Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 6
LÖGREGLAN í Keflavík lýsir eftir jeppabifreið sem stolið var frá Bílasprautun Suður- nesja, Smiðjuvöllum 6, Kefla- vík. Bifreiðin er af gerðinni Nissan Pathfinder, árgerð 1988, skráningarnúmer JA-638. Þjófnaðurinn átti sér stað einhverntíma á tímabilinu frá því um kl. 11, sunnudaginn 14. janúar til um kl. 8 að morgni mánudagsins 15. janúar. Þeir sem kynnu að hafa ein- hverjar upplýsingar um málið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 421 3333. RÍKISSAKSÓKNARI hefur birt þremur mönnum ákæru fyrir fíkniefnasmygl. Tveir mannanna eru sakaðir um að hafa staðið saman að innflutn- ingi á rúmlega 5.000 e-töflum til landsins í júlí í fyrra en sá þriðji fyrir að hafa flutt inn rúmlega 800 e-töflur um miðj- an október sl. Annar þeirra sem nú er ákærður fyrir innflutning á 5.000 e-töflum er breskur rík- isborgari sem búsettur er hér á landi. Íslendingurinn var handtekinn í Leifsstöð þegar hann kom til landsins frá London seinnipartinn í júlí og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Bretinn var handtekinn nokkr- um vikum síðar. Við þingfestingu málsins kvaðst Íslendingurinn aðeins hafa verið burðardýr. Hann hafi í raun flutt inn e-töflurnar að beiðni Bretans. Bretinn kvaðst hinsvegar aðeins hafa verið milligöngumaður. Hann hafi séð um að útvega og greiða fyrir e-töflurnar fyrir Íslendinginn í London en síðan afhent Íslendingnum þær. Þriðji maðurinn sem nú hef- ur verið ákærður var handtek- inn á Keflavíkurflugvelli um miðjan október við komuna frá Þýskalandimeð rúmlega 800 e- töflur innvortis. Töflunum hafði hann komið fyrir í smokkum sem hann hafði gleypt. Þrír ákærðir fyrir e-töflu- smygl FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRN Bændasamtakanna kom saman til fundar á miðvikudag þar sem innflutningur fósturvísa úr norskum kúm var meðal umfjöllun- arefna. Á fundinum kom fram tillaga frá einum stjórnarmanni, Gunnari Sæmundssyni frá Hrútatungu, um að innflutningnum yrði frestað. Önn- ur tillaga kom á móti frá Ara Teits- syni, formanni samtakanna, og Þór- ólfi Sveinssyni, formanni Lands- sambands kúabænda, um að vísa tillögu Gunnars til umfjöllunar á Búnaðarþingi, sem hefst í byrjun mars nk. Sú tillaga var samþykkt með fimm atkvæðum stjórnarmanna og tveir sátu hjá. Gunnar var annar þeirra. Gunnar Sæmundsson sagði við Morgunblaðið að ástæða tillögu hans hefði annars vegar verið neikvæð umræða í þjóðfélaginu að undan- förnu um innflutninginn, ekki síst vegna kúariðunnar, og hins vegar vaxandi andstaða meðal kúabænda. Vísaði Gunnar þar til undirskrifta- söfnunar sem væri hafin meðal kúa- bænda um land allt þar sem innflutn- ingi fósturvísanna er mótmælt. Búkolla, nýtt félag áhugamanna um íslensku kúna, hefur staðið fyrir þessum undirskriftasöfnunum og á þeim svæðum sem niðurstaða hefur þegar fengist, t.d. í Skagafirði, V- Skaftafellssýslu og á Vestfjörðum, hafa allt að átta af hverjum tíu kúa- bændum á þessum svæðum skrifað undir mótmælin. Gunnar minnti á könnun sem gerð hefði verið árið 1997 meðal kúa- bænda. Þá hefði afgerandi meirihluti lýst sig andvígan innflutningi fóstur- vísanna. Sú andstaða hefði frá þeim tíma síst minnkað miðað við undir- skriftasöfnunina sem nú væri í gangi. Gunnar sagðist líta svo á að með því að stjórn Bændasamtak- anna hefði vísað tillögu sinni til Bún- aðarþings væri nú þegar búið að fresta þessum innflutningi, að minnsta kosti fram yfir þingið. Einn- ig væri beðið niðurstöðu ferðar yf- irdýralæknis og fleiri til Noregs í næsta mánuði til að kynna sér að- stæður hjá seljendum fósturvísanna. Sigríður Jónsdóttir, kúabóndi á Gýgjarhólskoti í Árnessýslu, er for- maður Búkollu. Hún sagði stuðning við stefnu félagsins fara vaxandi en meginmarkmið félagsins er að standa vörð um íslenska kúakynið og mótmælt er hvers kyns erfðameng- un, t.d. úr norskum kúm. Yfir 1.300 manns hafa skráð sig í Búkollu og eru kúabændur þar af um 500. Á vef- síðu Búkollu í gær, bukolla.is, mátti sjá að stöðugt var að bætast við félagatalið, en þess má geta að kúa- bændur á Íslandi eru alls tæplega tvö þúsund ef tvítalið er á hverju kúabúi. Öðrum innflutningi mótmælt „Meginástæðan fyrir því að við kúabændur höfum risið upp er að við teljum að okkar forsvarsmenn hafi brugðist þeim stóra hópi bænda sem er á móti þessum innflutningi. Þeir hafa gengið hart fram í því að fá leyfi fyrir innflutningnum þrátt fyrir að vitað væri um mjög stóran hóp bænda sem væri á móti þessu,“ sagði Sigríður. Auk innflutnings á norskum fóst- urvísum ræddi stjórn Bændasam- takanna innflutning á írsku nauta- kjöti og umdeildan innflutning á fóðurmjöli fyrir svín og kálfa, sem Gunnar Sæmundsson sagði „dæma- lausan“. Bændasamtökin hafa einnig mótmælt þessum innflutningi form- lega. Fram hefur komið frá Aðfanga- eftirlitinu að fóðurinnflutningurinn hefði verið leyfður fyrir misgáning og hefur nú verið stöðvaður. Gunnar sagði að svo virtist sem hægt væri að flytja inn hvað sem væri, jafnvel þótt að tilskilin vottorð vantaði. Hann sagði að þessi mál yrðu án efa rædd á næsta Búnaðarþingi. Tillögu um frestun á innflutningi norskra fósturvísa vísað til Búnaðarþings Mótmælum safnað meðal kúabænda um allt land Morgunblaðið/Árni Sæberg Stjórn Bændasamtaka Íslands á fundi sínum. Frá vinstri eru það Hörður Harðarson, Guðmundur Grétar Guðmundsson, Þórólfur Sveinsson, Sig- urgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri samtakanna, Ari Teitsson, for- maður, Gylfi Orrason, ritari stjórnarinnar, Hrafnkell Karlsson, Gunnar Sæmundsson og Örn Bergsson. HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað ís- lenska ríkið af kröfum sænskrar skipasmíðastöðvar, sem taldi starfs- menn Siglingamálastofnunar hafa sýnt saknæmt atferli við skoðun og útgáfu haffærisskírteinis. Skipa- smíðastöðin tók gamalt skip upp í ný- smíði og hélt því fram að skipið væri í raun ónýtt, þrátt fyrir að hafa fengið grænt ljós hjá Siglingamálastofnun. Skipasmíðastöðin gerði árið 1986 samning við íslenskt útgerðarfyrir- tæki um nýbyggingu skips. Samn- ingurinn gerði ráð fyrir að skip í eigu útgerðarfyrirtækisins, sem var smíð- að árið 1964, skyldi tekið upp í kaup- verðið með þeim skilyrðum að það hefði hreint vottorð frá Siglinga- málastofnun, væri hreinsað og málað og allur aðalbúnaður í góðu ásig- komulagi. Þegar að afhendingu gamla skips- ins kom sagði skipasmíðastöðin að hún gæti ekki tekið við því þar sem það væri ekki í samningsbundnu ástandi. Siglingamálastofnun hafði gefið út haffærisskírteini fyrir skip- ið, sem gilda átti til ágúst 1989 með tilteknum athugasemdum, sem færð- ar voru í eftirlitsbók skipsins og var skipinu siglt til Svíþjóðar og tekið út af skipaskrá á Íslandi í september 1988. Skipasmíðastöðin taldi sig hafa orðið fyrir tjóni vegna saknæms at- ferlis starfsmanna Siglingamála- stofnunar við skoðun og útgáfu haf- færisskírteinis og yfirlýsingu um kvaðaleysi og krafði íslenska ríkið um skaðabætur. Var því m.a. haldið fram að ólögmætt hefði verið að gefa út haffærisskírteini án þess að veru- legar athugasemdir fylgdu eins og ástandi skipsins var háttað og að það hefði leitt til tjóns fyrir sig þar sem samningurinn teldist réttilega efnd- ur af hálfu útgerðarfélagsins sem fékk nýja skipið, en skipasmíðastöðin sæti uppi með ónýtt skip. Vísaði stöð- in helst til þess að nokkrar plötur í skipinu hafi verið undir lágmarks- þykkt og hefði átt að geta þess í eft- irlitsbók. Var kunnugt um ástandið Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm um að íslenska ríkið skyldi sýknað af kröfum skipasmíðastöðvarinnar. Hæstiréttur sagði, að ekki hefði ver- ið sýnt fram á að útgáfa haffærisskír- teinis hafi brotið gegn þágildandi lögum um eftirlit með skipum og ekki hefði verið lagaskylda að geta um þykktarmælingu í eftirlitsbók skipsins, auk þess sem ljóst væri að þáverandi eiganda skipsins og skipa- smíðastöðinni hafi verið kunnugt um hana. Starfsmenn skipasmíðastöðv- arinnar höfðu t.d. skoðað skipið þrí- vegis. Hæstiréttur sagði að skoðun Sigl- ingamálastofnunar hafi verið fram- kvæmd í samræmi við íslensk lög og venjur og samningsákvæði vegna nýja skipsins legðu ekki umfram- skyldu á herðar Siglingamálastofn- unar við framkvæmd skoðunar. Hæstiréttur sagði að auki, að ekki hafi verið sýnt fram á að það mat yf- irskoðunarmanns Siglingamála- stofnunar og skoðunardeildar, að haffæri skipsins væri óskert, hefði verið rangt. Hæstiréttur sýknaði íslenska ríkið af kröfum sænskrar skipasmíðastöðvar Útgáfa haffærisskírtein- is í samræmi við lög SAMSTARFSSAMNINGUR Ís- lands og Færeyja í ferðamálum, skammstafað FITUR, sem gerður var fyrir fimm árum, hefur nú verið treystur enn frekar þar sem efna á til ritgerðar- og verkefnasamkeppni milli 11–12 ára barna í vinabæjum á Íslandi og í Færeyjum. Er þetta stærsta verkefni sem FITUR hefur ráðist í en markmið samningins, sem gildir til ársins 2002, er að auka ferða- lög á milli Íslands og Færeyja. Mark- miðið með samkeppninni er að kynna íslenskum börnum Færeyjar og fær- eyskum börnum Ísland. Þeir vinabæ- ir sem munu taka þátt í samkeppninni í ár eru Akranes – Sörvágur, Snæ- fellsbær – Vestmanna- og Fjarðar- byggð – Sandavágur. Önnur sveitar- félög hér á landi sem eiga vinabæi i Færeyjum og taka þátt í samkeppn- inni á næstu árum, eru Siglufjörður, Garðabær, A-Hérað, Ísafjörður, Ár- borg, Kópavogur, Borgarfjörður, Keflavík og Hafnarfjörður. Að frumkvæði FITUR voru tveir skólastjórar fengnir til að undirbúa samkeppnina, þeir Guðbjartur Hann- esson á Akranesi og Petur Kruse í Sörvági. Keppnin í ár fer fram á tíma- bilinu janúar til mars og er á milli bekkjardeilda í viðkomandi bæjum. Vegleg verðlaun eru veitt í formi ferða milli landanna. Vinningshafar verða valdir í vor úr hópi 5 bestu verk- efna frá hvoru landi fyrir sig. Lagt er upp úr því að verkefnin gefi eins góða mynd og upplýsingar af löndunum og hægt er. Börnin geta valið á milli þess að skrifa ritgerð, vinna margmiðlun- arverkefni, myndbönd eða vegg- spjöld, eða að blanda þessu saman. Gagnkvæmar heimsóknir vinnings- bekkjanna fara síðan fram á næsta skólaári. Skólar af Austurlandi munu ferðast með Norrænu til Færeyja, og það sama gildir um færeysku sam- starfsskóla þeirra, en skólar annarra vinabæja á landinu munu ferðast með flugi. Ritgerðasamkeppnin verður nánar kynnt á næstunni í viðkomandi skólum og sveitarfélögum. Gunnar Sigurðsson á Akranesi sit- ur í stjórn FITUR fyrir hönd Íslands ásamt Arnbjörgu Sveinsdóttur þing- manni og Steini Lárussyni frá Flug- leiðum. Gunnar sagði við Morgun- blaðið að góð reynsla væri komin á samstarf Íslands og Færeyja í ferða- málum en með samkeppni barnanna væri ætlunin að auka það enn frekar og höfða betur til unga fólksins. Von- ast væri til að verkefnin ykju áhuga barnanna á löndunum og menningu þeirra. Meðal þess sem FITUR hefur gert á síðustu árum er að styrkja hópa skóla- og íþróttafólks til að ferðast á milli landanna auk þess að styrkja menningarsamskipti milli landanna. Samstarf Íslands og Færeyja í ferðamálum aukið á vegum samningsins FITUR Efnt til samkeppni 11–12 ára barna í vinabæjum landanna Morgunblaðið/Ásdís Fulltrúar Íslands í stjórn FITUR, þau Gunnar Sigurðsson, Arnbjörg Sveinsdóttir og Steinn Lárusson. Lýst eftir jeppa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.