Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 37
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 37 Í VIÐTALI við Morgunblaðið 12. jan- úar sl. lét ég þau orð falla að hið opinbera sýndi málefnum barna og unglinga oft sinnu- leysi með því að svara erindum frá embætti mínu seint og illa. Sem dæmi nefndi ég síðbúin viðbrögð Sambands ís- lenskra sveitarfélaga við tilteknu erindi mínu. Daginn eftir er haft eftir formanni sambandsins í blaðinu, að ,,það sé ekki hlut- verk Sambands ís- lenskra sveitarfélaga að setja lög og reglur fyrir sveitar- félögin í landinu. Það sé hlutverk lög- gjafar- og framkvæmdavaldsins“. Mér er að sjálfsögðu fullkunnugt um þetta. Hins vegar hef ég litið svo á að sambandið sé málsvari sveitar- félaganna gagnvart ríkisvaldinu og öðrum aðilum. Ég veit ekki betur en að það annist einnig fræðslustarf og ýmiss konar þjónustu við sveitar- stjórnir. Eðlilegt er því að beina þangað erindum sem varða sveitar- félögin í landinu. Það er því miður ekki einsdæmi að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi sýnt málefnum barna lítinn áhuga. Því til sönnunar vil ég hér á eftir gera grein fyrir samskiptum mínum við sambandið í tveim tilvikum en þau mál snerta bæði hagsmuni barna. Annað þeirra, sem ég vísaði til í fyrr- greindu blaðaviðtali, varðar sam- ræmdar lágmarksreglur um sumar- námskeið og vinnuskóla sveitar- félaga, en hitt málið lýtur að skóla- akstri grunnskólabarna. Vinnuskóli og sumarnámskeið sveitarfélaga 26. apríl 1996. Í kjölfar opins fund- ar, sem ég boðaði til um atvinnuþátt- töku barna og ungmenna í íslensku samfélagi, og ýmissa ábendinga er borist höfðu embættinu, skrifaði ég Sambandi íslenskra sveitarfélaga bréf, dagsett 26. apríl 1996. Í bréfinu benti ég á þörf fyrir almennar reglur um hlutverk og starfsemi vinnuskóla sveitarfélaga, s.s. reglur um stjórn og skipulag, markmið og leiðir, aðbúnað barnanna og námskeið fyrir leiðbein- endur. Lýsti ég jafnframt þeirri skoðun minni, að ég teldi sambandið vera réttan vettvang til að leggja drög að slíkum reglum. Þennan sama dag sendi ég annað bréf þar sem ég lagði til að sambandið hefði einnig forgöngu um að semja almennar við- miðunarreglur um starfsemi sumar- námskeiða fyrir börn á vegum sveit- arfélaga, s.s.um hæfi leiðbeinenda, kröfur til húsnæðis og annars um- hverfis og slysatryggingar barnanna. 22. október 1996. Sambandið fram- sendi bréf mín frá 26. apríl 1996 til allra sveitarstjórna landsins með sér- stöku bréfi, dagsettu 3. júní 1996, þar sem óskað var eftir áliti þeirra á til- mælum mínum og fór sambandið jafnframt fram á, að fá sendar reglur um sumarnámskeið barna og starf- rækslu vinnuskóla, ef einhver sveit- arfélög hefðu þegar sett sér slíkar reglur. Fram kemur í bréfinu að stjórn sambandsins taldi eðlilegast að hver sveitarstjórn setti sér sínar eigin reglur um þessa starfsemi. Þeg- ar afrit af bréfinu barst mér, 22. októ- ber 1996, höfðu engin viðbrögð borist frá sveitarstjórnunum. 9. desember 1996. Bréf mín frá 26. apríl 1996 ítrekuð. 17. desember 1996. Með bréfi sambandsins, dag- settu þennan dag, var mér tilkynnt að stjórn þess hefði ákveðið að skipa starfshóp, sem kanna ætti hvort ástæða væri til að setja samræmdar reglur um sumarnámskeið og vinnu- skóla á vegum sveitarfélaganna. 23. apríl 1997. Þennan dag sendi ég sambandinu til fróðleiks skýrsluna „Meira sólskin – fleiri pizzur“ en sem umboðs- maður barna stóð ég fyrir viðhorfskönnun meðal unglinga í vinnu- skólum sumarið 1996. Í bréfinu, sem fylgdi, vonaðist ég til þess að niðurstöður skýrslunn- ar kæmu starfshópnum, sbr. bréf sambandsins 17. desember, að not- um. 31. október 1997. Fyrri bréf mín til sam- bandsins, frá 26. apríl og 9. desember 1996, ítrekuð. 11. nóvember 1997. Með bréfi samb- andsins, dagsettu þenn- an dag, var mér kynnt greinargerð og tillögur starfshóps, sbr. bréf þess 17. desember 1996. Starfshópurinn lagði til að sambandið léti vinna ramma um starfsemi vinnuskóla og sumarnámskeiða sveitarfélaga. Í samræmi við tillögur starfshópsins féllst stjórn sambandsins á að skipa sérstakan vinnuhóp til að útbúa slík- ar rammareglur. 5. janúar 1999. Þeg- ar liðið var vel á annað ár frá skipun framangreinds vinnuhóps spurðist ég fyrir um hvað liði störfum hans með bréfi, dagsettu 5. janúar 1999. 27. október 2000. Þennan dag hringdi starfsmaður minn í lögfræðing samb- andsins. Hann upplýsti þá að ekkert hefði gerst í málinu og vinnuhópur- inn hefði ekki skilað niðurstöðum. Kvaðst hann ætla að láta mig vita af framvindu málsins. 8. desember 2000. Með bréfi þenn- an dag fór ég þess á leit að fá formleg svör frá sambandinu við erindi mínu, upphaflega dagsettu 26. apríl 1996. Óskaði ég eftir upplýsingum um starf vinnuhópsins og stöðu málsins hjá sambandinu. 20. desember 2000. Svarbréf berst loks frá Sambandi íslenskra sveitar- félaga. Í hnotskurn segir þar, að það sé ekki hlutverk sambandsins að setja reglur um starfsemi eða fram- kvæmd einstakra verkefna sem sveitarfélögin sinna og eðlilegast sé að sveitarstjórnirnar setji sér slíkar reglur sjálfar! Skólaakstur 9. júlí 1998. Með bréfi þennan dag sendi ég menntamálaráðherra álits- gerð mína um skólaakstur. Í álits- gerðinni kemur m.a. fram sú skoðun að nauðsynlegt sé, til að tryggja ákveðna samræmingu í skólaakstri á vegum sveitarfélaga, að settar verði almennar lágmarksreglur um tilhög- un skólaaksturs hér á landi. Með slík- um reglum væri nemendum, sem þurfa að sækja skóla um langan veg, tryggð eins jöfn aðstaða og framast er unnt, hvað varðar velferð þeirra og öryggi í skólaakstri. Ég lagði til að inn í núgildandi lög um grunnskóla yrði sett afdráttarlaust ákvæði um ábyrgð og skyldur sveitarfélaga varðandi skólaakstur. Á grundvelli slíks lagaákvæðis yrði síðan sett reglugerð þar sem nánar yrði kveðið á um skipulag og framkvæmd skóla- aksturs innan sveitarfélaga. 4. nóvember 1998. Bréf berst frá menntamálaráðherra þar sem segir að leitað hafi verið álits samráðs- nefndar menntamálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og samtaka kennara og skólastjóra á fyrrgreindri tillögu minni. Í ljós hafi komið að talsmenn sveitarfélaga mæla ákveðið gegn því að sett verði sérstök lagaákvæði um skólaakstur og að þeir telja allt eins árangursríkt að t.d. Samband íslenskra sveitar- félaga gefi út leiðbeinandi reglur um skólaakstur. Ég sendi sambandinu fyrirspurn um hvort og þá hvenær það hygðist gefa út framangreindar reglur um skólaakstur. 28. júní 1999. Svarbréf, dagsett 28. júní 1999, berst þar segir m.a.: „Á vettvangi sambandsins hefur verið fjallað ítarlega um setningu sér- stakra reglna um skólaakstur og í ljósi þeirrar umfjöllunar er afstaða stjórnar sambandsins sú að ekki komi til greina að slíkar miðlægar reglur verði settar.“ Lokaorð Þau viðbrögð, sem rakin eru hér að framan, bera að mínum dómi vott um áhugaleysi af hálfu Sambands ís- lenskra sveitarfélaga þegar mann- réttindamál barna eru annars vegar. Það að upplýsa fyrst eftir fjögur ár að tiltekið verkefni sé ekki á hendi sambandsins er auðvitað aðfinnslu- vert. Jafnframt er óskiljanlegt hvers vegna stjórn sambandsins ákvað að setja á stofn vinnuhóp til að semja samræmdar viðmiðunarreglur um sumarnámskeið og vinnuskóla sveit- arfélaga, en sneri síðan algjörlega við blaðinu og taldi það ekki vera hlut- verk sitt að setja slíkar reglur. Sú af- staða veldur undrun og vonbrigðum. Ekki síður eru það vonbrigði að ekki skuli hafa verið settar samræmdar reglur um skólaakstur, en vegna and- stöðu fulltrúa sveitarfélaga í fyrr- greindri samráðsnefnd menntamála- ráðuneytisins var ekki fallist á þá tillögu mína að sett yrði ákvæði í grunnskólalög um ábyrgð og skyldur sveitarfélaga á skólaakstri. Þess í stað lýstu fulltrúar sveitarfélaga í samráðsnefndinni að allt eins árang- ursríkt væri að samband þeirra gæfi út leiðbeinandi reglur um þetta efni. Síðan berast þau tíðindi frá stjórn sambandsins að hún hafni því alfarið að sambandið setji slíkar reglur. Mannréttindi barna virðast ekki eiga upp á pallborðið hjá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga. Að þessu til- efni vil ég hins vegar geta þess að sænska sveitarstjórnasambandið hefur gefið út mjög ítarlega handbók um skólaakstur til fróðleiks og upp- lýsinga fyrir sveitarfélögin þar í landi Ég tel afar brýnt að settar verði sam- ræmdar reglur um skólaakstur með öryggi barnanna í huga, ekki síst í ljósi þeirra alvarlegu slysa, sem orðið hafa í umferðinni á síðustu misserum. Þau börn sem þurfa, búsetu sinnar vegna, að ferðast daglega til og frá skóla í misvel útbúnum skólabifreið- um, eiga fullan rétt á að njóta öryggis til jafns við börn sem búa í nálægð við skólann sinn. Jafnræði barna til að njóta slíks öryggis, óháð búsetu, tel ég grundvallast á 65. gr. íslensku stjórnarskrárinnar og 2. gr. samn- ings Sameinuðu þjóðanna um rétt- indi barnsins. Hinn 5. desember 2000 ritaði ég því bréf til samgönguráð- herra. Barst mér þegar svar sam- gönguráðuneytis 7. desember sl., þar sem segir að við endurskoðun laga um skipulag fólksflutninga með hóp- ferðabílum muni verða tekið tillit til þeirra sjónarmiða sem fram koma í bréfi mínu. Ég fagna þessum já- kvæðu viðbrögðum ráðuneytisins og óska þess innilega að þau leiði til sýnilegs árangurs í bættu öryggi þeirra nemenda sem ferðast þurfa með hópferðabifreiðum til og frá skóla. Að lokum vil ég taka fram, til að fyrirbyggja misskilning, að sem umboðsmaður barna hef ég átt ánægjuleg samskipti við fjölmörg sveitarfélög í landinu, og ég tel að skilningur á mannréttindum barna fari almennt vaxandi meðal sveitar- stjórnarmanna. Fyrrgreind afstaða Sambands íslenskra sveitarfélaga endurspeglar vonandi ekki viðhorf þeirra. MANNRÉTTINDI BARNA EIGA EKKI UPP Á PALLBORÐIÐ Þórhildur Líndal Viðbrögðin bera að mínum dómi vott um áhugaleysi, segir Þórhildur Líndal, af hálfu Sambands íslenskra sveitar- félaga þegar mann- réttindamál barna eru annars vegar. Höfundur er umboðsmaður barna. STARFSRÁÐ Bandalags íslenskra skáta gengst fyrir ráðstefnu laugar- daginn 27. janúar um öryggi í skáta- starfi undir yfirskriftinni „Erum við ávallt viðbúin?“ Ráðstefnan verður haldin í skátaheimili Hraunbyrgi við Víðistaðatún og stendur hún frá kl. 13–17. Á dagskrá eru meðal annars er- indi um eldvarnir í skátastarfi, ör- yggi í skátaskálum, öryggi í útilífi skátaflokka og skátasveita, viðbrögð við slysum og skráningu óhappa, ábyrgð stjórnenda og leiðbeinenda í skátastarfi og tryggingar. Á milli er- inda verða fyrirspurnir og almennar umræður. Ráðstefnan er einkum ætluð félagsstjórnum og skálastjórnum. Ráðstefnan er einnig opin öðrum sem láta sig varða öryggi í skáta- starfi. Bein útsending verður frá ráðstefnunni á Skátavefnum (scout.is). Kaffiveitingar verða í boði Banda- lags íslenskra skáta. Ráðstefna um öryggi í skátastarfi ÁRNI Bergmann rithöfundur verð- ur gestur MÍR í félagsheimilinu, Vatnsstíg 10, laugardaginn 27. janú- ar og flytur þá spjall sem hann nefn- ir: Hvað eru Rússar að hugsa? Séð og heyrt á „æskuslóðum“ í Moskvu. Í spjalli sínu mun Árni Bergmann m.a. segja frá dvöl sinni í höfuðborg Rússlands á sl. hausti og rifja jafn- framt upp minningar frá námsárum sínum þar í borg á sjötta og sjöunda áratugnum og síðari heimsóknum á Sovéttímanum. Aðgangur er öllum heimill. Fyrirlestur um Rússland INNLENT SJÁLFBOÐALIÐASAMTÖK um náttúruvernd efna til léttrar göngu laugardaginn 27. janúar. Lagt verð- ur af stað kl. 11 frá strætisvagna- skýlinu í Mjódd. Létt ganga ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.