Morgunblaðið - 11.01.2001, Page 66

Morgunblaðið - 11.01.2001, Page 66
BRÉF TIL BLAÐSINS 66 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ við ykkur til að aka ekki af stað ef þið eruð mjög þreytt, t.d. eftir langan vinnudag, sérstaklega ef þið ætlið að aka langar leiðir. Mikið álag á fólki veldur oft mikilli þreytu. Við vitum að þreyta og syfja er orsök margra alvarlegra umferðarslysa. Ef þið eruð að aka langa leið og finnið að ykkur fer að syfja er gott að stoppa bílinn og fá sér frískt loft, jafnvel að hafa hliðarrúðu opna til að fá frískt loft. Ekki hafa miðstöðina of heita. Ef við erum orðin verulega þreytt er þjóðráð að leggja sig smá- stund. Vera með „hæfilega“ uppörv- andi tónlist í útvarpinu. Ef við ætlum að aka langar leiðir er ekki úr vegi að fara snemma að sofa kvöldið áður til að vera vel undir aksturinn búin. Við hvetjum einnig opinbera aðila að setja rifflur við vegabrúnir, svo greinilega finnist fari bíllinn út í kant. Fyrir hönd ungra ökumanna í ökuskóla Sjóvár-Almennra í Kefla- vík og Selfossi í nóvember. EINAR GUÐMUNDSSON forvarnafulltrúi Sjóvár-Almennra. VIÐ ERUM tveir hópar sem sóttu umferðarskóla Sjóvár-Almennra fyrir unga ökumenn á Norðurlandi í október. Við veltum fyrir okkur mik- ilvægum þætti er snertir öryggi okk- ar í umferðinni; að aka þreytt. Því viljum við benda ykkur, kæru jafn- aldrar, á nokkur atriði sem skipt geta sköpum í þessu efni Oft teljum við okkur geta ekið langar vegalengdir í einu. En við er- um því miður ekki það fullkomin. Okkur fer að syfja og við verðum þreytt. Við missum einbeitinguna og fylgjumst ekki nægilega með því sem er að gerast í kringum okkur. Smátt og smátt fara augnlokin að þyngjast og við dottum örlítið. Við sluppum fyrir horn og teljum að nú séum við nógu vel vakandi og þetta hafi verið viðvörun og þetta komi ekki fyrir aftur. En ekki líður á löngu þar til augnlokin þyngjast aftur og nú ef til vill lokast þau í 2-5 sekúndur og þá ... Þetta gæti komið fyrir okkur eða ykkur, kæru jafnaldrar. Því hvetjum Hvers vegna ökum við þreytt? Frá ungum ökumönnum í ökuskóla Sjóvár-Almennra: Þreyta getur verið jafn hættuleg og ölvunarakstur. Við verðum að vera á varðbergi. LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykjavík hefur beint þeim til- mælum til umferðaryfirvalda að hámarkshraði í íbúðarhverfum verði hækkaður í 50 km þar sem hann er 30 km nú. Það hefur vakið undrun mína að heyra viðbrögð þeirra Helga Péturssonar, for- manns Umferðarnefndar Reykja- víkurborgar, og Óla H. Þórðarson- ar, framkvæmdastjóra Umferðarráðs, við þessum tilmæl- um. Þeir láta eins og 30 km akstur sé staðreynd í dag og segja að íbú- ar viðkomandi hverfa hafi lýst ánægju sinni með niðurfærslu há- markshraða niður í 30 km. Ef íbú- ar eru að lýsa ánægju með núver- andi ástand þá er það 50 til 60 km aksturshraði því að það er sá hraði sem viðgengst á þessum götum í dag. Reyndar hefur það verið upp- lýst, að margir þeir sem skrifað hafa undir bænaskrár um niður- færslu umferðarhraða í hverfi sínu niður í 30 km hafa sjálfir verið teknir þar fyrir of hraðan akstur. Kona búsett í Noregi dvaldist hér í Reykjavík í nokkrar vikur í sumar. Hún sagðist hafa valdið stórfelldu umferðaröngþveiti með því að aka á löglegum hraða í Reykjavík. Stúlka sem nýlega hefur tekið bíl- próf sagði mér að hún hafi reynt að halda sig við löglegan hraða þegar hún byrjaði í ökunámi en ökukennarinn sagði við hana: „Þú skalt ekki keyra á þessum hraða. Það gerir enginn!“ Það eru þessar staðreyndir sem lögreglan í Reykjavík þarf að horf- ast í augu við. Það þýðir ekkert fyrir ráðamenn umferðarmála að stinga höfðinu í sandinn og segja það sé svo mikil ánægja með eitt- hvert ástand sem ekki er, heldur að viðurkenna staðreyndir og bregðast við þeim. Persónulega finnst mér 30 km akstur mjög óþægilegur og held að 50 km hraði sé ekki svo miklu hættulegri en 30. Ég er viss um að margir ábyrgir ökumenn eru sama sinnis og styðja þessi tilmæli lögreglustjór- ans. En ef umferðaryfirvöld vilja virkilega lækka umferðarhraðann niður fyrir 30 km markið liggur beinast við að byrja á því að fá þá sem skrifuðu undir bænaskjölin til þess að fara að eigin óskum og aka á löglegum hraða. Síðan þarf að veita það mikið fjármagn til lög- gæslunnar að hægt sé að raða eft- irlitsbílum á sem flestar götur. Þá mun ökuhraðinn fljótt fara niður og þá verða dómarar fúsari til þess að svipta menn ökuleyfi sem fara yfir 60 km hraða á þessum götum. GUNNAR MÁR HAUKSSON, Laugarásvegi 14, Reykjavík Um 30 km hámarks- hraða í íbúð- arhverfum Frá Gunnari Má Haukssyni: FAÐIR minn, William Einarson, er Vestur-Íslendingur og það var lengi draumur hans að heimsækja land forfeðra sinna. Þessi draumur hefur nú ræst og Íslandsferðin var ynd- islegri en ég gat ímyndað mér. Ég er viss um að forfeður okkar og englarnir hafi tekið höndum saman til að láta drauminn rætast með þessum hætti. Allt var fullkomið, líka veðrið. Við sáum regnboga næstum hvern einasta dag. Við höfðum ætlað að fara til Ís- lands sumarið 1999 en pabbi ákvað að fresta því. Ég fór hins vegar til Íslands og bað pabba um að skera út tréskó fyrir mig. Ég hafði annan skóinn með mér í ferðinni en skildi hinn eftir til að pabbi gæti tekið hann með sér þegar hann færi til Íslands. Þannig myndi pabbi vera með annan fótinn á Íslandi. Hann átti við veikindi að stríða og ég vildi að hann héldi í vonina um að kom- ast til Íslands síðar. Í fyrri ferðinni hitti ég Guðrúnu og Guðlaug Bergmann. Guðrún ráð- lagði mér að hafa samband við Morgunblaðið og skýra frá draumi föður míns. Ég skildi útskorinn skó föður míns eftir hjá henni. Eftir að Morgunblaðið birti bréf frá mér 14. nóvember 1999 höfðu margir ættingjar mínir samband við mig. Þegar ég kom til Íslands með föður mínum, Wayne bróður mínum og dóttur minni, Tonyu, 30. júlí í fyrra var ég í sambandi við ættingja okkar út um allt Ísland. Allir voru mjög hjálplegir. Lárus Þórhallsson og fjölskylda hans tóku á móti okkur á flugvell- inum, buðu okkur heim til sín og sýndu okkur höfuðborgarsvæðið. Við áttum einnig dásamlega kvöld- stund hjá Guðmundi Guðjónssyni og fjölskyldu hans í Hafnarfirði. Lárus tók sér frí og fylgdi okkur með fjölskyldu sinni um Ísland og alla undursamlegu staðina meðfram hringveginum og heim til annarra ættingja okkar. Hann sagði að þetta hefði verið besta fríið sem hann hefði nokkru sinni fengið. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við hann og fjölskyldu hans. Við skemmtum okkur vel og erum stolt af því að vera skyld þeim. Á Egilsstöðum gistum við hjá Einari Eiríkssyni og fjölskyldu hans og þau sýndu okkur fæðing- arstað afa föður míns, Ólafs Ein- arssonar, og fleiri dásamlega staði á svæðinu. Sonur hans, Eiríkur, varð fyrstur til að hafa samband við mig með tölvupósti fyrir hönd föður síns eftir að bréfið var birt í Morgun- blaðinu. Hann átti stóran þátt í því að sannfæra mig um að ég gæti lát- ið þennan draum rætast. Þórður Júlíusson, Guðný Guðna- dóttir og Stefán skipulögðu ættar- mót afkomenda afa og ömmu föður míns í móðurætt, Hermanns Bjarnasonar og Júlíönu Jónsdóttur, í Neskaupstað. Þórður segir að við séum skyld helmingi íbúa Neskaup- staðar. Guðný Guðnadóttir bauð okkur í dásamlega lambakjöts- veislu. Við heimsóttum ættingja okkar og sigldum til Viðfjarðar. Stefán sýndi okkur merka staði í Neskaupstað og rúmlega 120 ætt- ingjar okkar tóku á móti okkur í skóla bæjarins. Við heyrðum sögur, nutum íslenskrar tónlistar og gæddum okkur á ljúffengum ís- lenskum mat. Að lokum var föður mínum færð gestabók með undir- skriftum 118 ættingja okkar. Við hlýddum á fólkið segja ástarsögu Hermanns og Júlíönu sem hefur verið sögð í Neskaupstað síðustu 100 árin. Nú hefur dóttursonur þeirra snúið aftur til staðarins, sem þau yfirgáfu, til að kynnast skyld- mennum sínum. Við fórum síðan til Snæfellsbæjar til að heimsækja Guðrúnu og Guð- laug Bergmann. Við færðum Guð- rúnu hinn skóinn sem faðir minn skar út. Nú er hann með báða fæt- urna á Íslandi. Við komumst að því að hún er líka skyld okkur og það voru óvænt og gleðileg tíðindi. Gulli sýndi okkur Snæfellsnes, sagði okk- ur undraverðar sögur og bauð okk- ur upp á lax sem hann hafði veitt og geymt handa föður mínum. Allir sem við hittum á Íslandi voru dásamlegir. Faðir minn sagði að Íslandsferðin hefði verið dýrð- leg. „Þetta var mjög eftirminnileg ferð,“ sagði hann þegar ég hringdi í hann nýlega. „Það var frábært að hitta öll skyldmennin og ég hugsa oft til þeirra. Ég vonast til að sjá þau einhvern tíma aftur.“ Faðir minn og öll fjölskylda hans vestanhafs óskar öllum á Íslandi gleðilegs árs, með kærri þökk fyrir hlýjar móttökur á liðnu ári. CHARLOTTE TAYLOR 1540 N. Ontario Street Burbank, CA 91505 Draumur Vestur-Íslend- ingsins rættist Frá Charlotte Taylor: William Einarson og Guðrún Bergmann með tréskóna sem höfðu táknræna merkingu. ÉG vil byrja á því að þakka Páli Berg- þórssyni fyrir grein sem birt var 19. des. sem hét Vanhirtur hrygningar- stofn. Páll er einn virtasti vísindamað- ur okkar, virtur og heiðraður af vís- indafélögum víða um heim. Því ættum við að taka kenningar hans til alvar- legrar íhugunar og athuga hvort ekki megi hressa upp á steingelda aðferða- fræði Hafrannsóknar í fiskverndar- ráðum. Ég er sammála Páli um sókn- arstýrinu, ég tel að þá fengi Hafró áreiðanlegri tölur og gleggri mynd af samsetningu stofnsins hverju sinni. Guðrún Marteinsdóttir hjá Hafró hefur stjórnað rannsóknum sem styðja það augljósa, að stór fiskur framleiðir stærri, fleiri og lífvænlegri hrogn, en hvað er gert við þessa vitn- eskju? Ef við tölum erfðafræði með þá er það borðleggjandi að sá stóri er sá fiskur sem við eigum að vernda fyrst og fremst. Hvernig er þetta í dag? Sá báta- flokkur sem einn getur valið fisk- stærð úr stofninum er netabátar, ekk- ert veiðarfæri getur valið svo hreinlega stærð fisksins. Páll nefnir í grein sinni að net séu með allt upp í 9 tommu möskvastærð en staðreyndin er sú að möskvarnir fara upp í 11 tommur þar sem þeir leggja fyrir þann stóra, og hafa þessir bátar frjálsar hendur um möskvastærð til stækkunar en takmörkun á smáum riðli vegna smáfisks, fiskveiðistjórn- un aðeins í annan endann. Aldrei hefur komið frá Hafró svo ég viti, að leggja til það augljósa, að banna stóran riðil í netum, þó svo að alltaf öðru hvoru komi upp umræða um hvað orðið hef- ur til þess að stórum fiski hefur fækkað. Hver er sá stóri, hann er einfaldlega kom- inn og á eftir að koma á fiskmark- aðinn sem verðmesti fiskurinn, flokk- aður af möskvastærð netanna? Það hlýtur að hafa verið mikilvæg vitneskja og reynsla sem varð til þess fyrir 20 árum að vertíðarbátar lögðu til að lokað yrði fyrir netum stórt svæði þar sem lína var dregin frá Þor- móðsskeri úti fyrir Mýrum og í Gölt er sker úti fyrir Hellnanesi á Snæ- fellsnesi. Ef til vill hefur þessi lokun verið gríðarlega mikilvæg, en engar rannsóknir hafa verið gerðar um þessa friðun svo ég viti. Fiskveiðistjórnunin hefur ekki orð- ið til þess að auka stofnstærð þó svo að góðæri hafi ríkt í hafinu, því hefur verið ákveðið að minnka heildarafla, í sama mánuði. 18. sept. 2000 ákváðu sömu stjórnvöld að opna hluta af hinu lokaða svæði fyrir netum. Sá gjörn- ingur er allur með ólíkindum þar sem nokkrir opinberir stjórnsýsluaðilar koma að máli og verður efni í aðra grein síðar. KONNÝ BREIÐFJÖRÐ LEIFSDÓTTIR trillukona, Ystaseli 26, Reykjavík. Hvar er mikilvægasti fiskurinn? Frá Konný Breiðfjörð Leifsdóttur: Konný Breiðfjörð Leifsdóttir Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.