Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 41 ur féll hann frá staddur erlendis. Við munum ávallt minnast þessa lífsglaða manns sem var allt í senn holdgervingur sjálfsöryggis, dugn- aðar og atorku. Fyrir þá minningu þökkum við og vottum um leið að- standendum hans og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Olga og Hermann. Að upplifa aldamót og muna tím- ana tvenna leiðir óhjákvæmilega til þess að hugurinn leitar aftur í tím- ann. Ýmsir atburðir og atvik liðinna ára rifjast upp og kynni af fólki lífs og liðnu leita á hugann og standa ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Ástvina er saknað og ánægjuleg kynni af samferðafólki rifjuð upp og þökkuð. Í upphafi nýs árs og nýrrar aldar er minningin um móðurbróð- ur minn Gunnar Valgeirsson skip- stjóra mér efst í huga eftir fyr- irvaralaust fráfall hans nokkrum dögum fyrir 88. afmælisdag hans. Á uppvaxtarárum mínum hjá Sig- ríði móðurömmu minni, minnist ég þess hve tíðrætt henni varð um son sinn á sjónum og hve mikinn þátt hún tók í starfi hans í hugsun og orði. Sjálf hafði hún misst mann sinn Valgeir Guðbjörnsson í hafið ungan að árum og stóð þá ein uppi með börnin þeirra þrjú, Elías, Gunnar og Valentínu hvert á sínu árinu, 4–6 ára gömul. Af eigin dugn- aði og með hjálp góðra manna tókst henni að koma börnum sínum til manns og átti seinni maður hennar, Hannes Guðlaugsson múrari, ekki minnstan þátt í því. Á styrjaldarárunum voru sjó- menn í stöðugri lífshættu við störf sín við að færa þjóðinni björg í bú, og í siglingum um hættuleg haf- svæði þar sem búast mátti við fyr- irvaralausum árásum óvinakafbáta og flugvéla. Margur dugnaðarmað- urinn lét þar lífið að ósekju. Vel er því skiljanlegt að fögnuður hafi ríkt á heimilum sjómanna þegar fréttist af þeim heilum í höfn. Stoppið var þó sjaldan langt í landi og hraustir menn létu engan bilbug á sér finna þegar haldið var á sjóinn aftur. Gunnar var í hópi þeirra manna sem gegndu sjómennsku á þessum varhugaverðu tímum, en slapp giftusamlega úr þeim hildarleik. – Stríðinu lauk og friður ríkti á ný á höfunum, en stríðinu við Ægi kon- ung linnir aldrei meðan báti er ýtt úr vör. Gunnar Valgeirsson var farsæll sjómaður sem stýrði fleyi sínu heilu í höfn. Í viðtali við Guðmund G. Halldórsson á Húsavík í blaðinu Brimfaxa minnist hann á Gunnar og þátt hans í að afstýra sjóslysi við Shetlandseyjar í mesta fárviðri sem þar hafði geisað í 50 ár. Tjaldur SE135 var á heimleið frá Danmörku hlaðinn vörum og var staddur 30–40 mílur vestan eyjanna þegar að eyr- um skipverja barst spá um fárviðri. Guðmundur segir m.a. í viðtali þessu: – „Ég spurði Garðar skip- stjóra hvort hann ætlaði ekki að snúa við. – „Ég ætla að hlusta á næsta veður,“ svaraði hann. – Stýri- maður um borð var Gunnar Val- geirsson, skemmtilegur náungi og hafði siglt í um 30 ár og ekki alltaf í logni. – Eftir orðaskipti okkar Garðars fór ég niður og hallaði mér útaf, en hrökk upp við að ég kast- aðist yfir með andlitið á eitthvað og fann um leið að skipið var á hliðinni. – Tjaldur rétti sig við en lagðist yfir á stjórnborðshliðina, en ekki þó al- veg eins mikið, en sjór seytlaði inn um alla glugga á stýrishúsinu. Við vorum í kafi. – Skipinu var snúið undan og skrúfan látin halda við. Skipstjórinn kallaði í stöðina og Háifoss sem staddur var á svip- uðum slóðum svaraði en taldi sig enga björg geta veitt.– Ég heyrði þá Garðar skipstjóra og Gunnar stýrimann tala saman og Garðar sagði: „það er best að láta ralla“ og bætti síðan við: „Treystirðu þér til að ná til St. Magnus Bay?“ – „Treysti mér til þess ef við fljótum þangað til,“ svaraði Gunnar, „en þú skalt athuga að það eru helmings líkur á strandi ef við náum þangað. Ég lenti í svona atviki, fyrir fjöl- mörgum árum“, hélt Gunnar áfram, „þá komumst við þar naumlega inn eftir að við strandi lá, því þetta er stórhættulegur staður. En um ann- að er ekki að velja“. – Síðan tók Gunnar við stjórninni og næst guði er það honum að þakka að við erum til frásagnar af þessari ferð“. – Með þeim orðum lauk frásögn Guðmund- ar af atburði þessum og lýsa þau vel þrautseigju og æðruleysi Gunnars á ögurstund. – Hve giftusamlega tókst til í það sinnið þakkaði hann nærveru föður síns í brúnni, sem og oftar þegar hættu bar að höndum. Gunnar Valgeirsson kom víða við á löngum sjómannsferli; hann stundaði sjó á togurum og síldveið- ar fyrir Norðurlandi auk starfa við aðrar fiskveiðar. Síðustu árin til sjós var hann í millilandasiglingum sem bátsmaður. Á frystiskipinu Vatnajökli kom hann m.a. til Ísrael og á stærsta skipi Íslendinga á þeim árum, Tröllafossi, var hann í Ameríkusiglingum, en skipstjóri á því skipi var Bjarni tengdafaðir hans. Fyrir störf sín á sjónum var Gunnar sæmdur heiðursmerki Sjó- mannadagsráðs. Þrátt fyrir að störfin til sjós hafi gengið áfallalítið fyrir sig slapp hann ekki við áföll í lífinu. Hann var tvíkvæntur en mátti sjá á bak báðum konum sín- um og harmaði þær mjög þótt hljótt færi. Fyrri konu sína Jónu Skafta- dóttur missti hann unga frá þrem börnum, Ólafi, Gunnari og Önnu og seinni kona hans Olga Bjarnadóttir dó 1983. Með henni eignaðist hann dæturnar Jónu og Halldóru. Sonur Olgu, Þórður B. þórðarson ólst einnig upp hjá þeim. Allt eru þetta mannvænlegustu börn sem Gunnar var stoltur af. Vel man ég eftir fallegu heimili Gunnars og Jónu í húsi sem þau höfðu eignast í Skerjafirði. Það hús varð að víkja eins og mörg hús önn- ur á þeim fallega stað þegar vinna við flugvöllinn hófst. Þau reistu sér fljótlega annað hús á góðum stað við Hrísateig og varð það heimili Gunnars upp frá því og bjó hann einn í íbúð sinni síðustu árin. Fyrstu árin á Hrísateignum bjuggu þar einnig Helga og Elías bróðir Gunnars með börnum sínum. Hlý- leiki og gagnkvæm virðing ríkti ein- lægt á milli þeirra bræðranna þótt ólíkir væru. Ég minnist margra ánægjulegra heimsókna á Hrísa- teiginn og í ferðum okkar bræðr- anna í sundlaugarnar gömlu þótti sjálfsagt að líta við og þáðum við þá góðar veitingar. Í sólinni sem í minningunni var eilíf var setið undir húsvegg í garðinum við húsið og drukkið heitt kakó með heimabök- uðum kökum. Gunnari Valgeirssyni var sjó- mennskan í blóð borin og þrátt fyrir að mörg ár séu liðin síðan hann tók pokann sinn og gekk í land, var útþráin söm við sig. Undanfarin ár hafði hann það fyrir venju að sækja heim sólarstrendur einu sinni til tvisvar á ári og ekki voru margir dagar liðnir af nýbyrjuðu ári þegar hann lagði upp í eina slíka för hnar- reistur að vanda og hugðist njóta dvalar á sólríkri strönd fjarri ætt- landinu meðan mesta skammdegið ríkti heimafyrir. Dvölin að þessu sinni varð þó skemmri en til stóð, örlögin gripu inn í vandlega skipu- lagða ferðaáætlun eftir nokkurra daga dvöl. Langt frá ættingjum sín- um og ástvinum gekk sæfarinn aldni, einn síns liðs, til kojs í síðasta sinn og vaknaði ekki aftur af svefni til þessa lífs. Með þessum línum kveð ég eft- irminnilegan frænda og þakka hon- um kynnin á lífsleiðinni. Við hjónin sendum afkomendum hans og ást- vinum hugheilar samúðarkveðjur. Valgeir J. Emilsson. ✝ Guðmundur Sig-mundsson, verkamaður fæddist í Reykjavík 26. mars 1928. Hann lést í Reykjavík 18. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigmundur Þor- steinsson, f. á Mó- gilsá á Kjalarnesi 18.9. 1897, d. 12.8. 1941, og Guðbjörg Guðrún Tómasdótt- ir, f. á Nesi, Sel- tjarnarneshr., Kjós, 1.12. 1897, d. 28.6. 1940. Systkini Guðmundar; Ró- bert, f. 25.5. 1925; Hulda, f. 24.3. 1930, lést á barnsaldri, og Tóm- asína Klara, f. 5.6. 1931, lést á barnsaldri. Guð- mundur kvæntist 26. nóvember 1949 Huldu Guðrúnu Hafberg, f. í Reykjavík 14.11. 1928, d. 10.4. 1988. Börn þeirra: Gunn- ar Engilbert Haf- berg, f. 21.4. 1950; Sigmundur Haf- berg, f. 27.11. 1953 og Halldór Ingi, f. 9.8. 1959. Guðmundur stundaði málaraiðn við Iðnskólann í Reykjavík. Útför Guðmundar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Okkur langar að kveðja hér elskulegan föðurbróður okkar með fáeinum línum. Það er svo margs að minnast frá liðnum árum. Fyrst frá barnæsku þar sem við systkinin munum eftir honum á ferð og flugi á heimili okkar, þá var alltaf þessi hressleiki yfir Mumma, sem náði svo einkar vel til okkar barnanna. Við munum eftir honum sitjandi við eldhúsborðið segjandi skemmtilegar sögur. Mikill sam- gangur var á milli fjölskyldnanna og var alltaf vel tekið á móti okkur á heimili þeirra Huldu. Þau voru einstaklega samhent hjón og var missir hans mikill þegar hún féll frá. Hin síðari ár var Mummi ávallt mikið veikur, en þrátt fyrir það var samt alltaf stutt í það skoplega í lífinu, hvort sem við heyrðumst í síma eða hittumst. Birnu er ljúft að minnast gleðidags með honum í Grímsnesinu í sumar þegar þeir bræðurnir komu í heimsókn til fjöl- skyldu hennar í sumarbústað, þá átti Mummi fremur erfitt með gang en þrátt fyrir það var hann til í að fara og skoða nálægar sveitir og ganga þar um, dásama sveitina og mikið var hlegið. Þegar líða tók að degi, fannst Mumma ekkert liggja á í höfuðborgina á ný, þannig naut hann augnabliksins. Fyrir rúmlega ári vorum við stórfjölskyldan saman á ættarmóti til að minnast 100 ára afmælis móðursystur hans þá var gaman að sjá hvernig hann lék á als oddi. Nýlega fórum við síðan (Mummi og Birna) saman að heimsækja bróður Mumma á Reykjalund og þá fannst mér Mummi ákaflega vel hress bæði líkamlega og andlega. Hann hafði lagt á ráðin og ætlaði að koma stóra bróður á óvart og hafði ekkert sagt honum frá fyr- irhugaðri heimsókn sinni, en bræð- urnir höfðu þá ekki sést óvenju lengi vegna veikinda. Á leiðinni tal- aði frændi um að eflaust myndi bróðir hans ekki þekkja hann aftur svona nýgallaðan því deginum áður hafði hann verið í bæjarferð og keypti þá nýjan útifatnað. Ég hugsaði þá hversu lítið þyrfti til að gleðja Mumma, og hve gott væri að halda í barnið í sjálfum sér. Þessi tilhökkun hans var alveg yndisleg, og ávallt sýndi hann mikið þakk- læti fyrir það sem fyrir hann var gert. Ánægjulegt var að fylgjast með tilhlökkun hans þegar hann fékk nýja herbergið á Grund eftir langa bið, þá lagði Mummi mikið ofurkapp á að gera svítuna sem vistlegasta, blóm o.fl. voru keypt, enda var hann stoltur þegar dáðst var að nýja heimilinu hans. Sonum Mumma og fjölskyldum vottum við okkar dýpstu samúð. Elsku pabbi, við systkinin vitum einnig að sorgin er þér djúp, því þið voruð mjög nánir bræðurnir allt frá barnsaldri og höfðuð dag- lega samskipti. Elsku frændi, hafðu þökk fyrir allt. Þín bróðurbörn, Birgir, Birna, Guðbjörg og Ellert. GUÐMUNDUR SIGMUNDSSON Sumarið 1960 var ég læknir í Laugarási. Ég kom þá í fyrsta sinn í heimsókn í Fjall. Í Fjalli bjuggu þá í vest- urbænum systkinin Aldís, Lýður, Sigríður og Jón. Í austurbænum bjó Guðfinna, þá orðin ekkja með Bjarna, ungum syni sínum, sem nú býr með rausn í Fjalli með sínu fólki. Einungis eitt þeirra systk- ina, Ingibjörg, hafði flust að heim- an. Hún bjó og starfaði í Reykja- vík. Þessi stuttu sumakynni urðu upphaf að órofa vináttu okkar hjóna við systkinin í Fjalli en eink- um þó bræðurna Lýð og Jón og Sigríði. Þau eru nú öll látin. Síðust lést Sigríður, rétt tæplega níutíu ára að aldri. Hún var kvödd í Skál- holtsdómkirkju laugardaginn 20. janúar. SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Sigríður Guð-mundsdóttir fæddist í Fjalli á Skeiðum 1. apríl 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 11. janúar síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Skálholtskirkju 20. janúar. Sigríður var að kalla alla tíð í Fjalli. Hún vann fyrst í búi foreldra sinna en síð- ar í búi þeirra systk- ina eftir að þau tóku við búskapnum. Systkinin í Fjalli bjuggu vel og áttu arðsamt bú. Sigríður hafði sérstakan áhuga á kúnum. Hún tengd- ist þeim tryggðabönd- um, nam mál þeirra, eins og nú tíðkast að segja fínum orðum, og ég er viss um, að þær launuðu henni með miklum afurð- um. Svo nánar voru kýrnar Sigríði, að hún fór allajafna af bæ þegar þurfti að fella þær. Kom hún þá ekki sjaldan í heimsókn til okkar hingað á Oddagötuna. Fann ég, að hún lengdi stundum dvölina hér í borginni um 1–2 daga til þess að vera alveg viss um, að bræðurnir væru búnir að senda kýrnar í slát- urhúsið þegar heim kæmi. Hestarnir áttu líka hug hennar. Sjálf átti hún ágætisreiðhryssu þegar ég tók að venja komur mín- ar í Fjall. Hún hét Sif og var sjálf- gerður vekringur, viljahá og ljóm- andi ásetu, en nokkuð stríð í reið. Kona mín eignaðist síðar yngri frænku hennar, Síðu, sem reyndist afburða vel og var reiðhross henn- ar í mörg sumur. Á hverju sumri fór Sigríður einu sinni eða oftar að girðingunni sem hrossin okkar voru höfð í í Fjalli. Hún fylgdist með þeim, talaði við þau og spáði í þau eins og sagt er. Þegar við svo hittumst, sagði hún mér frá heim- sóknum sínum til hrossanna og var það okkur oft drjúgt umræðuefni. Eftir myndum að dæma hefur Sigríður ung verið fönguleg kona. Það átti þó ekki fyrir henni að liggja að giftast eða eignast börn. Meðfædd móðurást hennar leynd- ist samt ekki gagnvart sumardval- arbörnum eða þeim sem minna máttu sín. Í Fjalli var lengi hjá þeim systk- inum vanþroska maður sem að ýmsu leyti þurfti umönnunar við litlu minna en barn væri. Fannst mér á stundum sem Sigríður gengi honum í móðurstað. Þótt ólíku væri saman að jafna mátti svipað segja um kettina sem hún átti. Ég man þannig eftir fressinu Gulla sem stundum kom í eldhúsið til hennar, bitinn, rifinn og blóðugur eftir darraðardans við aðra ketti og naut ástar hennar og umhyggju en svaraði umvöndunum húsmóð- urinnar einungis með mismunandi ræfilslegu mjái! Fyrsta sunnudag í aðventu heimsóttum við hjónin Sigríði í síð- asta sinn. Hún var þá komin á dvalarheimilið á Blesastöðum. Við sátum hjá henni í fulla klukku- stund og rifjuðum upp gömul kynni og ný. Hún var ótrúlega létt í tali, full af kímni og spaugi. Við bárum saman bækur okkar frá jarðskjálftunum í sumar er leið en þá var Sigríður enn í Fjalli. Ef til vill ræddum við þó mest um „fjall- ið hennar“, Vörðufell, er blasir við frá Blesastöðum og þá ekki síst litadýrðina sem er stundum í fjall- inu á fögrum sumardögum þegar kvöldsett er. Þótt náttúran sé vissulega söm við sig finnst mér þó sem fegurstur litur sé nú af fjall- inu, þegar systkinin í Fjalli eru öll gengin. Það var góð stund sem við Ester áttum með Sigríði heitinni í byrjun desember. Við minnumst hennar og systkina hennar með hlýju. Þorkell Jóhannesson. MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðs- ins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangs- stræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.