiri
kaupendur líti á aldrif sem for-
sendu þess að hægt sé að aka af ör-
yggi um regnvota þjóðvegi og í
hálku.
Í netútgáfu Detroit News segir
að aldrif sé nú að verða jafn sjálf-
sagt í augum margra og læsivörn á
hemla sem sló í gegn snemma á tí-
unda áratugnum. En margir bíla-
framleiðendur leggja einnig
áherslu á nýjar gerðir jeppa og lít-
illa sendibíla. Nokkrar vöflur hafa
samt komið á menn varðanda jepp-
ana vegna nýrrar könnunar sem
stofnun, er hefur eftirlit með ör-
yggi á þjóðvegum Bandaríkjanna,
gerði á jeppum. Gerð var tilraun
með 36 jeppa frá helstu framleið-
endum og komu þeir illa út, reynd-
ust afar valtir. Er bent á að þynd-
arpunkturinn sé ofar en í venju-
legum fólksbílum og því ljóst að
þeim sé hættari við veltum. Hafa
neytendasamtök lengi lagt áherslu
á þennan vankant og fullyrt að í
auglýsingum séu þessi óþægilegu
mál kaffærð í skrumi um aðra
hluti. Framleiðendur segja á móti
að við einkunnagjöfina sé ekki tek-
ið tillit til þess að margt geti valdið
því að bíll velti, þ. á m. mistök öku-
manns.
Athygli vekur að Volkswagen-
verksmiðjurnar sendu frá sér eins
konar afkomanda gamla Rúg-
brauðsins, Microbus, sem náði mik-
illi hylli á sjöunda áratugnum, ekki
síst í Bandaríkjunum. Var það eft-
irlæti „blómabarnanna“ svo-
nefndu. Útlit nýja rúgbrauðsins
minnir talsvert á fyrirrennarann
þótt ekki sé um jafn augljósa vísun
til horfins tíma að ræða og þegar
nýja Bjallan var kynnt til sögunnar
fyrir nokkrum árum. Volkswagen
gengur best af öllum evrópskum
bílaframleiðendum á Bandaríkja-
markaði, seldi þar rúmlega 355
þúsund bíla í fyrra.
General Motors, stærsta bílafyr-
irtæki heims, er sagt vera í far-
arbroddi þeirra sem nú vilja höfða
til aldrifs-áhugans en einnig er það
með á prjónunum mikil áform um
tvinn-jeppa er gangi fyrir gasi og
rafmagni. Er ætlunin að hann
verði kominn á markað innan
þriggja ára. GM sýnir meðal ann-
ars þrjá hugmyndabíla í Detroit
sem allir eru með aldrifi auk Ponti-
ac Vibe, sem hægt er að fá með
aldrifi og vakið hefur athygli.
Þrátt fyrir vaxandi áhuga á aldrifi
gera framleiðendur Vibe ekki ráð
fyrir að meira en 10% kaupenda
hans velji aldrifið.
Jafnt GM sem Toyota munu hafa
hug á því að sækja inn á mark-
aðinn fyrir tiltölulega ódýra ald-
rifsbíla.
Toyota er með Matrix, sem smíð-
aður er í verksmiðjum fyrirtæk-
isins í Ontario í Kanada og minnir
mjög á Vibe. Subaru hefur á boð-
stólum nýja gerð af Impreza er
nefnist WRX en fyrirtækið tók þá
ákvörðun 1994 að einbeita sér að
framleiðslu aldrifsbíla. Árang-
urinn er meðal annars sá að Sub-
aru er nú með um 55% mark-
aðshlutdeild í Bandaríkjunum á
sviði aldrifsbíla.
Að sögn Aarons Robinsons,
tækniritstjóra hjá tímaritinu Car &
Driver, hefur með nýrri fram-
leiðslutækni tekist að lækka kostn-
aðinn við aldrifsbúnað og einfalda
hann svo mikið að bílaframleið-
endur geta boðið hann sem auka-
búnað fyrir 1200–2000 Bandaríkja-
dollara, 10–17 þúsund krónur.
Ekki eru samt allir jafn ákveðnir
í að veðja á aldrifið. Eric Videnour,
sem er aðstoðarforstjóri fram-
leiðsluáætlanadeildar hjá Chrysl-
er, sem er nú hluti af Daimler-
Chrysler, segir að vissulega sé
aldrifið eitt af því sem verði of-
arlega á baugi í framtíðinni. En
bílaframleiðendur verða jafnframt
að huga að því að halda kostnaði
niðri, segir Videnour.
Og bílaframleiðendur eiga víða
við þann vanda að stríða að mark-
aður fyrir nýja bíla er minni en
framleiðslugetan. GM hyggst
minnka framleiðslu sína um 21%
fyrstu þrjá mánuði ársins sem er
mun meiri skerðing en áður hafði
verið skýrt frá. DaimlerChrysler
ætlar að minnka sína framleiðslu
um 26% og Ford boðar 17% nið-
urskurð.
AP
Volvo kynnir nýjan bíl með aldrif er nefnist ACC á sýningunni í Detroit.
AP
Isuzu kynnir nýja jeppategund, GBX, á alþjóðlegu bílasýningunni.
Áhersla lögð á far-
artæki með aldrifi
Alþjóðleg bílasýning
í Bandaríkjunum
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 29