Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Molde vill fá Bjarna
Þorsteinsson/B1
Ísland sektað á HM vegna
auglýsinga/B4
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
8 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á FÖSTUDÖGUM
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt tvo
lögmenn til að greiða konu 1,5 millj-
ónir króna í skaðabætur, en rétturinn
telur athafnaleysi lögmannanna hafa
leitt til þess að konan fékk ekki
dæmdar bætur í kjölfar vinnuslyss.
Konan veitti öðrum lögmannanna
umboð árið 1991 til að gæta hags-
muna sinna að því er varðaði bótarétt
vegna meiðsla á hendi er hún hlaut við
vinnu í frystihúsi á Reykjanesi. Lög-
maðurinn aflaði örorkumats og út-
reiknings örorkutjóns og krafði
tryggingafélag og frystihúsið um
bætur. Þeirri kröfu var synjað. Lög-
maðurinn lét svo af rekstri lögmanns-
stofu sinnar árið 1993 og tók dóttir
hans við rekstrinum. Í febrúar 1994
fékk hún gjafsóknarleyfi fyrir kon-
una, en höfðaði ekki mál og lýsti ekki
heldur kröfu konunnar í þrotabú
frystihússins, sem tekið var til gjald-
þrotaskipta í ágúst 1994, fyrr en mán-
uði frá lokum kröfulýsingarfrests.
Hæstiréttur sagði að meta bæri
störf lögmannanna beggja fyrir kon-
una í heild. Með hliðsjón af þeirri ríku
ábyrgð sem lögmenn bæru gagnvart
skjólstæðingum sínum hefði aðgerð-
arleysi fyrra lögmannsins ekki verið
nægilega réttlætt í málinu og telja
yrði að síðari lögmaðurinn hefði ekki
brugðist nógu skjótt við. Líkur stæðu
til þess að konunni hefðu verið dæmd-
ar bætur að einhverju leyti, en þar
sem lögmennirnir hefðu ekki fylgt
kröfum hennar eftir teldist hún hafa
orðið fyrir tjóni sökum athafnaleysis
þeirra.
Dæmdar bætur vegna
athafnaleysis lögmanna
HÁKON Már Örvarsson, sem á mið-
vikudag hreppti bronsverðlaun í
matreiðslukeppninni Bocuse d’Or í
Lyon í Frakklandi, kemur heim í dag
og hyggjast félagar hans í Klúbbi
matreiðslumeistara og Kokkafélag-
inu Freistingu taka á móti honum í
Leifsstöð af því tilefni.
Bocuse d’Or er óopinber heims-
meistarakeppni matreiðslumeistara
og ríkir mikil gleði í röðum íslenskra
matreiðslumanna með þennan
árangur.
Hákon festi í gær plötu með nafni
sínu við innganginn að veitingastað
Pauls Bocuse í Lyon, sem er einn
frægasti veitingastaður veraldar.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Hákon, sem var yfirmatreiðslumeist-
ari á Hótel Holti þar til síðasta sum-
ar, að framtíðin sé með öllu óráðin en
næstu dagana hyggist hann reyna að
verja meiri tíma með fjölskyldunni.
Aðstoðarmaður Hákons í keppn-
inni, Friðgeir Ingi Eiríksson, var val-
inn næstbesti aðstoðarmaðurinn í
keppninni.
Reuters
Hákon Már hampar bronsinu
við verðlaunaafhendinguna.
Plata með
nafninu við
veitinga-
stað Bocuse
Framtíðin með öllu/58
FLUGUMFERÐARSTJÓRAR
samþykktu verkfallsboðun í almennri
atkvæðagreiðslu, samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins, en óvíst er hve-
nær boðað verður til verkfallsins.
Almenn atkvæðagreiðsla hefur
staðið yfir í Félagi flugumferðar-
stjóra að undanförnu um verkfalls-
boðun og voru atkvæði talin á mið-
vikudag. Loftur Jóhannsson,
formaður Félags flugumferðar-
stjóra, sagði að ákveðið hefði verið
að gera niðurstöðu atkvæðagreiðsl-
unnar ekki opinbera að svo stöddu
og yrði viðsemjendum gerð grein
fyrir niðurstöðunni fyrstum manna
þegar þar að kæmi.
Í Félagi flugumferðarstjóra eru
tæplega eitt hundrað manns og er 32
þeirra skylt að vinna í verkfalli og
halda uppi nauðsynlegri öryggis-
gæslu komi til verkfalls.
Kjaradeilu flugumferðarstjóra var
vísað til ríkissáttasemjara um miðj-
an nóvember síðastliðinn. Næsti
fundur í deilunni er boðaður á mið-
vikudaginn í næstu viku.
Flugum-
ferðarstjór-
ar boða
verkfall
LÍFTÆKNIFYRIRTÆKIÐ Prok-
aria lagði í gær inn fjórðu einka-
leyfisumsókn sína til einkaleyfa-
stofu í Bandaríkjunum. Umsóknin
fjallar um ákveðna grunnþætti í
aðferðafræði Prokaria sem snúa
að því að vinna gen úr náttúr-
unni. Jakob K. Kristjánsson, líf-
tækniprófessor og forstjóri Prok-
aria, segir ekki vera hægt að
fara frekar út í inntak umsókn-
arinnar þar sem einkaleyfisum-
sóknir séu leynilegar í eitt til eitt
og hálft ár á meðan verið er að
meta nýnæmi og gildi uppfinn-
inganna. Það eru opinberir aðilar
sem fara yfir umsóknarferlið og
samþykkja, ef allt gengur eftir,
umsóknina.
100 einkaleyfi næstu 5 árin
Að sögn Jakobs stefnir Prok-
aria að því að sækja um 100
einkaleyfi á næstu fimm árum og
segir hann ganga vel að vinna að
því markmiði enda sé líftækniiðn-
aðurinn í örri sókn. „Einkaleyfin
eru auðvitað misjafnlega mik-
ilvæg en við teljum að þetta hafi
sérstaklega mikið gildi þar sem
það fjallar um sjálfa grundvall-
artæknina sem við byggjum fyr-
irtækið á,“ sagði Jakob og kvaðst
bjartsýnn á framtíð fyrirtækisins
og benti á að einkaleyfaverndin
væri forsenda þess að hægt væri
að hagnýta þekkinguna í líf-
tækniiðnaðinum.
Fjármálaráðherra
með fyrstu blönduna
Prokaria stundar erfðarann-
sóknir á nýjum tegundum örvera
með hagnýta eiginleika þar sem
megináherslan er lögð á rann-
sóknir hitakærra örvera og veira
úr íslenskum hverasvæðum.
Prokaria opnaði nýja 900 m²
rannsóknaraðstöðu í gær en hjá
fyrirtækinu starfa nú 24 starfs-
menn. Geir H. Haarde fjármála-
ráðherra opnaði rannsóknarstof-
urnar formlega með fyrstu
efnablönduninni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Prokaria
sækir um
fjórða
einkaleyfið
RAGNAR Aðalsteinsson hæstarétt-
arlögmaður segist allt eins eiga von á
að hann muni höfða dómsmál til að fá
að sjá minnisblað sem fór frá forsæt-
isráðuneytinu til lögfræðinganefnd-
ar sem samdi frumvarp til breytinga
á almannatryggingalögum. Frum-
varpið var samið í kjölfar dóms
Hæstaréttar í máli Öryrkjabanda-
lagsins. Úrskurðarnefnd upplýs-
ingamála hefur úrskurðað að Ragn-
ar eigi ekki rétt á að fá að sjá þetta
minnisblað.
Ragnar sagði að fram kæmi í skip-
unarbréfi nefndarinnar og í skýrsl-
unni sem nefndin sendi frá sér að
með skipunarbréfinu hefði fylgt
minnisblað. Hann sagðist hafa óskað
eftir að sjá þetta skjal en forsætis-
ráðuneytið hefði hafnað því. „Ég hef
ástæðu til að ætla að í þessu fylgi-
skjali gætu verið leiðbeiningar eða
fyrirmæli til nefndarinnar um hvað
hún eigi að gera við dóm Hæstarétt-
ar eða hvernig ætti að standa að
túlkun hans.“
Ragnar benti á að í upphafi
skýrslu lögfræðinganna kæmi m.a.
fram að nefndin ætti að fjalla um
hvort það ætti yfir höfuð að greiða
nokkuð til öryrkja og í því sambandi
væri vísað í minnisblaðið. Hann
sagðist ekki vita hver hefði samið
minnisblaðið en sagðist vera þeirrar
skoðunar að hann ætti rétt á að sjá
það á grundvelli upplýsingalaga.
Minnisblaðið hefði að vísu verið lagt
fram í ríkisstjórninni sem vinnugagn
en það hefði síðan verið sent til lög-
fræðinganefndarinnar.
Ragnar sagðist reikna með að
hann yrði að fara með málið fyrir
dómstóla til að fá dóm um það hvort
hann ætti rétt á að fá að sjá þetta
skjal.
Íhugar málsókn á grund-
velli upplýsingalaga
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður
SÆGRÆN þykk ljósrák sást á
norðvesturhimni yfir Reykja-
vík í ljósaskiptunum kl. 17:48 í
gær. Sjónarvottur sagði rákina
hafa verið líka stjörnuhrapi
nema margfalt breiðari og hún
hefði brunnið fljótt upp.
Þorsteinn Sæmundsson
stjörnufræðingur sagði að trú-
lega væri um loftstein að ræða
en töluvert hefði sést af loft-
steinum í janúarmánuði og t.d.
hefðu tvo daga í röð sést þrír
loftsteinar hvorn daginn, sem
teldist einstakt. Loftsteinar
brenna upp í gufuhvolfinu og
ekki þarf nema um hnefastóran
stein til að gefa frá sér mjög
mikla birtu.
Undur á
himni
FRESTUR til að sækja um stöðu
dómara við Hæstarétt Íslands rann
út á miðnætti í nótt. Samkvæmt upp-
lýsingum frá dóms- og kirkjumála-
ráðuneytinu verður tilkynnt síðar í
dag hverjir sóttu um. Um er að ræða
stöðu Hjartar Torfasonar sem ósk-
aði eftir því í lok síðasta árs að láta af
embætti. Hjörtur hefur verið hæsta-
réttardómari frá miðju ári 1990 og
var áður settur dómari til skamms
tíma árið 1988. Nýr dómari mun taka
við 1. mars næstkomandi samkvæmt
skipun dómsmálaráðherra.
Laus staða
hæstaréttardómara
Frestur
runninn út