Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Áhri far íkt grennandi l íkamskrem Vinnur á vökva- og fi tusöfnun D R A I N E M I N C E U R Útsölustaðir: Andorra Hafnarfirði, Bjarg Akranesi, Bylgjan Kópavogi, Fína Mosfellsbæ, Hjá Maríu- Amaró Akureyri, Hygea Kringlan, Hygea Laugavegi, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ. FJÖLMENNT var á ráðstefnu á veg- um umhverfisráðuneytisins á Horna- firði í fyrrakvöld um væntanlega stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Áætl- að er að þjóðgarðurinn afmarkist af jökulröndinni, en á ráðstefnunni kom fram að kröfur fjármálaráherra um þjóðlendur í Austur-Skaftafellssýslu, sem nýlega voru kynntar í héraðinu, hafa orðið til þess að valda tortryggni meðal landeigenda í sýslunni í garð hugmynda um stofnun þjóðgarðs. Telja landeigendur kröfur fjármála- ráðherra tengjast hugmyndum um stærð og umfang þjóðgarðsins og að engin tilviljun sé að kröfurnar hafi verið settar fram í Austur-Skafta- fellssýslu, næst á eftir Árnessýslu. Í máli landeigenda kom fram að nauðsynlegt væri að stofnun Vatna- jökulsþjóðgarðs væri í samvinnu við landeigendur, en slíkri samvinnu væri ógnað með kröfum um þjóðlend- ur. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra sagði að kröfugerð fjármála- ráðherra hafi komið sér í opna skjöldu og þá sér í lagi hve langt línan næði niður frá jöklinum. Ráðherra sagði að með tilliti til stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs væri hins veg- ar nauðsynlegt að ákvarða hvert eignarhaldið væri á jöklinum. Því hafi verið lögð á það áhersla að kröfur um þjóðlendur yrðu settar fram sem fyrst í Austur-Skaftafellssýslu til að útkljá deilur og auðvelda þar með stofnun þjóðgarðsins, enda væri æskilegast að allt land innan þjóð- garðsins væri í ríkiseign. Siv minnti á að kröfugerðin væri ekki endanleg niðurstaða og hvatti landeigendur til að sækja sinn rétt, enda yrði ekki gengið á eignarrétt sem hægt væri að færa sönnur á. Á ráðstefnunni kom fram að um- hverfisráðherra og flestir heima- manna telja að væntanlegur þjóð- garður á Vatnajökli muni hafa jákvæð áhrif fyrir ferðamannaþjón- ustu og samfélagið í heild. Hins vegar sé ljóst að verulega fjármuni þurfi til uppbyggingar á þjóðgarðinum og lögðu fulltrúar bæjarstjórnar á Hornafirði áherslu á að talsvert fjár- magn þurfi að koma frá stjórnvöldum til uppbyggingar þjóðgarðsins. Fjölmenn ráðstefna um Vatnajökulsþjóðgarð á Hornafirði Landeigendur tortryggnir vegna þjóðlendukrafna Morgunblaðið/Eiríkur P. Hornfirðingar fjölmenntu á ráðstefnu umhverfisráðuneytisins um fyrirhugaðan Vatnajökulsþjóðgarð. ÓLAFUR Davíðsson, formaður nefndar sem vinnur að endurskoðun laga um almannatryggingar, segir að nefndin stefni að því að ljúka störfum í vor. Hann segir að nefndin sé að undirbúa að kalla til sín full- trúa Öryrkjabandalagsins, eldri borgara, ASÍ og BSRB. Þar verði þeim kynnt störf nefndarinnar og hugsanlegar leiðir sem komi til greina varðandi breytingar á lög- gjöfinni. Auk Ólafs sitja í nefndinni Þórir Haraldsson og Jón Sæmundur Sig- urjónsson, tilnefndir af heilbrigðis- ráðherra, og Bolli Þór Bollason og Steingrímur Ari Arason, tilnefndir af fjármálaráðherra. Ólafur sagði að nefndin væri búin að vera að störfum í rúmt ár og stefnt væri að því að hún lyki störf- um í vor. Hann kvaðst telja óraun- hæft að ný lög um almannatrygg- ingar yrðu samþykkt á vorþinginu. Það þyrfti að kynna málið vel og kalla eftir viðbrögðum við tillögum nefndarinnar. Stefnt að því að bæta sérstaklega hag þeirra sem verst eru staddir „Við viljum reyna að einfalda kerf- ið og reyna að bæta sérstaklega hag þeirra sem minnstar tekjur hafa,“ sagði Ólafur. Ólafur sagði að nefndin hefði ekki markað neina stefnu ennþá um hvort ætti að draga úr tekjutengingum eða auka þær. „Til að bæta hag þeirra sem lægstar tekjur hafa þarf raun- verulega að auka tekjutengingar, en ef það á að einfalda kerfið og draga úr jaðaráhrifum verður að draga úr tekjutengingum. Þetta er því ekki einfalt mál. Við munum vega og meta þau ólíku sjónarmið sem uppi eru í þessu máli og reyna að finna einhverjar niðurstöður sem við mun- um leggja fyrir ríkisstjórnina.“ Ólafur sagði að nefndin hefði enn sem komið væri ekki haft samráð við þá sem málið varðar, en nefndin væri nú að undirbúa að ræða við Ör- yrkjabandalagið, samtök eldri borg- ara, ASÍ, BSRB og hugsanlega fleiri aðila. Nefndin myndi kynna fyrir fulltrúum þessara samtaka starf nefndarinnar og hvaða leiðir kæmu hugsanlega til greina varðandi breytingar á löggjöfinni. Unnið að endurskoðun á almannatryggingalögum Samráð við aldraða HÆSITRÉTTUR hefur sýknað ís- lenska ríkið af kröfum manns, sem taldi að sýslumanninum í Reykjavík hefði borið að ganga úr skugga um að skjal, sem var forsenda starfs- leyfis bílasala, væri ófalsað. Málið snerist um bílasala, sem falsaði bréf frá sparisjóði, þar sem fram kom að hann hefði fengið starfsábyrgðartryggingu vegna sölu notaðra ökutækja. Starfsábyrgðar- trygging er forsenda þess að bílasal- ar fái starfsleyfi, en í ljós kom að þessi bílasali falsaði yfirlýsinguna í þeim tilgangi að fá útgefið starfs- leyfi hjá sýslumanninum í Reykja- vík. Maðurinn sem höfðaði málið varð fyrir tjóni vegna viðskiptahátta bíla- salans og reyndi árangurslaust að fá það bætt. Hann reyndi þá að fá tjón sitt bætt úr ríkissjóði með þeim rök- um að sýslumanni hefði borið að ganga úr skugga um að bréfið frá sparisjóðnum væri ófalsað, en útlit bréfsins hefði gefið fullt tilefni til þess. Að auki hefði skort á eftirlit ríkisins með starfsemi bílasalans. Ekki saknæm vanræksla sýslumanns Við úrlausn málsins kvaðst Hæsti- réttur hafa litið til þess að um var að ræða tilkynningu um að starfs- ábyrgð hefði verið veitt, en ekki tryggingarskjalið sjálft. Útlit bréfs- ins hefði ekki verið með þeim hætti að í því hefði falist saknæm van- ræksla af hálfu sýslumanns að taka bréfið gilt í stað þess að rannsaka sjálfstætt hvort það væri ófalsað. Mál vegna starfa þessa sama bíla- sala og bílasölu hans, Bílatorgs við Funahöfða, hafa áður komið til kasta Hæstaréttar. Í þeim málum voru kröfur reistar á sömu málsástæðum og í þessu máli, en í báðum tilvikum var íslenska ríkið sýknað með vísan til þess að tjónþolarnir hefðu átt persónuleg viðskipti við bílasalann og tekið áhættu í þeim viðskiptum. Bílasali falsaði bréf til að fá starfsleyfi Ekki við ríkið að sakast SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðis- ins var kvatt að Réttarholtsskóla um hádegið í gær en þar hafði reyk- bomba verið sprengd í geymsluhólfi á skólagangi. Þegar slökkvilið kom á staðinn var lítill sem enginn reykur eftir innandyra þar. Nægt hafði að opna glugga og hurðir til að losna við reykinn. Reykbomba í Réttarholtsskóla SÚ ákvörðun að taka upp alþjóðlegt atvinnuflugmannspróf á síðasta ári- gæti haft áhrif á nýliðun í stéttinni en aðeins einn nemandi náði bóklega hlutanum í fyrstu tilraun. Pétur Maack, framkvæmdastjóri flugör- yggissviðs Flugmálastjórnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að það myndi ekki koma ljós fyrr en á þessu ári hvort nýja prófið hefði einhver áhrif því enn hefði enginn fengið at- vinnuflugmannsskírteini eftir að hafa lokið bæði verklegum og bóklegum hlutum prófsins. Nýja prófið er í samræmi við kröfur Flugöryggis- samtaka Evrópu og veitir réttindi til að fljúga flugvélum sem skráðar eru í Evrópu en gamla prófið veitti aðeins réttindi til að fljúga flugvélum skráð- um hér á landi. Borist hafa kvartanir til Flugmála- stjórnar frá nemendum Flugskóla Ís- lands vegna kennslufyrirkomulags hins bóklega hluta alþjóðlega at- vinnuflugmannsprófsins. Nemendur telja að kennsla og námsefni hafi ekki verið í samæri við prófin sem haldin voru og því hafi árangurinn verið slakari en ella. Fyrirkomulag próf- anna er þannig að þrisvar á síðasta ári gátu nemendur þreytt próf. Um er að ræða próf í fjórtán námskeiðum sem haldin eru á tveggja vikna tíma- bili en prófdagar eru 10. Fram að þessu hafa sjö lokið við bóklega hlut- ann en eins og áður sagði náði aðeins einn nemandi öllum prófunum í fyrstu tilraun. Enginn hefur lokið bæði við bóklega og verklega hlutann og því hefur enn sem komið er enginn fengið alþjóðlegt atvinnuflugmanns- skírteini og sagði Pétur að það væri fullkomlega eðlilegt. Hann sagði að héðan í frá yrðu prófin haldin fjórum sinnum á ári. Auknar kröfur til kennara Pétur sagði að árangurinn hér á landi væri svipaður og í þeim löndum Evrópu sem tekið hefðu prófið upp á síðasta ári. Hann sagði að hið nýja fyrirkomulag gerði auknar kröfur til kennara og að aðlögunartíminn hefði tekið lengri tíma en menn hefðu von- að í upphafi. Nemendur hafa spurt að því hvort það eigi að bitna á þeim að aðlög- unartíminn hafi lengst, m.a. vegna þess að prófgjaldið er um 30 þúsund krónur. Pétur sagði að það hefði ekk- ert verið rætt hvort eitthvað yrði komið til móts við nemendur út af þessu en til þess þyrfti að breyta reglugerð. Á síðustu 5 árum fengu að með- altali um 40 nemendur atvinnuflug- mannsskírteini. Að sögn Péturs fengu 23 nemendur atvinnuflug- mannsskírteini á síðasta ári en árið 1999 fengu 55 slíkt skírteini. Hann sagði þessa miklu sveiflu milli áranna líklega helgast af því að fjöldi nem- enda hefði lagt áherslu á að ljúka prófum áður en verklegi hluti nýju prófanna yrði tekinn upp en sam- kvæmt nýja verklega hlutanum verða nemendur að klára 5 tíma á flóknari og dýrari vél en áður tíðkaðist. Nemendur Flugskóla Íslands kvarta til Flugmálastjórnar vegna nýs prófs Atvinnuflug- mönnum gæti fækkað ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.