Morgunblaðið - 26.01.2001, Page 10

Morgunblaðið - 26.01.2001, Page 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ FJÓRIR af níu dómurum Hæsta- réttar Íslands andmæltu því á fundi með forseta Hæstaréttar, Garðari K. Gíslasyni, að bréfi forsætisnefnd- ar Alþingis um öryrkjafrumvarpið svonefnda yrði svarað efnislega. Fjórir dómarar réttarins veittu for- seta hins vegar umboð til að svara bréfinu. Meirihluti dómaranna var því þess vegna fylgjandi að bréfinu yrði svarað efnislega. Þessar upp- lýsingar fengust á skrifstofu Hæsta- réttar í gær. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofunni var bréf forsætis- nefndar Alþingis borið undir alla dómara réttarins á fundi sem hald- inn var á þriðjudag eða sama dag og bréfið frá forsætisnefnd Alþingis barst Hæstarétti. Á þeim fundi veittu fjórir dómarar, auk Garðars sjálfs, forseta réttarins umboð til að svara bréfinu. Fjórir dómarar and- mæltu því hins vegar að bréfinu yrði svarað efnislega. Það eru dómararn- ir Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pét- ur Kr. Hafstein. Þess má geta að dómararnir fjórir sem hér voru nefndir dæmdu í máli Öryrkjabandalags Íslands og Tryggingastofnunar ríkisins auk Garðars K. Gíslasonar. Garðar og Pétur Kr. Hafstein skiluðu hins veg- ar sératkvæði um ákveðinn þátt dómsins, þ.e. þeir töldu að TR hefði mátt skerða tekjutryggingu frá 1. janúar 1999. Þeir dómarar sem veittu forseta réttarins umboð til að svara bréfinu voru Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Claessen, Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson, sem sit- ur í Hæstarétti í forföllum Hjartar Torfasonar. Mikilvægt að meirihlutinn vildi að bréfinu yrði svarað Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og formaður lögfræðinganefndar sem samdi frumvarp um breytingar á almanna- tryggingalögum, sagði að það væri mikilvægt að það væri komið fram að forseti Hæstaréttar hefði notið stuðnings meirihluta dómenda við að bréfi forseta Alþingis yrði svar- að. „Það er líka nauðsynlegt að menn skilji það að þeir fjórir sem vildu ekki að bréfinu yrði svarað voru ekki að taka neina afstöðu gegn efni svarsins. Mér er nær að halda að all- ir dómararnir níu kunni að hafa ver- ið sammála um efni þess, þ.e.a.s. hvað fælist í dóminum, þó að hluti þeirra vildi ekki að bréfinu yrði svarað af allt öðrum ástæðum,“ sagði Jón Steinar. Dregur úr trausti á Hæstarétti „Ég á erfitt með að trúa því að fimm af níu dómurum hafi ákveðið að koma sér saman um að skrifa bréf um nýgenginn dóm með hlið- sjón af því að fjórir þeirra tóku ekki þátt í að kveða upp dóminn. Ef í bréfinu er einungis vísað til dómsins má segja að það sé í lagi, en um leið og þeir byrjuðu að túlka dóminn voru þeir að dæma hann upp á nýtt,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson, hæsta- réttarlögmaður og lögmaður Ör- yrkjabandalagsins. Ragnar sagði að hægt væri að hugsa sér að dómararnir hefðu kall- að lögmenn málsaðila fyrir sig og gefið þeim kost á að tjá sig um það sem dómararnir ætluðu að gera. „Þessir dómarar þekktu hins vegar ekkert málið og hafa aldrei hlustað á málflutning í því. Ég dreg í efa að þeir hafi lesið málsgögnin. Þeir eru þess vegna ekki í neinni aðstöðu til að hafa skoðun á bréfinu.“ Ragnar sagði að margt fólk hefði haft samband við sig vegna þessa máls. Fólk væri miður sín yfir því sem hefði gerst. „Það er greinilega áfall fyrir marga að uppgötva að þeir sem fara með framkvæmda- valdið og löggjafarvaldið, sem er ærið samtvinnað eins og kenninga- smiðir hér á landi segja okkur, skuli líka vera komnir inn fyrir grindurn- ar í Hæstarétti og farnir að hafa áhrif þar með beinum hætti. Fólk hefur vitað af þessu vígi og því finnst að nú sé það fallið. Vald- inu hafi líka tekist að komast þang- að og núna séu menn hvergi óhultir lengur fyrir þessu ofboðslega valdi.“ Ragnar sagði að af þessu máli öllu ætti að draga þann lærdóm að við þyrftum að fara að endurskoða stjórnskipan landsins í heild sinni með það að markmiði að koma hér á lýðræðislegu fyrirkomulagi þar sem borgararnir í landinu hefðu einhver alvöru áhrif. Tryggja þyrfti að þeir sem yrðu fyrir því að brotið væri á réttindum þeirra gætu leitað skjóls hjá sjálfstæðum og óháðum dóm- stólum. Það kallaði á að við þyrftum að hafa vel menntaða, reynda og umfram allt sjálfstæða dómstóla. Hann sagði mikilvægt að hafa í huga að í stjórnarskránni væru hæsta- réttardómurum búin kjör sem væru hugsuð til að tryggja að þeir létu aldrei undan þrýstingi. „Nú þurfum við að snúa bökum saman, lögmenn, dómarar, stjórn- málamenn og aðrir, um að vinna það traust til baka sem nú hefur rýrnað. Það mun taka langan tíma og verða erfitt verk. Við verðum bara að horfa fram á veginn og viðurkenna að þarna voru gerð mistök. Það þarf að styrkja hið borgaralega sam- félag. Það þarf að styrkja fjöl- miðlana, því ef hér væru sterkir fjöl- miðlar og sterkt borgaralegt samfélag myndi valdið ekki dirfast að gera það sem það gerði núna og sjálfstæði dómstóla myndi heldur ekki láta undan valdinu með þeim hætti sem nú virðist hafa gerst,“ sagði Ragnar. Hann vildi taka fram að hann liti ekki svo á að Hæstiréttur hefði brugðist heldur einstakir dómarar í Hæstarétti. Hæstaréttardómarar héldu fund um bréf forseta Alþingis Meirihlutinn fylgj- andi að svara bréfinu HÆSTARÉTTALÖGMENNIRNIR Jón Steinar Gunnlaugsson og Ást- ráður Haraldsson eru ósammála um hvort Hæstiréttur eigi að fjalla um mál sem varða efnahagsleg og félags- leg réttindi. Jón Steinar telur að Hæstiréttur eigi ekki að fjalla um þessi mál en Ástráður telur það hlut- verk Hæstaréttar að fjalla um hvort mál af þessum toga njóti verndar af stjórnarskrá. Í Morgunblaðinu í gær er vitnað til viðtals sem danska blaðið Aktuelt tók við Niels Pontoppidan, fyrrver- andi forseta Hæstaréttar Danmerk- ur. Í viðtalinu er haft eftir Pontopp- idan: „Ég tel að vísa eigi frá þeim málum þar sem því er til dæmis haldið fram að heimilishjálp sé ónóg eða krafa stjórnarskrárinnar um framfærslu sé ekki uppfyllt. Ef dómstólarnir eiga að taka afstöðu í efnahags- og félagslegum réttinda- málum eru þeir orðnir beinir þátt- takendur í þjóðfélagsumræðunni og þar með komnir langt út fyrir sitt umboð.“ Jón Steinar Gunnlaugsson sagðist vera algerlega sammála orðum Pontoppidans. „Það sem haft er eft- ir Pontoppidan í þessu viðtali er al- gerlega í samræmi við mínar skoð- anir á þessu, sem ég reyndar lét í ljós í Morgunblaðinu strax eftir að dómur Hæstaréttar í máli Öryrkja- bandalagsins féll. Ég tel að það sem hann er að segja sé algert grund- vallaratriði þegar við erum að skoða verkaskiptingu þessara þýðingar- miklu valdaþátta. Því er stundum haldið fram að danski hæstirétturinn sé eitthvað tregari til þess að viðurkenna að lög brjóti í bága við stjórnarskrána en sá íslenski. Fyrir því kunna að vera ýmsar ástæður. Það getur t.d. verið að löggjöfin í Danmörku sé vandaðri en hér á landi. Þar að auki hefur einmitt orðið breyting á þessu við- horfi í dönskum rétti einmitt undir forystu Pontoppidans,“ sagði Jón Steinar. Lína sem Hæstiréttur verður að gæta sín á að fara ekki yfir Ástráður Haraldsson sagði að því væri oft haldið fram að Hæstiréttur Danmerkur væri tregur til að dæma í málum sem varða efnahagsleg og félagsleg réttindi. Það hefði komið fyrir að alþjóðlegir dómstólar hefðu fjallað um þessi mál og ekki alltaf dæmt á sama veg og Hæstiréttur Danmerkur. „Í þessum málum er einhver lína sem Hæstiréttur verður að gæta sín vel á að fara ekki yfir. Það er eitt að að túlka grunnreglur og annað að setja reglur um útfærslur þeirra, sem er ekki hlutverk Hæstaréttar. Ég held að það sé ekkert sem bendi til að Hæstiréttur Íslands hafi farið út fyrir þessa línu,“ sagði Ástráður. Ástráður sagði að það væri eng- inn ágreiningur um að Hæstiréttur ætti að túlka vernd mannréttinda að því er varðar þau réttindi sem er að finna í eldri mannréttindaskrám, þ.e. þegar fjallað væri um eignar- rétt og persónufrelsi. „Menn eru hins vegar ekki eins sammála um að þessi nýrri réttindi sem hafa verið skilgreind og ætluð vernd á alþjóða- vettvangi á 19. og 20. öld, þ.e. afleitt réttindi sem kölluð hafa verið efna- hagsleg, menningarleg og pólitísk réttindi, njóti verndar í stjórnar- skrá. Ég held að þetta sé einfald- lega eðlileg réttarþróun. En menn verða að sjálfsögðu að gæta að því að ekki sé farið út fyrir þau mörk sem dómstólum er sett. Dómstólar eiga fyrst og fremst að túlka vernd- ina en ekki að setja nýjar reglur.“ Morgunblaðið leitaði einnig álits lagaprófessoranna Eiríks Tómas- sonar og Páls Sigurðssonar, en þeir báðust undan því að tjá sig um þessi ummæli. Á Hæstiréttur að fjalla um félagsleg réttindi? Skiptar skoðanir á ummælum Pontoppidans PÁLL Sigurðsson, prófessor í lög- fræði við Háskóla Íslands, segir að forseti Hæstaréttar, Garðar K. Gíslason, hafi – með því að tjá sig efnislega um öryrkjafrumvarpið svonefnda sem nú er orðið að lögum – „dæmt“ sig vanhæfan til að fjalla um væntanlegt dómsmál vegna stjórnskipulegs gildis umræddra laga, þegar málið komi á æðra dómsstig. Þetta kom fram í grein sem Páll Sigurðsson ritaði í Morg- unblaðið í gær. „Jafnframt hlýtur það að vera réttmætt álitamál, hvort hann hafi einnig, með und- irritun bréfsins „dæmt úr leik“ alla aðra dómara Hæstaréttar (átta að tölu auk hans sjálfs), sé það rétt, sem haft er eftir forsetanum í fjöl- miðlum, að þeir hafi gefið samþykki sitt fyrir því að bréfið væri samið og sent. Þar með hafa þeir, svo að staðfest sé, tjáð sig um þetta mál með líkum hætti og forseti rétt- arins,“ segir Páll ennfremur í grein- inni. Bætir hann því við að fordæmi fyrir „skýringarþjónustu“ Hæsta- réttar – og þar með annarra dóm- stóla – hafi nú verið skapað. Hér má við það bæta að fjórir af níu dómurum réttarins voru andvígir því að forseti réttarins svaraði efn- islega bréfi forsætisnefndar Alþing- is um öryrkjafrumvarpið skv. upp- lýsingum frá skrifstofu Hæstaréttar. Það eru þau Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrys- son, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Máli sínu til stuðnings um van- hæfi dómaranna vísar Páll til nið- urstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Procola gegn Lúx- emborg, frá 28. september 1995. Þar, segir Páll, komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu, að það að dóm- arar sem höfðu tjáð sig (með form- legum hætti en í gervi ráðgjafa stjórnvalda) um stjórnskipulegt gildi lagafrumvarps, leiddi óhjá- kvæmilega til þess að þeir yrðu ekki taldir óvilhallir dómendur í máli, þar sem reyndi á sama álita- efni eftir að frumvarpið hafði verið lögtekið. „Myndi önnur niðurstaða, að mati dómsins, ekki fá staðist skýlaust ákvæði 1. mgr. 6.gr. Mann- réttindasáttmála Evrópu, þar sem fjallað er um réttláta og óvilhalla málsmeðferð,“ segir Páll að síðustu. Morgunblaðið reyndi að ná í Garðar Gíslason, forseta Hæstarétt- ar, vegna þessa álits Páls í gær en þau skilaboð bárust frá skrifstofu réttarins að hann vildi ekki tjá sig frekar við fjölmiðla. Páll Sigurðsson lagaprófessor Dómarar dæma sig vanhæfa VÍGBÚINN háþrýstidælu og vel gallaður lét verkamaðurinn í slippnum í Reykjarvíkurhöfn verkin tala. Morgunblaðið/Jim Smart Verkin tala

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.