Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 18
Laxamýri - Árlegt þorrablót Tjör- nesinga var haldið um helgina í félagsheimilinu Sólvangi og var þar fjöldi gesta ásamt heimamönnum. Að venju var ýmislegt til skemmt- unar, annáll í bundnu máli og söng, ræðuhöld og stuttir leikþættir. Fólk kunni vel að meta góðlátlegt grín um sveitungana, enda ekkert til sparað í þeim efnum. Mikla kát- Mannmargt á þorra- blóti Tjörnesinga Morgunblaðið/Atli Vigfússon Kristján Kárason oddviti, í hlutverki heimilislæknisins, leggur á ráðin með sjúklingi sínum, Bjarna Aðalgeirssyni. ínu gesta vakti þegar oddviti sveit- arinnar brá sér í hlutverk heim- ilislæknis á Sjúkrahúsi Þingeyinga og gaf Tjörnesingu ýmislegt ráð um heilsufar og lifnaðarhætti. Meðlimir úr hljómsveit Illuga stjórnuðu fjöldasöng og spiluðu fyr- ir dansi og var orðið stutt í morg- unverk þegar síðustu gestir yf- irgáfu húsið í lok samkomunnar. LANDIÐ 18 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ísafirði - Stefnt er að því að hluti þjónustudeildar Vegagerðarinnar flytjist frá Reykjavík til Ísafjarðar á þessu ári, eins og hér hefur verið greint frá. „Tilgangurinn með þess- um flutningi til Ísafjarðar er beinlín- is sá að færa störf út á land,“ segir Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra í samtali við blaðið. „Ekki alls fyrir löngu óskaði ég eftir að allar stofnanir sem starfa á vegum sam- gönguráðuneytisins myndu leitast við að færa verkefni út á land. Segja má að þetta sé afrakstur þeirra til- mæla. Innan tíðar mun ég gera grein fyrir frekari fyrirætlunum okkar í þessum efnum“, segir ráðherrann. „Þetta er mikilvægt spor hjá Vega- gerðinni,“ segir Sturla. „Með þessu nýtist ágætis starfsaðstaða hjá Vegagerðinni á Ísafirði. Þetta ætti að stækka þann vinnustað og skapa möguleika á að færa enn frekari verkefni þangað.“ Nú þegar hefur Flugmálastjórn brugðist við með því að allt sem viðkemur þjálfun slökkvi- liðsmanna á flugvöllum er komið til Akureyrar. Af öðrum stofnunum sem heyra undir samgönguráðu- neytið má nefna Siglingastofnun, svo og Landssímann, Íslandspóst og Ferðamálaráð. Ráðherrann segir að enn sem komið er sé ekkert fleira á borðinu varðandi flutning verkefna til Vestfjarða hjá stofnunum undir samgönguráðuneytinu. Þegar ráð- herrann er spurður hvort hann hafi orðið var neikvæðra viðbragða hjá viðkomandi stofnunum og starfs- mönnum þeirra gagnvart tilmælum hans segir hann: „Það hefur ekkert komið fram svo ég viti til. Stjórn- endur hafa verið mjög jákvæðir og málefnalegir. Þeir eru tilbúnir að vinna að þessu í samræmi við ákvarðanir mínar varðandi ný störf sem verða til og verkefni sem hægt er að færa til starfsstöðva út um land. Leitast verður við að fjölga störfum úti á landi með tilfærslu ákveðinna verkefna, svo og nýrra viðfangsefna sem skapa ný störf. Það fer ekki á milli mála að forstöðu- menn þessara stofnana eru reiðu- búnir að vinna eftir þessu,“ segir Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra. Beitir sér fyrir flutningi starfa út á land „Ætti að skapa möguleika á enn fleiri verkefnum“ Hellu - Víða á landsbyggðinni bjóð- ast hagstæð kjör á byggingalóðum, eins og t.d. á Hellu á Rang- árvöllum, þar sem ekkert gjald er tekið fyrir úthlutun lóðar. Að sögn Óla Más Aronssonar oddvita Rang- árvallahrepps hefur þetta fyr- irkomulag tíðkast lengi á Hellu og er hugsað sem leið til að laða að nýja íbúa og létta þeim stofnkostn- aðinn við nýbygginguna. „Hér kost- ar sjálf lóðin ekki neitt, en menn greiða sín heimæðargjöld eins og annars staðar, vatn, rafmagn, hita- veitu og þess háttar. Síðan greiða menn svokölluð B-gatnagerð- argjöld, þegar slitlag hefur verið lagt, mishátt eftir stærð lóðar og húss, en algengar tölur fyrir B- gjöldin á venjulegum einbýlis- húsalóðum er um 400 þúsund krón- ur. Nýlega var fjórtán lóðum út- hlutað, þar af fékk einn verktaki úthlutað tíu lóðum við Sigöldu og Brúnöldu, austarlega í Helluþorpi.“ Eitt gjald á Selfossi Á Selfossi er eitt gatnagerð- argjald ásamt byggingarleyfi inn- heimt við úthlutun lóðar en ekkert B-gatnagerðargjald. Að sögn Helga Helgasonar bæjarritara á Selfossi er algengt verð á venju- legri 7- 800 fermetra einbýlis- húsalóð um 1.100-1.200 þúsund krónur sem menn greiða fyrirfram og síðan greiðir hver og einn sín heimæðargjöld eins og annars stað- ar. Á höfuðborgarsvæðinu og í stærri bæjum er reyndar farið að bjóða upp lóðir og getur ein lóð þannig kostað kaupandann nokkr- ar milljónir. Samkvæmt þessum upplýsingum má áætla að verktak- inn sem fékk úthlutað tíu lóðum á Hellu geti sparað sér allt að 7–8 milljónir króna við það eitt að velja sér byggingastað þar, frekar en t.d. á Selfossi og jafnvel enn meira sparast hefði hann valið að byggja í Reykjavík. Á móti kemur að fast- eignaverð er ekki eins hátt úti á landi og í stærri bæjum, en margir kjósa friðsæld og öryggi lítilla sam- félaga framyfir eril og amstur þeirra stærri. Að sögn oddvitans á Hellu er nú unnið að skipulagi nýrra hverfa í þorpinu, þannig að gott framboð af lóðum ætti að verða á árinu. Ódýrar lóðir á Hellu Ljósmynd/Óli Már Aronsson Ísafirði - Fjölþjóðleg helgistund var haldin í Ísafjarðarkirkju á sunnudaginn í tilefni af alþjóðatrúarbragða- deginum. Það voru Rætur, hið nýstofnaða félag áhugafólks um menningarfjölbreytni, sem höfðu frumkvæði að því að haldið yrði upp á daginn að þessu sinni. Samkoma af þessu tagi í Ísafjarð- arkirkju árið 1992 er talin marka upphafið að fjölþjóðlegu menn- ingarlegu starfi á Vestfjörðum. Séra Magnús Er- lingsson sóknarprest- ur var gestgjafi helgi- stundarinnar á Ísa- firði á sunnudag en að henni komu flest trú- félög hér vestra og einstaklingar úr ólík- um áttum. Sérstakur gestur var Toshiki Toma, prestur innflytjenda hjá Þjóðkirkjunni. Farið var með bænir, lesið upp, sungið og tónlist leikin og léttar veitingar voru á borðum. Félag um menningarfjölbreytni Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Í Ísafjarðarkirkju. Sr. Magnús Erlingsson og Bryndís Friðgeirsdóttir. Tvær nunnur, önnur frá Filippseyjum og hin frá Póllandi, notuðu kassa til að hlaða vegg sem var táknrænn fyrir þann múr sem oft er milli einstaklinga þjóða og trúarbragða. Einn þáttur helgistundarinnar fólst í að taka vegg- inn niður. Fjölþjóðleg helgistund í Ísafjarðarkirkju Búðardal - Kirkjusókn í Hjarðar- holtsprestakalli hefur aldrei verið eins mikil og á síðasta ári þegar 2.050 manns komu til kirkju og eru þá ekki meðtalin brúðkaup, jarðar- farir né skírnir. Þetta eru eingöngu almennar guðsþjónustur, barna- guðsþjónustur og helgistundir. Árið 1999 var metár og þá sóttu 1.400 manns kirkju en eins og áður sagði jókst það mikið síðasta ár eða um 40%. Í Hjarðarholtsprestakalli eru rúmlega 500 íbúar svo að þetta jafngildir því að hver maður hafi komið til kirkju 4 sinnum árið 2000. Aukning í barnastarfi Aðspurður segir sóknarprestur- inn, séra Óskar Ingi Ingason, að aukningin sé mjög jákvæð og ánægjuleg. Það má þó sérstaklega taka fram að mikil uppgangur er í barnastarfi kirkjunnar og sýna þessar tölur að þörfin á þjónustu Aukin kirkjusókn í Hjarðarholtsprestakalli Árið 2000 var metár Morgunblaðið/Guðrún Kristinsdóttir Hjarðarholtskirkja. kirkjunnar fer síst minnkandi, ekki síður í mannfærri prestaköllum. Óvenjumikið var líka um skírnir á árinu svo augljóst er að Dalamenn hafa haldið upp á aldamótaárið með djörfung og trú á framtíðina, al- mennt og í byggðarlaginu, með því að fjölga mannkyninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.