Morgunblaðið - 11.01.2001, Side 70

Morgunblaðið - 11.01.2001, Side 70
FÓLK Í FRÉTTUM 70 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAU HEITA Libia og Ólafur og vinna saman að myndlist sinni. Þau hafa verið í gestavinnustofunni Straumi í Hafnarfirði núna í haust og héldu þar sýningu í byrjun nóv- ember. Samstarf þeirra byrjaði í Hollandi en þar hafa þau búið síð- ustu fjögur árin. Á þeim tíma hafa þau reynt að ferðast reglulega til Ís- lands og Spánar til að vinna að hug- myndum, sýna og kynnast heima- landi hvort annars og bakgrunni. Holland er svona mitt á milli þess- ara tveggja landa og virkar fyrir þau sem millirými og þar segja þau að sé líka stutt ágætlega við bakið á ungu myndlistarfólki. Þau kynntust í listaakademíunni í Groningen þar sem þau voru bæði í mastersnámi sem þau luku fyrir tveimur árum. „Ég var í fjöltækni í Myndlista- og handíðaskóla Íslands en fór í ár sem skiptinemi til Groningen og sótti síðan um mastersnám þar og komst inn,“ segir Ólafur. Libia er frá Málaga á Suður-Spáni og hafði lært bæði list og hönnun í Þýskalandi og á Ítalíu áður en hún fór í nám til Hollands, þar sem hún útskrifaðist frá málaradeild akademíunnar í Groningen. Síðan þau byrjuðu að vinna saman hafa þau unnið á sviði fjöltækni. „Það má eiginlega segja að okkar „persóna“ sé margklofin og misleit, ættuð frá útjöðrum Evr- ópu, úr suðri og norðri,“ segir Libia og bætir við: „Við höfum tvo ólíka bakpoka á bakinu sem við höfum verið að vinna úr saman í rúmlega þrjú ár og höfum á því tímabili hald- ið bæði einka- og samsýningar við ólíkar aðstæður og í mismunandi samhengi, allt frá listasöfnum og galleríum til húsþaka og yfirgefinna bygginga.“ Þau unnu líka í tæpt hálft ár að gjörningum með hópi áhugadansara en það verkefni unnu þau í samstarfi við menningarmið- stöð háskólans í Groningen. Í því verkefni gerðu þau tilraunir með að vinna í mismunandi rými og sam- hengi og gjörningarnir urðu á end- anum níu, m.a. í aðalverslunargötu borgarinnar, tveimur mismunandi leikhúsum og á myndlistarsýningu á húsþaki. Frelsi og leikur Þau segjast vilja skapa orku á sýningum sínum sem gefi fólki til- finningu fyrir frelsi en ekki að það sé aðgerðarlausir áhorfendur. „Við viljum virkja fólk til að fara á flug og leika sér á sýningum okkar því fyrir okkur er áhorfandinn hluti af sköpunarferlinu, hann tekur við verkunum þar sem við skiljum við þau og því kannski réttara að tala um þátttakendur en áhorfendur,“ segir Libia. En vegna viðhorfs þeirra og oft á tíðum óhefðbund- innar nálgunar í verkum sínum verður fólk stundum pirrað og hafn- ar verkinu sem möguleika. Þau líta hins vegar á þetta sem áhugavert fyrirbæri frekar en bara neikvæð viðbrögð. M.a. vegna þessa kjósa þau að vinna ekki bara innan hins afmarkaða rýmis gallería og sýning- arsala heldur líka leita annars sam- hengis þar sem mörkin milli lífs og listar eru minna skilgreind. Síðan þau komu til landsins hafa þau hald- ið tvær sýningar, aðra í verslunar- gluggum í Bankastræti á vegum Sævars Karls og hina í Listamið- stöðinni Straumi í Hafnarfirði. Í Bankastræti sýndu þau innsetn- inguna „Búðargluggi“ og notuðu þar myndmál búðarglugga til skír- skotunar. „Sumir héldu að um raun- verulega verslun væri að ræða og reyndu að komast inn en gripu í tómt því aftan við gluggana er Ís- landsbanki með skrifstofur og dyrn- ar því læstar,“ segir Ólafur. „Margir tóku sér góðan tíma í að skoða og reyna að komast að hvað hér væri á seyði en sumir vissu að þetta væri innsetning og aðrir gengu bara framhjá. Einstaka manneskja varð hálfmóðguð og heyrðum við nokkra segja með fyrirlitningu: „Á þetta að vera list!?“ Sýningin var opin allan sólarhringinn og það var athyglis- vert að fylgjast með því hvernig við- brögðin voru öðruvísi á kvöldin og þá sérstaklega um helgar að sögn Libiu. Sýning á síðustu mínútu Sýningin sem þau héldu í Straumi, „Straumur, The Last Min- ute Show“, var svokölluð „opin inn- setning“. „Opin innsetning er heilt umhverfi í tengslum við rýmið og samhengið þar sem það verður til,“ segir Libia. „Svona hugmynda- fræðilegur rammi sem gerir okkur kleift að sýna samræður okkar í sínu misleita, strjála og óstöðuga ástandi.“ Tveir inngangar voru að rýminu og þar af leiðandi að inn- setningunni og hafði hún því t.d. ekki neina eina framhlið. Því varð áhorfandinn að finna sína eigin leið um verkið og leita uppi sjónarhorn og tengingar. Kannski svipað og þegar fólk fer út að ganga og ákveð- ur að ganga um ákveðið svæði frek- ar en að ganga frá einum stað til annars. Þau segja að verkin í inn- setningunni hafi virkað sem kveikja og tenglar frekar en stöðugir, klár- aðir hlutir sem ekki mátti snerta. „Börn byrjuðu strax að sparka bolt- unum og hlaupa um salinn, þannig virkaði þessi kveikja strax á þau þó svo að við værum ekki með nein skilti sem á stóð að það mætti. Þetta var möguleiki og hann var opinn öll- um sýningargestum,“ segir Libia. „En við vorum samt með skilti sem bauð fólki að leggjast út af á sól- bekk og horfa á himininn út um þakgluggann,“ bætir Ólafur við. Sýningin teygði einnig úr sér í rým- inu, upp á svalir, inn á klósett og líka út úr salnum, því malarstígur sem hlykkjaðist í gegnum rýmið og tengdi inn/útgangana var samskon- ar möl og er í afleggjaranum að Straumi. „Við erum bæði að vinna með líkamann og umhverfið og í þessu verki reyndum við að virkja hvort tveggja með því að nota lykt, hljóð, hreyfingu o.fl.,“ segir Libia. „Það eru ótal möguleikar til að horfa á verkin okkar en ekki ein- hver ein bein leið og þannig var það á sýningunni í Straumi,“ segja þau samtaka. Nýtt tímabil Þetta er í fyrsta sinn sem þau dvelja hér á landi í lengri tíma til að vinna að myndlist sinni. Þau segja að þessi dvöl hafi verið þeim á margan hátt mjög mikilvæg reynsla og vilja þakka því fólki og menning- arstofnunum sem hafa hjálpað þeim að gera þetta mögulegt. Nú segja þau að ákveðnu tímabili sé að ljúka og nýtt og spennandi að taka við. „Áður en við komum hingað til Ís- lands fluttum við úr íbúðinni okkar í Groningen og komum búslóðinni í geymslu hjá vini okkar. Við ætl- uðum að vera farin til Hollands í byrjun desember en ýmislegt breyttist og m.a. dróst að fá íbúð í Rotterdam, en þangað erum við að flytja. Núna er þetta hins vegar að leysast og við förum um næstu mán- aðamót. Í Rotterdam stefnum við síðan að því að finna rými til að vinna að nýrri „opinni innsetningu“ og fá einhverja listastofnun í borg- inni til að taka þátt í verkefninu,“ segir Libia. Það er samt ekki langt í að þau komi aftur því að markmiðið er að koma aftur til landsins í haust til að halda sýningu í Galleríi Hlemmi. Ljósmynd/Borghildur Magnúsdóttir Frá sýningunni „The Last Minute Show“ í Straumi. Líf án takmarkana Libia Pérez de Siles de Castro og Ólafur Árni Ólafsson eru myndlist- armenn sem hafa dvalið hér á landi síðustu fimm mánuði. Unnar Jónas- son ræddi við þau um samstarf þeirra og sýn- ingarhald hér á landi. Libia og Ólafur klædd þjóðbún- ingum á opnuninni í Straumi. www.mbl.is                                                         ! Sími 551 5103 Yoga alla daga ll I n g i b j ö r g G u ð m u n d s Æ g i r A u ð u r I n g i b j ö r g S t e f á n s Á s t a H e l g a M o g . Litla svið ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab Í KVÖLD: Fim 11. jan kl. 20 Hátíðarsýning í tilefni af 104 ára afmæli L.R. - UPPSELT Fös 12. jan kl. 20 Frumsýning – UPPSELT Fim 18. jan kl. 20 2. sýning Þýðandi: Þorgeir Þorgeirson Leikarar: Hanna María Karlsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir Lýsing: Elfar Bjarnason Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson Leikstjórn: Viðar Eggertsson Stóra svið MÓGLÍ e. Rudyard Kipling Sun 14. jan kl. 14 Sun 21. jan kl. 14 Sun 28. jan kl. 14 – ÖRFÁ SÆTI LAUS Stóra svið SKÁLDANÓTT e. Hallgrím Helgason Lau 13. jan kl. 19 Fös 19. jan kl. 20 Lau 27. jan kl. 19 Lau 3. feb kl. 19 Litla svið ABIGAIL HELDUR PARTÍ e. Mike Leigh Lau 3. feb kl. 19 552 3000 Á SAMA TÍMA SÍÐAR KL. 20 fim 11/1 UPPSELT lau 13/1, E&F kort gilda UPPSELT sun 14/1 Aukasýning, örfá sæti fim 18/1 Aukasýning örfá sæti fös 19/1, G&H kort gilda örfá sæti lau 27/1 I kort gilda, örfá sæti laus sun 28/ nokkur sæti laus sun 4/2 laus sæti SJEIKSPÍR EING OG HANN LEGGUR SIG fös 12/1 kl. 20 örfá sæti laus lau 20/1 kl. 20 örfá sæti laus fös 26/1 kl. 20 530 3030 SÝND VEIÐI fös 12/1 kl. 20 nokkur sæti laus lau 20/1 kl. 20 nokkur sæti laus fös 26/1 kl. 20 TRÚÐLEIKUR fim 11/1 kl. 20 örfá sæti laus lau 13/1 kl. 20 örfá sæti laus fös 19/1 kl. 20 örfá sæti laus lau 27/1 kl. 20 örfá sæti laus Miðasalan er opin kl. 12-18 virka daga, kl. 14-18 um helgar og fram sýningu alla sýningardaga. Hópasala fyrir leikhús og/eða veitingahús er í síma 530 3042, opið kl. 10-16 virka daga. Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst. midasala@leik.is — www.leik.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00:                 !"     !!# $ "%#&    !!# $ "%#&           ' (    ) %$ %*%     !"+,-+..&/ 0$ "%#&   #11"   Smíðaverkstæðið kl. 20.00:  2    %     #11"   #11"        #113 "   !!# $ "%#    (45 67' % 89 %   !   :::+" !# )+  ; )%%"%<" !# )+ "# $ %  &   !   =%%"%  1 ;0+3> +!"+,?3,@&; =+3#+!"+,?3A.+   Í HLAÐVARPANUM Eva bersögull sjálfsvarnareinleikur 6. sýn. fös. 12. jan kl 21:00 7. sýn. fim. 18. jan kl 21:00 8. sýn. lau. 20. jan kl 21:00 „...textinn er bæði skemmtilegur og sannur í allri sinni tragi-kómik...ég skora á [konur]að fjölmenna og taka karlana með...“ (SAB Mbl.) Stormur og Ormur 22. sýn. sun. 14. jan. kl 15:00 23. sýn. sun. 21. jan. kl 15:00 „Halla Margrét fer á kostum“. (GUN Dagur) „Óskammfeilni ormurinn...húmorinn hitti beint í mark...“ SH/Mbl Háaloft geðveikur svartur gamaneinleikur 18. sýn laugardag 13. jan kl 21:00 19. sýn þriðjudag 16. jan kl 21:00 20. sýn laugardag 20. jan kl 21:00 „Áleitið efni, vel skrifaður texti, góður leikur og vönduð umgjörð.“ (SAB Mbl) „... undirtónninn sár og tregafullur.“ (HF DV)          BB,C.BB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.