Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 61
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 61 SÝNING í Ráðhúsi Reykjavíkur sem nefnist: Milli andspyrnu og písla- vættis – vottar Jehóva í ofsóknum nasista, verður opnuð föstudaginn 12. janúar kl. 16. Þetta er farandsýn- ing sem farið hefur víða um Evrópu undanfarin ár. Á opnuninni verða flutt þrjú stutt erindi. Erik Jørgensen, for- stöðumaður kynningardeildar votta Jehóva í Danmörku, ræðir ofsóknir nasista eins og þær horfðu við frá Norðurlöndum. Lára Margrét Ragn- arsdóttir, alþingismaður og varafor- seti Evrópuráðsþingsins, fjallar um trúfrelsi og Lasse Brandstrup, trúarbragðafræðingur og rithöf- undur, fjallar um þann erfiða tvíkost sem þýskir vottar stóðu frammi fyr- ir í fangabúðunum. Heimild- armyndin Staðfesta votta Jehóva í ofsóknum nasista verður síðan frumsýnd og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri opnar sýninguna. Hluti farandsýningarinnar sem sett hefur verið upp í Ráðhúsi Reykjavíkur um ofsóknir nasista á hendur votta Jehóva. Farandsýning um ofsóknir nasista á hendur votta Jehóva AÐSTANDENDUR vikublaðsins Militant og Ungir sósíalistar standa fyrir málfundi föstudaginn 12. janúar klukkan 17.30 á Klapp- arstíg 26, 2. hæð (Pathfinder-bók- salan) með yfirskriftinni: Atlögur að félagslegum kjörum vinnandi stétta. Fjallað verður um aðstæður og umræður tengdar dómi í máli Ör- yrkjabandalags Íslands, um ávís- anakerfi í skólunum og sögulegar breytingar á fjölskyldumynstri. Fundur um félagsleg kjör vinnandi stétta VW GOLF-bifreið, grárri að lit, var ekið, þriðjudaginn 9. janúar um kl. 18:41, norður Grensásveg og beygt til hægri í aðrein að Suð- urlandsbraut til austurs. Á aðrein- inni var dökkgrænni bifreið, að tal- ið er Dodge Stratus, ekið aftan á Golf-bifreiðina og síðan var henni ekið á brott af vettvangi án þess að stöðvað væri. Umræddur ökumað- ur er beðinn að gefa sig fram við lögregluna í Reykjavík svo og þeir sem urðu vitni að árekstrinum. Ekið á Bens við Kárastíg Síðla kvölds þann 9. janúar s.l til kl. 9.30 þann 10. janúar var ekið á bifreiðina OK-436, sem er Merce- des Bens fólksbifreið þar sem hún var kyrrstæð og mannlaus í stæði við Kárastíg. Ekki er vitað um tjónvald og eru því þeir sem geta gefið frekari upplýsingar beðnir að hafa samb- and við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum ♦ ♦ ♦ DR. SNÆBJÖRN Pálsson flytur fyrirlestur föstudaginn 12. janúar kl. 12.20 á vegum Líffræðistofn- unar Háskólans í stofu G6 á Grensásvegi 12. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina: Athuganir á þróunarfræðilegum áhrifum skaðlegra stökkbreytinga og erfðabreytileika vatnaflóarinn- ar Daphnia pulex. Greint verður frá doktorsverk- efni sem unnið var við náttúru- verndar- og erfðafræðideild Upp- salaháskóla. Hermilíkön eru notuð til að meta áhrif skaðlegra stökk- breytinga á breytileika erfðaefnis innan sama litnings, einkum í litlum stofnum og hvernig slík áhrif eru háð endurröðunartíðni og æxlunarmynstri. Breytileiki í end- urteknum DNA röðum (mikrosa- tellitum) og lífssöguþáttum Daphnia pulex eru einnig athug- aðir. Fyrirlestur um erfða- breytileika vatnaflóar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.