Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í FYRRADAG sendi forsætisnefnd Alþingis Hæstarétti bréf, þar sem leitað er eftir svari við því hvort það sé al- mennt andstætt stjórn- arskrá lýðveldisins að skerða með lögum tekjutryggingu örorku- lífeyrisþega vegna tekna maka hans. Vísvitandi stjórnarskrárbrot Í umræðunni hafði deila stjórnarflokka og stjórnarandstöðu ekki síst staðið um nákvæm- lega þetta atriði. Þing- menn stjórnarandstöðunnar lögðu megináherslu á að það væri niður- staða Hæstaréttar í dómi sínum að slík tekjutenging væri almennt óheimil af mannréttindaástæðum. Töldu þeir jafnframt að þar sem frumvarp ríkisstjórnarinnar heimil- aði að tekjur makans hefðu skerð- ingu í för með sér væri það eitt að leggja frumvarp ríkisstjórnarinnar fram brot á stjórnarskrá og málið því óþinglegt. Sumir þingmenn stjórn- arandstöðunnar gengu svo langt að lýsa því yfir að þetta hefði verið gert vísvitandi í þeim tilgangi að brjóta stjórnarskrána. Þuríður Backman, þingmaður vinstri grænna, sagði að þingið hefði verið „kallað saman til þess að lögfesta brot á stjórnarskrá lýðveldisins“ og til að ,,staðfesta brot á mannréttindum“. Slík ásökun á sér fáar hliðstæður. Spurning og svar Hæstiréttur svarar bréfi forsæt- isnefndar. Forseti Hæstaréttar seg- ir réttilega í bréfi sínu að spurt hafi verið ,,hvort með dómi Hæstaréttar 19. desember 2000 í máli nr. 125/2000 hafi verið slegið föstu að almennt sé andstætt stjórnarskrá lýðveldisins Íslands að kveða í lögum á um að skerðing geti orðið á fjárhæð tekju- tryggingar örorkulíf- eyrisþega í hjúskap vegna tekna maka hans“. Þessari spurn- ingu svarar hann neit- andi. Málflutningur stjórnarandstöðuþing- manna og Ragnars Að- alsteinssonar lög- manns var, að tenging tekjutryggingar ör- orkulífeyrisþega við tekjur maka væri óheimil með öllu, enda væri það niðurstaða Hæstaréttar að slík tekjutenging væri brot á mannréttindum ör- yrkja. Hæstiréttur hefur nú tekið af tvímæli um, að í dóminum felst ekki sú viðurkenning, sem þessir aðilar hafa haldið. Athyglisverð niðurstaða Þetta sætir tíðindum. Í þessari niðurstöðu felst að allar ásakanir um að framlagning frumvarpsins, þar sem slíkar skerðingar eru heimilað- ar, færi gegn niðurstöðu Hæstarétt- ar og gengi þar af leiðandi gegn stjórnarskránni, eru rangar. Að sjálfsögðu tekur Hæstiréttur ekki afstöðu til þess í bréfi sínu hvort það lágmark, sem í frumvarpinu er skil- greint, uppfylli ákvæði stjórnar- skrár, enda hvorki um það spurt í bréfi forsætisnefndar né hefur verið um það fjallað af Hæstarétti. Í raun var erfitt að búa við það sér- kennilega ástand að úrskurður Hæstaréttar í dómsmálinu væri túlkaður út og suður og hann beinlín- is notaður til að styðja fullyrðingar um að vísvitandi væri verið að kalla þingið saman til að brjóta stjórnar- skrá lýðveldisins. Það er óvenjulegt, að Hæstiréttur svari erindi af þessu tagi, en skiljanlegt þegar skoðað er í hvers konar ógöngur umræðan var komin. Rétt er að geta þess að á Ís- landi starfar ekki stjórnlagadómstóll til að skera úr ágreiningi eins og þeim sem hatrammastur varð á Al- þingi í þessu máli. Sérkennileg viðbrögð Viðbrögð við bréfi Hæstaréttar hafa verið sérkennileg. Ragnar Að- alsteinsson telur að Hæstiréttur sé ekki að taka afstöðu til þess hvort í dómi hans hafi verið slegið föstu að almennt sé andstætt stjórnarskrá að skerða með lögum tekjutryggingu örorkulífeyrisþega vegna tekna maka. Um það fjallar spurning for- sætisnefndar og því svarar Hæsti- réttur. Ragnar Aðalsteinsson gerir því ráð fyrir að forsætisnefnd hafi ekki vitað hvað hún spurði um, eða hæstiréttur hafi ekki skilið spurn- inguna og ekki áttað sig á því hverju hann svaraði. Lúðvík Bergvinsson segir svar Hæstaréttar markleysu, rétt eins og það sé ekki fagnaðarefni fyrir hann að úr þessu viðkvæma deilumáli um vísvitandi stjórnar- skrárbrot sé leyst. Össur Skarphéð- insson telur svar Hæstaréttar ekki skipta neinu máli. Drengskapur Einn þingmanna stjórnarandstöð- unnar skar sig úr þessum kór. Ög- mundur Jónasson sá ástæðu til þess, áður en svar Hæstaréttar var kynnt þingheimi, að árétta að hann sjálfur hefði í hita umræðunnar gengið of langt með því að kalla fram í að vís- vitandi væri verið að brjóta stjórn- arskrá lýðveldisins, og baðst hann velvirðingar á því. Ég met það mikils við þingmanninn að hann skyldi af- saka þetta, því fátt hefur gengið nær mér á þingferli mínum en þessi ásök- un um að brjóta stjórnarskrá lýð- veldisins með vilja og ásetningi. Bréf Hæstaréttar tekur af allan vafa um þennan þátt málsins og ættu allir, þingmenn sem aðrir, að fagna því. Leyst úr ágreiningi Tómas Ingi Olrich Hæstiréttur Viðbrögð við bréfi Hæstaréttar, segir Tómas I. Olrich, hafa verið sérkennileg. Höfundur er alþingismaður. UMHVERFISÞING, sem nú er haldið, er tilefni til að skyggnast til baka og velta fyrir sér árangri og vonbrigðum í umhverf- is- og náttúruverndar- málum. Það er ljóst að umhverfismál verða sí- fellt fyrirferðarmeiri í þjóðfélagsumræðunni og því af mörgu að taka. Góðar fréttir Okkur hættir mjög oft til að draga ein- göngu upp dökku hlið- ina þegar umhverfismál eru annars vegar. Sem betur fer má benda á nokkur atriði sem virð- ast hafa bætt stöðu um- hverfis- og náttúru- verndar hér á landi. Í því sambandi má fyrst nefna ný lög um mat á umhverf- isáhrifum sem samþykkt voru sl. vor. Lögin tryggja betur en áður aðkomu almennings að matsvinnunni og lögð er áhersla á samráð við gerð mat- sáætlunar til að draga úr líkunum á því að verulegir vankantar komi fram á sjálfri matsvinnunni. Til að lögin komi að fullum notum verða um- hverfis- og náttúruverndarsamtök að halda vöku sinni og hafa bolmagn til að kynna sér einstakar framkvæmdir og koma á framfæri gagnrýnum ábendingum. Og svo að lögin nái markmiði sínu verða framkvæmda- aðilar og stjórnvöld að virða þau markmið laganna að komið verði í veg fyrir framkvæmdir sem hafa um- talsverð umhverfis- áhrif. Ákvörðun ríkis- stjórnarinnar í septem- ber sl. að hefja undir- búning að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs var ákaflega mikilvæg. Að vísu er þessi ákvörð- un bundin við Skaftafell og jökuljaðarinn. En umhverfisráðherra hef- ur tilkynnt að þetta sé aðeins áfangi í málinu og að fjölmörg aðliggj- andi svæði kunni að bætast við eftir því sem aðstæður leyfa. Nú er að hefjast mat á því hvort svæðið norðan Vatnajökuls búi ekki yfir þeirri sér- stöðu og náttúrufegurð að ástæða sé til að það verði hluti þjóðgarðsins. Til náttúruverndar og gerðar göngustíga og annarra mannvirkja sem gera svæði aðgengileg og koma í veg fyrir spjöll, er nú varið meira fé en nokkru sinni fyrr. Náttúra Íslands er ein mikilvægasta auðlind þjóðar- innar þar sem hún er aðalforsenda ferðaþjónustu í landinu. Halda þarf áfram að styrkja náttúruvernd og bæta aðgengi ferðamanna. Afar hættuleg, þrávirk, lífræn efni hafa borist langa leið og mælst í um- hverfi Íslands. Í árslok var lokið við gerð alþjóðlegs samnings til að stöðva eða takmarka losun þrávirkra lífrænna efna. Íslensk stjórnvöld hafa unnið markvisst að þessu frá því um 1990. Alþjóðastarf tekur tíma en þessi áfangi sannar að starfið getur borið árangur. Stjórnvöld leita í vaxandi mæli eft- ir viðhorfum umhverfis- og náttúru- verndarsamtaka þegar setja á lög eða marka stefnu um þennan mála- flokk. Með þessu fæst fjölþættari sýn á málaflokkinn og líkur aukast á því að hægt sé að ná víðtækari samstöðu um framgang hans. Umhverfisráð- herra hefur boðað frekara samstarf og aðgerðir stjórnvalda sem geta styrkt stöðu samtakanna. Áform um þróun og notkun vetnis hér á landi eru afar góð tíðindi, ekki síst þegar flestar fréttir um getu manna til að bregðast við loftslags- breytingum eru ekki góðar. Vetnis- væðingin verður langt og erfitt verk- efni og það þarf því áræði til að ýta áformum af þessu tagi úr vör. Vinna við staðardagskrá í fjölmörgum sveit- arfélögum er einnig teikn um fram- sýni og bjartari tíma fyrir umhverf- isvernd. Hætturnar Þrátt fyrir þessa ánægjulegu áfanga, hefur á öðrum sviðum lítið miðað fram á veg eða jafnvel aftur á bak. Það voru mikil vonbrigði að ekki tókst að ljúka fundinum um loftslags- breytingar í Haag þannig að skriður kæmist á aðgerðir til að takmarka og draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda. Íslenska ríkisstjórnin treysti sér því miður ekki til að skipa sér í hóp þeirra þjóða sem þar gengu markvisst til varnar við þessari miklu ógn. Það boðar ekki gott að ekki skuli enn hafa verið sett fram markviss stefna um hvernig við ætlum að bregðast við þessari vá. Það er vissu- lega mikilvægt ef við getum lagt fram landgræðslu og skógrækt sem að- gerðir til varnar. Það hlýtur samt að skipta mestu máli að gera sér skýra grein fyrir því hvernig þróunin verð- ur ef haldið verður áfram á sömu braut að auka losun gróðurhúsaloft- tegunda með aðgerðaleysi eða jafnvel neikvæðum aðgerðum. Þar hlýtur að vega þyngst á hvaða framtíðarsýn þjóðin ætlar að byggja atvinnustefnu sína og samgöngur. Fyrir tveimur árum setti ríkis- stjórnin af stað vinnu við gerð rammaáætlunar um nýtingu vatns- afls og jarðvarma. Þess er vænst að þannig fáist mat á þá virkjunarkosti sem skynsamlegt er að nýta fyrst og hvaða kosti er raunhæft að tala um miðað við þau viðhorf til nýtingar náttúrunnar sem nú eru að mótast. Það er afar slæmt ef ekki verður gef- ið tóm til að bíða eftir niðurstöðu þessarar vinnu áður en ráðist verður í næstu virkjanir. Umræðan að undanförnu um holl- ustu innfluttra matvæla hefur opnað augu margra fyrir því hvað hreinar, íslenskar afurðir eru mikils virði fyrir okkur. Jafnframt er það skýrara hve mikið við eigum þeim að þakka sem á undanförnum árum og áratugum hafa staðið dyggan vörð um heil- brigði íslenskra dýra og oft hlotið harða gagnrýni fyrir. Sú reynsla hlýtur að verða okkur hvatning og styrkur til að stefna ekki í hættu hin- um verðmætu íslensku dýrastofnum í sjó og á landi fyrir von um skjótfeng- inn gróða. Verkefnin framundan Á umhverfisþingi eru lögð fram drög að stefnumótun um sjálfbæra þróun á næstu tuttugu árum. Þar bíð- ur okkar verkefni að stöðva það bruðl og sóun á verðmætum náttúrunnar sem hefur einkennt sambúð vest- rænna þjóða á síðustu áratugum. Þau dæmi sem nefnd voru í byrjun ættu að vera ábending og gefa okkur trú á að finna megi margvísleg úrræði til að stuðla að því. Til að ná raunveru- legum árangri skiptir mestu máli að auka fræðslu, þekkingu og skilning á nauðsyn þess fyrir þjóðina alla að taka höndum saman við að vinna að því markmiði. Það væri tvímælalaust mesti árangur umhverfisþings ef það megnar að færa okkur nær því mark- miði. Umhverfisþing – fyrirheit um umbætur? Jón Helgason Náttúruvernd Stjórnvöld leita í vax- andi mæli eftir við- horfum umhverfis- og náttúruverndarsam- taka, segir Jón Helga- son, þegar setja á lög eða marka stefnu um þennan málaflokk. Höfundur er formaður Landverndar. Í MORGUNBLAÐINU í gær (25. jan.) gagnrýndu samgönguráðherra og Leifur Magnússon skýrslu mína um mat á valkostum fyrir staðsetningu flug- vallar fyrir innanlands- flug á höfuðborgar- svæðinu, sem lögð var fram í borgarráði fyrr í vikunni. Skýrslan heitir „Borgaralýðræði og borgarskipulag: At- kvæðagreiðsla meðal almennings um fram- tíðarnýtingu Vatns- mýrarsvæðis og stað- setningu flugvallar fyrir innanlandsflug“ og er um 140 blaðsíður að lengd. Segja þeir að í svona mati þurfi m.a. að taka tillit til sjónarmiða landsbyggðar, höfuð- borgarhlutverks Reykjavíkur, skipu- lagsmála, flugtæknilegra mála, ör- yggis og veðurfars. Einnig segir Leifur Magnússon að nauðsynlegt sé að vega efnisatriði matsins með mis- jöfnum hætti. Þessi gagnrýni er ómakleg og röng. Ástæða þess er sú, að í skýrslunni er einmitt tekið tillit til allra ofan- greindra atriða, og að auki til ýmissa annarra þátta. Matið sem fram kem- ur í skýrslunni er fjölþætt og byggt á vinnu sérfróðra aðila um bæði flug- tæknileg málefni og skipulagsleg málefni, innlend og erlend. Ekki er um að ræða upphugsað einkamat mitt, enda skýrslan byggð á fjölda ritaðra heimilda og samtölum við flugfróða menn, bæði hjá Flugmála- stjórn og flugmenn, auk verkfræð- inga og skipulagsfræðinga. Heim- ildaskrá skýrslunnar er vel á þriðju síðu og í meginmáli er reglulega vís- að til heimilda. Enginn getur lagt fram forskrift að misjöfnu vægi einstakra efnis- þátta sem allir aðilar málsins gætu verið sammála um. Það er vegna þess að slíkt meta aðilar út frá hagsmun- um og hugarfari (m.a. smekk). Hvernig ætti til dæmis að ákveða hvort skipulagsleg tækifæri Reykja- víkurborgar með ann- arri nýtingu Vatnsmýr- ar eða landsbyggð- arsjónarmið um aðgengi að miðborg Reykjavíkur ættu að vega meira? Reykvík- ingar gætu litið það öðrum augum en lands- byggðarfólk. Hvert ætti vægi flugöryggis- mála að vera á móti tekjuöflunarmöguleik- um Reykjavíkur og fyr- irtækja í miðborginni? Hins vegar eru jafn- margir efnahagslegir og samfélagslegir þætt- ir í matinu. Í matsskýrslu af því tagi sem ég vann, og byggði meðal annars á miklum fróðleik Leifs Magnússonar um flugtæknileg mál- efni, var tekin sú afstaða að gera ekki upp á milli efnisþátta. Markmiðið var að draga fram þá kosti sem sérfræð- ingar um flugvallarmál hafa sagt og skrifað að séu mögulegir og segja kost og löst á hverjum um sig út frá öllum helstu sjónarhornum. Síðan var tekin saman dreifing kosta og galla. Sú niðurstaða er ekki endilega hin eina sanna niðurstaða. Það er fyr- ir almenning að ákveða hvert vægi efnisatriða á að vera. Nýr flugvöllur sunnan Hafnarfjarðar kom best út frá flestum sjónarmiðum en núver- Um flug- vallarkosti Stefán Ólafsson Reykjavíkurflugvöllur Þessi gagnrýni er ómakleg og röng, segir Stefán Ólafsson í athugasemd við ummæli samgönguráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.