Morgunblaðið - 11.01.2001, Síða 41

Morgunblaðið - 11.01.2001, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 41 GERHARD Schröder,kanslari Þýskalands,sætti í gær harðri gagn-rýni þýskra fjölmiðla eftir afsögn tveggja ráðherra sem urðu fyrstu ráðherrarnir í Evrópu til að segja af sér vegna kúariðufársins í álfunni. Framganga kanslarans í málinu var sögð til marks um að hann stæði illa í stykkinu þegar taka þyrfti á erfiðum vandamálum. „Ráðherrabrjálæði“ sagði í flenni- fyrirsögn á forsíðu dagblaðsins Bild eftir að Andrea Fischer heilbrigðis- ráðherra og Karl-Heinz Funke land- búnaðarráðherra tilkynntu afsögn sína í fyrradag. Martin S. Lambeck, einn af dálkahöfundum blaðsins, spáði því að Schröder ætti mjög erf- itt ár fyrir höndum og kúariðumálið benti til þess að hann hefði misst tök- in á stjórn landsins. Sjö af sautján ráðherrum farnir Með afsögnunum í fyrradag hafa sjö af ráðherrum Schröders látið af embætti og þykir mörgum Þjóðverj- um það áhyggjuefni enda hafa þýsk stjórnmál yfirleitt einkennst af mikl- um stöðugleika. Dagblaðið Tages- spiegel birti mynd sem tekin var af 17 manna stjórn Jafnaðarmanna- flokks Schröders og Græningja þeg- ar hún tók við völdunum í október 1988 en sjömenningarnir, sem hafa látið af embætti, höfðu verið máðir út. Nokkrir ráðherranna tíu, sem voru enn á myndinni, eiga undir högg að sækja vegna persónulegra og pólitískra vandamála. Joschka Fischer hefur til að mynda neyðst til að biðjast afsökun- ar á því að hafa barið lögreglumann árið 1973 þegar hann tók þátt í götu- óeirðum róttækra vinstrimanna og Hans Eichel fjármálaráðherra hefur varist ásökunum fjölmiðla um að hann hafi notað flugvélar stjórnar- innar til að ferðast í einkaerindum. Þýsku blöðin sögðu það mikið áhyggjuefni að Schröder hefði hvað eftir annað látið hjá líða að taka póli- tískt frumkvæði. Hann hefði hneigst til að halda of lengi í óverjandi ráð- herra og losa sig síðan við þá þegar kröfurnar um afsögn þeirra væru orðnar of háværar til að hann gæti streist á móti. Frankfurter Allgemeine Zeitung sagði að breytingar á stjórninni væru orðnar svo tíðar að engu væri líkara en ráðherrarnir væru aðeins „gestir“. „Staða stjórnarinnar, sem náði sér svo vel á strik á síðasta ári, er svo sannarlega orðin veik.“ Torveldar Schröder að styrkja stjórnina Þingkosningar eiga að fara fram í Rheinland-Pfalz og Baden-Württ- emberg í mars og líklegt þykir að flokkur Schröders verði þá fyrir svipuðum skakkaföllum og á árinu 1999 þegar hann tapaði kosningum í nokkrum sambandslöndum. Því ári var lýst sem martröð fyrir Schröder. Síðustu afsagnirnar gætu einnig dregið úr möguleikum Schröders til að fá nýja menn til liðs við stjórnina í stað veikra ráðherra – svo sem Walt- er Riester vinnumálaráðherra sem Schröders. Hann viðurkenndi í fyrradag að hann hefði átt að bregð- ast fyrr við grunsemdum um að kjöt og beinamjöl væri notað í nautgripa- fóður, en vísindamenn telja að slíkt fóður hafi valdið kúariðusýkingum. Schröder sagður hafa óskað eftir afsögnunum Kanslarinn varði ráðherrana tvo áður en þeir sögðu af sér en margir fréttaskýrendur telja að hann hafi fengið þá til að láta af embætti vegna kúariðufársins þótt hvorugur ráð- herranna hafi viðurkennt það. Schröder samþykkti afsagnar- beiðni ráðherranna strax í stuttri yf- irlýsingu. Fréttaskýrendurnir telja skjót viðbrögð hans benda til þess að hann hafi haft frumkvæði að afsögn- unum, svo og það að ráðherrar úr báðum stjórnarflokkunum skuli hafa sagt af sér samtímis. Talið er að kanslarinn hafi ekki viljað raska valdajafnvæginu milli jafnaðar- manna og græningja í stjórninni. Þýskir embættismenn og bændur héldu því fram í mörg ár eftir að kúa- riðan kom upp í Bretlandi að engin hætta væri á því að sjúkdómurinn bærist til Þýskalands vegna þess að þar væri ekki notast við kjöt og beinamjöl í nautgripafóður. Tíu þýskar kýr hafa hins vegar greinst með sjúkdóminn frá því í nóvember og embættismenn segja að sýking- arnar stafi af því að dýraafurðum hafi verið blandað í fóður. Hefur þetta orðið til þess að sala á nauta- kjöti í Þýskalandi hefur minnkað um tæpan helming og málið er því mikið áfall fyrir bændur. Um 250.000 manns hafa atvinnu af nautakjöts- framleiðslunni. Vísindamenn telja að kúariða tengist heilarýrnunarsjúkdómi í mönnum, Creutzfeldt-Jakob (CJD). Um 80 manns, aðallega Bretar, hafa dáið af völdum sjúkdómsins. „Algjört stjórnleysi“ Einn af þingmönnum Jafnaðar- mannaflokksins viðurkenndi að framganga stjórnarinnar í kúariðu- málinu síðustu vikur einkenndist af „algjöru stjórnleysi“. Embættis- menn landbúnaðar- og umhverfis- ráðuneytanna lögðu fram tillögur um umbætur á þýskum landbúnaði á fimmtudaginn var til að fyrirbyggja kúariðusýkingar. Þeir lögðu meðal annars til að fjárfest yrði fyrir 500 milljónir marka, andvirði 20 millj- arða króna, í lífrænum landbúnaði. Funke lýsti því hins vegar yfir að hann styddi ekki þessar hugmyndir og lagði fram nýjar tillögur þar sem ekki var gert ráð fyrir fjárfestingum í lífrænum landbúnaði. Þýska stjórn- in tilkynnti síðan á mánudaginn var að allar þessar tillögur yrðu lagðar til hliðar og samin yrði ný áætlun um landbúnaðarúrbætur. Þýskt dagblað skýrði frá því um helgina að virtur prófessor í dýra- fræði hefði skýrt Funke frá því í byrjun liðins árs að þýsk kýr hefði greinst með riðuna fyrir rúmum ára- tug. Ráðherrann staðhæfði þó að Þýskaland væri laust við sjúkdóm- inn þar til að skýrt var frá fyrsta riðutilvikinu í landinu í nóvember. hefur sætt gagnrýni fyrir breytingar á lífeyriskerfinu – til að styrkja stöðu hennar fyrir næstu kosningar til þýska þingsins haustið 2002. „Schröder kann nú að hafa misst af tækifærinu til að losa sig við valta ráðherra með markvissum hætti,“ sagði blaðið Süddeutsche Zeitung. „Brotthvarf heilbrigðisráðherrans kann að koma af stað stjórnlausri keðjuverkun.“ Fischer kúventi tvisvar Ráðherrar samsteypustjórnarinn- ar hafa deilt í nokkrar vikur um hvernig taka eigi á kúariðumálinu og Andrea Fischer viðurkenndi þegar hún sagði af sér að það hefði skaðað stjórnina. „Ég verð að viðurkenna að stjórn- in hefur glatað trausti almennings á að hún geti leyst kúariðuvandann,“ sagði hún. Fischer er í Græningjaflokknum og hefur verið gagnrýnd fyrir að kú- venda tvisvar í kúariðumálinu fyrir jól. Hún sagði fyrst að engin hætta stafaði af unnu nautakjöti í þýskum pylsum en tók fram að sjálf myndi hún ekki kaupa slíkar pylsur. Hún lýsti því síðan yfir að pylsurnar yrðu bannaðar og teknar af markaði en viðurkenndi seinna að hún hefði ekki lagalegt vald til að setja slíkt bann. Fischer kvaðst sjá eftir mistökum sínum en sagði að „landbúnaðar- verksmiðjur“ ættu sök á kúariðu- vandanum. „Fjárhagslegir hags- munir hafa verið settir ofar hagsmunum neytenda. Þar að auki hafa neytendur verið tregir til að kaupa góð matvæli sem eru dýrari.“ Fischer kvaðst vona að vandinn leiddi til breyttra viðhorfa til neyt- endaverndar. Stjórnarandstaðan hafði einnig sakað hana um vanhæfni vegna tilrauna hennar til að koma á umbótum í heilbrigðiskerfinu en hún virtist hafa staðið þær ásakanir af sér áður en hún lét af embætti. Meirihlutinn hafnaði stefnu landbúnaðarráðherrans Karl-Heinz Funke, sem er jafnað- armaður, hefur hins vegar varið iðn- væðinguna í landbúnaðinum og sú afstaða hans er í andstöðu við nýja stefnu Schröders, sem hefur gagn- rýnt þýska landbúnaðariðnaðinn að undanförnu og hvatt til umhverfis- vænni aðferða. Funke er sjálfur bóndi og hélt því lengi fram að engin hætta væri á kúariðusýkingum í Þýskalandi. Hann kvaðst hafa sagt af sér sem landbúnaðarráðherra vegna þess að afstaða hans nyti ekki nægilegs stuðnings meðal ráðherranna. „Ég hef neyðst til að viðurkenna að sú landbúnaðarstefna sem ég aðhyllist nýtur ekki lengur meirihlutastuðn- ings í samsteypustjórninni,“ sagði hann. „Ég vil greiða fyrir því að hægt verði að byrja upp á nýtt eins og margir virðast telja nauðsynlegt.“ Funke hafði verið sakaður um að setja hagsmuni landbúnaðariðnaðar- ins ofar hagsmunum neytendanna. Hann var í fyrstu andvígur banni við því að kjöt og beinamjöl yrði notað í dýrafóður en Evrópusambandið setti síðar slíkt bann með stuðningi Tveir ráðherrar í stjórn Þýskalands segja af sér vegna kúariðumálsins Framganga Schröders gagnrýnd í fjölmiðlunum Þýsk stjórnvöld héldu því lengi fram að engin hætta væri á kúariðu í Þýskalandi en það reyndist rangt og tveir ráðherrar hafa nú sagt af sér vegna málsins. Bogi Þór Arason segir að jafnvel flokksbræður Gerhards Schröders kanslara hafi viðurkennt að framganga stjórnarinnar í kúariðu- málinu hafi einkennst af „algjöru stjórnleysi“. Andrea Fischer Karl-Heinz Funke ekki með þeim hætti að það væru settar inn í hann nákvæmar fjár- hæðir og hvað ætti nákvæmlega að greiða út, heldur lá ljóst fyrir að það var sett fram ákveðið svigrúm til þess að löggjafinn gæti brugðist við með réttum hætti og það erum við að gera,“ sagði Halldór. Skv. upplýsingum Geirs H. Haarde nemur kostnaður ríkissjóðs vegna uppgjörs við öryrkja á árun- um 1997 og 1998, þ.e. fyrir breyt- ingu sem gerð var á almannatrygg- ingalögunum 1998, um 430 milljónum kr. að viðbættum vöxtum og allt að 250 millj. kr. vegna tíma- bilsins frá janúar 1999 til jafnlengd- ar í ár, að viðbættum 5,5% vöxtum. Þá er áætlað að árlegur kostnaðar- auki ríkisins vegna breytinganna í framtíðinni verði um 100 millj. kr. og er talið að um 19% öryrkja fái aukn- ar tekjutryggingagreiðslur með þessari breytingu. Hæstiréttur lagði pólitískar línur Forsætisráðherra sagðist vera pólitískt sáttur við að unnið hefði verið jafn hratt og raun bæri vitni innan ríkisstjórnarinnar við að svara svo mörgum spurningum sem dómur Hæstaréttar varpaði fram. Hins vegar sagðist hann ekki vera sáttur við að það væri hlutverk dóm- stóla að leggja pólitískar línur en það hefði Hæstiréttur einmitt í þessu tilfelli gert. Davíð benti einnig á að í dómi Hæstaréttar væri sérstaklega tekið fram að öðru máli gegndi um mál- efni aldraðra. „Ég veit ekki hvers vegna dómurinn leggur lykkju á leið sína til að segja það en hann gerir það,“ sagði hann. Forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin myndi taka sínar ákvarðanir burt séð frá þess- ari setningu í dóminum. Halldór var spurður í samtali við Morgunblaðið hvort ekki hefði kom- ið til álita að ganga lengra í breyt- ingum sem ríkisstjórnin hefur ákveðið og taka m.a. tillit til aldr- aðra. „Þegar við fórum að vinna úr niðurstöðum lögfræðinganna kom í ljós að þegar komið er upp fyrir frí- tekjumark hjóna, þá geta eigin tekjur bótaþegans orðið fyrir mikilli skerðingu, vegna þess að það er ein- göngu verið að tala um að tryggja ákveðinn grunn. Við brugðumst við því með því að draga úr henni. Það má segja að það hafi ekki verið nauðsynlegt vegna dómsins. Hvort það eigi að draga meira úr því í framtíðinni er hins vegar álitamál og það er álitamál hvort það eigi að breyta tekjutengingum frekar. Við teljum mikilvægast af öllu að koma til móts við þá sem minnst mega sín og það er hlutverk þeirrar nefndar sem nú er að störfum. Það á bæði við um öryrkja og aldraða,“ sagði hann. Aðspurður hvort þetta mál hefði skaðað ríkisstjórnina sagðist Davíð ekki vera í vafa um að ríkisstjórnin hefði skaðast tímabundið vegna málsins. Halldór sagði að þetta mál hefði verið erfitt við að eiga og skaðað rík- isstjórnina, „vegna þess að við höf- um unnið í málinu mjög lengi án þess að geta sagt mikið um það. Á sama tíma hefur verið mikil umræða í þjóðfélaginu, sem er að hluta til byggð á misskilningi, án þess að við gætum brugðist þar við. Það skaðar alltaf þegar aðeins önnur hliðin kemur fram,“ sagði hann. fulltrúar Öryrkjabandalagsins, aldraðra og fulltrúar vinnumarkað- arins kæmu að þessari vinnu. Um hvað eiga stjórnmálin að snúast? Halldór Ásgrímsson sagði að ráð- herrar ríkisstjórnarinnar hefðu ver- ið sammála um að undirbúa þyrfti málið mjög vel. Hann benti á að kveðið væri á um það í stjórnar- skránni að þau réttindi sem um ræð- ir skyldu ákvörðuð með lögum. „Hitt er svo annað mál að auðvitað ber að tryggja borgurunum ákveðin lágmarksréttindi. Þessi dómur fjallar um það að borgararnir skuli hafa ákveðin lágmarksréttindi án tillits til hjúskaparstöðu og um það er fjallað í málinu að tryggja þessum borgurum ákveðin réttindi og það er talið að það hafi verið of langt geng- ið í því að skerða tekjur vegna tekna maka. Það er alveg ljóst að allt jöfn- unarkerfi landsmanna byggir á því að taka tillit til tekna, eigna, til tekna maka og til fjölskyldunnar al- mennt. Þetta er algjört grundvall- aratriði í stjórnmálum. Þess vegna er það nauðsynlegt þegar við kom- um að svona flóknu máli að við skilj- um þann dóm sem er felldur með réttum hætti og við tökum ákvarð- anir sem byggja á því að auka þessi réttindi sem þar er fjallað um, án þess að skerða möguleika sam- félagsins til samfélagslegrar jöfnun- ar, því viðstjórnmálamenn höfum litið á það sem okkar aðalhlutverk að jafna kjör borgaranna og taka til- lit til aðstæðna í landinu. Auðvitað eru viss takmörk fyrir því, en þetta er algjört grundvallaratriði. Það má segja að ef við höfum ekki þau rétt- indi sem stjórnmálamenn og aðilar sem stöndum að löggjöf í landinu, má spyrja: Um hvað eiga stjórnmál- in að snúast og hvað á að fjalla um þar? Ég fullyrði að út frá öllu þessu þá er þetta eitt alflóknasta mál sem ég hef komið að á mínum stjórn- málaferli og það hefur margar hlið- ar. Það lá alveg fyrir í upphafi að við myndum að sjálfsögðu fara að þess- um dómi og auðvitað standa lög- fræðingar frammi fyrir álitaefnum þegar slíkur dómur er túlkaður. Ég geri mér það ljóst með sama hætti að dómarar standa frammi fyrir álitaefnum þegar þeir kveða upp sína úrskurði, en þessi dómur var a að þeim tar heim- ir öryrkj- ur eru á mánuði, um dómi, stefnt né m tilgangi fðu, held- öryrkjar ilistekjur, dómi. ð sérstak- hafa verið gar með m yfirlýs- erið í rík- garreglur. hefur þar r einasti, m það eru Davíð. munu gunum jargar að 00 á land- ar myndu agreiðslur Heildar- áætlaður á að hún ti sátt um vinnu við Greindi samþykkt arfundi í illögu, að hafin er á nni í sér- ð og hún mur mán- t að kom- minnstar vilja að Morgunblaðið/Ásdís lbrigðisráðherra, Davíð Oddsson forsætisráð- urstöðu ríkisstjórnarinnar um greiðslu tekju- í Ráðherrabústaðnum í gær. 1.400 fá leið- á bótum ar hafa gna nda- erra rkja ur. Á mbl.is á Netinu er einnig hægt að lesa skýrslu starfs- hópsins frumvarp um breyt- ingar á lögum um almanna- tryggingar, útreikninga Þjóðhagsstofnunar um áhrif breytinganna og fréttir um dóm Hæstaréttar auk hæsta- réttardómsins sjálfs. Hægt er að nálgast þetta efni á frétta- síðum mbl.is með því að smella á hnapp sem er að finna efst í hægri dálki undir yfirskrift- inni: Öryrkjadeilan. Skýrslan og frumvarpið á mbl.is ttar í máli Öryrkjabandalagsins gegn TR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.