Morgunblaðið - 11.01.2001, Side 61
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 61
SÝNING í Ráðhúsi Reykjavíkur sem
nefnist: Milli andspyrnu og písla-
vættis – vottar Jehóva í ofsóknum
nasista, verður opnuð föstudaginn
12. janúar kl. 16. Þetta er farandsýn-
ing sem farið hefur víða um Evrópu
undanfarin ár.
Á opnuninni verða flutt þrjú stutt
erindi. Erik Jørgensen, for-
stöðumaður kynningardeildar votta
Jehóva í Danmörku, ræðir ofsóknir
nasista eins og þær horfðu við frá
Norðurlöndum. Lára Margrét Ragn-
arsdóttir, alþingismaður og varafor-
seti Evrópuráðsþingsins, fjallar um
trúfrelsi og Lasse Brandstrup,
trúarbragðafræðingur og rithöf-
undur, fjallar um þann erfiða tvíkost
sem þýskir vottar stóðu frammi fyr-
ir í fangabúðunum. Heimild-
armyndin Staðfesta votta Jehóva í
ofsóknum nasista verður síðan
frumsýnd og Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri opnar sýninguna.
Hluti farandsýningarinnar sem sett hefur verið upp í Ráðhúsi
Reykjavíkur um ofsóknir nasista á hendur votta Jehóva.
Farandsýning um ofsóknir
nasista á hendur votta Jehóva
AÐSTANDENDUR vikublaðsins
Militant og Ungir sósíalistar
standa fyrir málfundi föstudaginn
12. janúar klukkan 17.30 á Klapp-
arstíg 26, 2. hæð (Pathfinder-bók-
salan) með yfirskriftinni: Atlögur
að félagslegum kjörum vinnandi
stétta.
Fjallað verður um aðstæður og
umræður tengdar dómi í máli Ör-
yrkjabandalags Íslands, um ávís-
anakerfi í skólunum og sögulegar
breytingar á fjölskyldumynstri.
Fundur um
félagsleg kjör
vinnandi stétta
VW GOLF-bifreið, grárri að lit,
var ekið, þriðjudaginn 9. janúar
um kl. 18:41, norður Grensásveg
og beygt til hægri í aðrein að Suð-
urlandsbraut til austurs. Á aðrein-
inni var dökkgrænni bifreið, að tal-
ið er Dodge Stratus, ekið aftan á
Golf-bifreiðina og síðan var henni
ekið á brott af vettvangi án þess að
stöðvað væri. Umræddur ökumað-
ur er beðinn að gefa sig fram við
lögregluna í Reykjavík svo og þeir
sem urðu vitni að árekstrinum.
Ekið á Bens
við Kárastíg
Síðla kvölds þann 9. janúar s.l til
kl. 9.30 þann 10. janúar var ekið á
bifreiðina OK-436, sem er Merce-
des Bens fólksbifreið þar sem hún
var kyrrstæð og mannlaus í stæði
við Kárastíg.
Ekki er vitað um tjónvald og eru
því þeir sem geta gefið frekari
upplýsingar beðnir að hafa samb-
and við lögregluna í Reykjavík.
Lýst eftir vitnum
♦ ♦ ♦
DR. SNÆBJÖRN Pálsson flytur
fyrirlestur föstudaginn 12. janúar
kl. 12.20 á vegum Líffræðistofn-
unar Háskólans í stofu G6 á
Grensásvegi 12.
Fyrirlesturinn ber yfirskriftina:
Athuganir á þróunarfræðilegum
áhrifum skaðlegra stökkbreytinga
og erfðabreytileika vatnaflóarinn-
ar Daphnia pulex.
Greint verður frá doktorsverk-
efni sem unnið var við náttúru-
verndar- og erfðafræðideild Upp-
salaháskóla. Hermilíkön eru notuð
til að meta áhrif skaðlegra stökk-
breytinga á breytileika erfðaefnis
innan sama litnings, einkum í
litlum stofnum og hvernig slík
áhrif eru háð endurröðunartíðni og
æxlunarmynstri. Breytileiki í end-
urteknum DNA röðum (mikrosa-
tellitum) og lífssöguþáttum
Daphnia pulex eru einnig athug-
aðir.
Fyrirlestur
um erfða-
breytileika
vatnaflóar