Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 53
UMRÆÐAN HÁSKÓLASTÚDENTAR eru á öllum aldri og eru ólíkur hópur manna. Ef það er eitthvað sem flest- ir stúdentar eiga sameiginlegt þá er það það að þeir eru ýmist í þann mund að flytja að heiman og stofna eigið heimili eða hafa nú þegar flust að heiman og stofnað fjölskyldur. Í ljósi þess er merkilegt hversu margt í háskólasamfélaginu er óhagstætt þeim stúdentum sem eiga börn. Oft- ast er litið til dagvistunarmála þegar málefni foreldra í Háskólanum eru rædd. Dagvistunarplássum þarf að fjölga og Vaka vill tryggja það að börn stúdenta eigi kost á tryggri vist. En þrátt fyrir að dagvistunarmál séu ein af grundvallarforsendum þess að foreldrar geti stundað nám fer því fjarri að dagvistunarmál ein og sér geri það að verkum að jafn- rétti foreldra til náms sé tryggt. Núverandi meirihluti Stúdenta- ráðs undir forystu Röskvu hefur al- gjörlega brugðist barnafólki í Há- skólanum. Í þau 10 ár sem Röskva hefur verið með meirihluta í Stúd- entaráði hefur lítið sem ekkert gerst í málefnum þeirra stúdenta sem jafnframt eru foreldrar. Við sem er- um foreldrar viljum snúa þessari þróun við. Stundaskrár sem henta foreldrum Þess eru dæmi að stundaskrár nemenda séu þannig að þær henti illa þeim sem eru með börn á leik- skólum. Foreldrar eiga erfitt með að sækja kennslustundir þegar þeim lýkur ekki fyrr en klukkan 18 eins og dæmi eru um, en leikskólum er yf- irleitt lokað klukkan 17. Jafnrétti til náms snýst um fleira en það að tryggja stúdentum möguleika til náms óháð efnahag. Það þarf einnig að búa svo um hnútana að stúdentar komist í kennslustundir og geti sinnt námi sínu sem skyldi. Vaka vill tryggja það að við gerð stundarskráa verði hagsmunir foreldra einnig hafðir í huga. Þá skiptir ekki minna máli að við foreldrar getum séð hvernig stunda- skrá og próftöflur verða við skrán- ingu í tiltekin fög. Þetta ætti ekki að vera flókið í framkvæmd, en gera mætti þann fyrirvara til að koma til móts við Háskólann að mögulegt væri að gera breytingar ef það reyn- ist nauðsynlegt. Próftöflur tilbúnar við skráningu Próftöflur skipta alla stúdenta verulegu máli, enda getur óhagstæð próftafla haft mikil áhrif á gengi stúdenta í prófum. Í síðustu prófum Háskólans komu upp mörg vanda- mál, meðal annars í viðskiptafræði- deild þar sem nemendur lentu meðal annars í því að þurfa að taka tvö próf sama dag. Þessu fékkst ekki breytt þrátt fyrir að Vaka hefði ályktað um málið í Stúdentaráði og komið fram mótmælum til prófstjóra. Desember er sá mánuður þar sem foreldrar þurfa einna mestan tíma til þess að sinna málefnum fjölskyld- unnar, meðal annars við undirbúning jólahalds. Það er því afar slæmt að prófum skuli oft ekki ljúka fyrr en 21. desember. Vaka vill að próf hefj- ist viku fyrr, og sömuleiðis haustönn- in, þannig að stúdentar verði komnir í jólaleyfi í kringum 15. desember. Þetta yrði vitaskuld öllum stúdent- um ánægjuefni og myndi auk þess auðvelda foreldrum próf og jólaund- irbúning mjög. Í grunn- og fram- haldsskólum hefst kennsla í lok ágúst og ekki væri óeðlilegt ef mál- um yrði eins háttað í Háskóla Ís- lands. Vaka leggur áherslu á málefni foreldra Stór fjöldi stúdenta á börn en allt- of lítið hefur verið gert til þess að koma til móts við þarfir þessara stúdenta. Breytingar þær sem hér eru lagðar til og Vaka ætlar að leggja áherslu á ættu ekki að hafa í för með sér kostnað. Nýverið féll dómur Hæstaréttur varðandi skerðingu bóta öryrkja vegna tekna maka þeirra. Vaka hef- ur lengi bent á óréttmæti þess að námslán stúdenta skerðist vegna tekna maka og lítur Vaka svo á að dómurinn hljóti að hafa fordæmis- gildi í baráttunni gegn skerðingu námslána sem stafa af tekjum maka. Þessi stefna í lánamálum stúdenta er gott dæmi um það hve óhagstætt nám er fjölskyldufólki. Vaka er fjölskylduvæn fylking sem gerir sér grein fyrir því að margir stúdentar eru foreldrar. Við sem erum foreldrar vitum af eigin raun að Vaka hefur góða og raun- sæja stefnu í fjölskyldumálum. Þessi stefna Vöku í fjölskyldumálum gerir það að verkum að við teljum Vöku best til þess fallna að sinna hags- munabaráttu allra stúdenta, líka þeirra sem eru foreldrar. Hafa foreldrar í Há- skólanum gleymst? Haraldur Daði Ragnarsson Ingibjörg Lind Karlsdóttir Hulda Birna Baldursdóttir Nemar Merkilegt er, segja Har- aldur Daði Ragnarsson, Hulda Birna Bald- ursdóttir og Ingibjörg Lind Karlsdóttir, hversu margt í háskóla- samfélaginu er óhag- stætt þeim stúdentum sem eiga börn. Höfundar sitja í Stúdentaráði fyrir Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, og eru foreldrar. MENNINGARMÁL Í einkasölu vönduð mikið endurn. flott 100 fm íb. á 3. h. m. auka- herb. í kj. í góðu fjölb. Nýl. eldhús, baðherb., gólfefni (að hluta) o.fl. Glæsil. útsýni. Áhv. ca 4 m. V. 11,5 m. Mjög falleg 101 fm íb. á 3. h. í nýstands. fjölb. Sameign nýstands. Íb. í toppst. að innan. Skipti mögul. á 2-3ja herb. íb. V. 12 m. 1977 Valhöll fasteignasala, Síðumúla 27, sími 588 4477 Blöndubakki aukaherb. - útsýni Álfheimar - falleg íbúð LIÐ-A-MÓT FRÁ Miklu sterkara fyrir liða- mótin og líka miklu ódýrara APÓTEKIN Ö fl u g t ví ta m ín – D re if in g J H V MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.