Morgunblaðið - 11.01.2001, Síða 31

Morgunblaðið - 11.01.2001, Síða 31
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 31 Verð 3.490 þ. Nýskr. 5. 1999, 2500cc vél, 4 dyra, sjálfskiptur, svartur, ekinn 35 þ., Steptronic, viðarinnrétting, aðgerðastýri, leður, álfelgur o.m.fl. BMW 323i Grjóthálsi 1 Sími 575 1230/00 b b íla a lan n d notaðir bílar bilaland.is B&L ÚTSALAN HEFST Í DAG KL. 10.00 ÚTSALAN HEFST Í DAG Kringlunni s. 533 1740 NÝTT KORTATÍMABIL OPIÐ TIL KL. 21.00 Í KRINGLUNNI ALLA FIMMTUDAGA NÝTT KORTATÍMABIL OPIÐ TIL KL. 21.00 FIMMTUDAGA KRINGLUNNI s. 533 1730 EFTIR að Francois Mitterrand, fyrr- verandi Frakklandsforseti, lést fyrir fimm árum virðist gæfan hafa snúið bakinu við syni hans, Jean-Chri- stophe, sem hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á ólög- legri vopnasölu til Angóla. Talið er að hann hafi þegið mútur frá þekktum vopna- sala, og hefur málið vakið mikla hneykslan í Frakk- landi, jafnvel þó Frakkar séu ýmsu vanir hvað varð- ar spillingarmál. Jean-Christophe Mitt- errand er 54 ára gamall, en hermt er að hann hafi vald- ið föður sínum forsetanum ítrekuðum vonbrigðum. Hann hóf starfsferil sinn sem sjálfboðakennari í eyðimörkum Alsír, en gekk síðan til liðs við AFP- fréttastofuna og starfaði sem frétta- ritari í afskekktum svæðum Afríku, á borð við Nouakchott í Máretaníu og Lomé í Togo. Þegar Mitterrand eldri varð forseti Frakklands árið 1981 vænkaðist hag- ur Jean-Christophes. Hann fékk fjót- lega starf sem ráðgjafi í Afríkumálum á forsetaskrifstofunni og tók við stjórn Afríkudeildarinnar árið 1986. Hann talaði stöðugt um föður sinn og hlaut af þeim sökum viðurnefnið „papa m’a dit“ eða „pabbi sagði mér“, og athygli vakti að hann virtist ekki gera greinarmun á persónulegum og formlegum tengslum. Árið 1985 tók forsetasonurinn til dæmis sæti í stjórn námufyrirtækis í Gabon í boði forseta landsins, Omar Bongo, og fleiri afskipti hans af viðskiptum urðu til þess að vinir Mitterrands eldri vöruðu hann við því að sonurinn gæti kallað yfir hann hneykslismál. Sparkað eftir fráfall forsetans Jean-Christophe lét jafn- framt til sín taka í næturlífinu og gat sér orð sem óforbetr- anlegur kvennabósi. Þrátt fyrir að hann hefði jafnan einhverjar viðskipta- hugmyndir á prjónunum segja félagar hans að hann hafi alltaf verið blankur. Árið 1992 sagði hann upp starfi sínu á forsetaskrifstofunni og tók við ráðgjafastarfi hjá hinu gríð- arstóra vatnsfyrirtæki Compagnie Generale des Eaux. Þegar faðir hans lést þremur árum síðar var honum hins vegar sparkað, og hefur síðan aflað sér tekna sem „óháður ráðgjafi“. Lögfræðingar Jean-Christophes halda því nú fram að 165 milljóna króna greiðsla frá vopnasalanum Pierre Falcone inn á bankareikning hans í Sviss hafi verið þóknun fyrir ráðgjöf vegna olíusamnings. Sak- sóknarar telja hins vegar að Falcone hafi greitt Jean-Christophe féð í mút- ur fyrir að fá aðgang að tengslaneti hans í Afríkulöndum í því skyni að auðvelda vopnasölu þangað. Jean-Christophe Mitterrand Pabbadrengur í vafa- sömum viðskiptum Jean- Christophe Mitterrand The Daily Telegraph. AÐ minnsta kosti einn langflugsfar- þegi deyr í mánuði hverjum í Bret- landi af völdum blóðtappa, nokkrum mínútum eftir lendingu á Heathrow- flugvelli við London. Kom þetta í ljós í rannsókn á svonefndri „farþega- segamyndun“. Læknar telja að þessi tala sé ein- ungis toppurinn á ísjakanum. Á und- anförnum þrem árum hefur slysa- og neyðardeildin, sem er næst flugvell- inum, tekið á móti 30 flugfarþegum sem hafa látist af völdum djúpæða- segamyndunar, eða blóðtappa, en talið er að sá kvilli tengist þröngum sætum í flugvélum. Blóðtappar, sem myndast í útlimum, geta verið ban- vænir berist þeir í hjarta eða lungu. Breska flugfélagið British Air- ways greindi frá því í vikunni að það muni framvegis afhenda farþegum bækling þar sem varað er við hætt- unni á blóðtappamyndun. Sagði fulltrúi félagsins að farþegum væri bent á að sitji maður hreyfingarlaus lengi geti það hægt á blóðrás sem auki hættuna á veikindum á borð við blóðtappa. Mikil umræða skapaðist um hætt- una á myndun blóðtappa í langflugi, sem hefur verið kölluð „almenns far- rýmis heilkenni“, í kjölfar þess að 28 ára bresk kona hné niður og lést skömmu eftir að hún kom úr 20 klukkustunda flugi í október sl. Í síð- ustu viku lést 42 ára bresk kona af völdum blóðstíflu í lungum eftir níu klukkustunda flug frá San Francisco. Hún hafði setið á viðskiptafarrými. Í mánuði hverjum kemur um ein milljón farþega til Heathrow úr lang- flugi. Niðurstöður breskrar rannsóknar Langflug kostar ár- lega 2.000 mannslíf London. Reuters, The Daily Telegraph.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.