Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 24
ERLENT 24 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚTSALA enn meiri verðlækkun Laugavegi 20, sími 562 6062. BRESKIR sjómenn hafa farið fram á 12,5 milljarða króna í bætur frá stjórnvöldum vegna þorskveiðibanns- ins í Norðursjó. Segja þeir, að afleið- ingar bannsins verði þær, að hundruð sjómanna missi vinnuna og fjöldi vinnslustöðva fari á hausinn. Elliot Morley, sjávarútvegsráð- herra Bretlands, hefur fagnað bann- inu sem mikilvægri verndaraðgerð en það mun koma illa við helstu fiskveiði- bæina í Skotlandi; Peterhead, Fras- erburgh og Aberdeen, og Leirvík á Hjaltlandi. Talið er, að vegna banns- ins verði að leggja 120 skipum eða fimmtungi skoska botnfiskveiðiflot- ans. Í Englandi mun bannið koma sér langverst fyrir Lowestoft á austur- ströndinni. Bannið, sem á að standa í 12 vikur frá 12. febrúar, tekur sér- staklega til hrygningarstöðva þorsks- ins við Skotland, Noreg, Danmörku og Holland. Ljóst er, að fiskiskipum verður að fækka í Skotlandi og í öðrum Norður- sjávarríkjum og talsmenn sjómanna segja, að það muni koma til af sjálfu sér. Nú í vor verði margir orðnir gjaldþrota nema stjórnvöld aðstoði menn við að hætta. Í því skyni hafa skoskir sjómenn farið fram á 12,5 milljarða króna frá ríkinu og benda á, að það sé sama upphæð og landbún- aðurinn fái í styrki hvern einasta dag. Þorskveiðibannið Skoskir sjómenn vilja bætur Brussel. Daily Telegraph. JOSCHKA Fischer, utanríkisráð- herra Þýzkalands, reyndi í ræðu sem hann flutti í Lundúnum í fyrra- kvöld að slá á áhyggjur þeirra sem ekki vilja sjá Evrópusambandið (ESB) þróast í átt að sambandsríki en varaði samt við því að Evrópu- samstarfið falli „til baka“ í hefð- bundið milliríkjasamstarf. „Bakslag í samrunaferlið væru mjög alvarleg mistök,“ sagði hann í ávarpi sínu er hann veitti móttöku viðurkenningu sem brezk-þýzku vináttusamtökin German-British Forum sæmdu hann fyrir ræðu um sýn sína á framtíð ESB frá því í fyrravor. „Með því að falla aftur í beint milliríkjasamstarf myndi Evrópa (les: ESB) missa starfshæfni sína; það myndi leiða til valdajafnvæg- isstjórnmála,“ og það myndi að mati Fischers vekja upp spennu í sam- skiptum Evrópuríkjanna. Í ræðunni færir Fischer rök fyrir því að Evrópusambandinu sé nauð- syn á að „dýpka“ samstarfið enn frekar en því tilheyrir aukið full- veldisafsal aðildarríkjanna til hinna yfir- (eða sam-) þjóðlegu stofnana sambandsins, nokkuð sem ESB- andstæðingum hugnast alls ekki en þeim hefur verið að vaxa fiskur um hrygg í Bretlandi, einkum í Íhalds- flokknum. Fischer lagði engu að síður áherzlu á, að þjóðríkin yrðu ávallt grundvallareiningar Evrópusam- starfsins; þau sæju ESB fyrir nauð- synlegu lýðræðislegu lögmæti. „ESB á aldrei eftir að verða eig- inlegt ríki, hvað þá ofurríki,“ sagði hann. „Hvergi – hvorki í Þýzka- landi, Frakklandi né neins staðar annars staðar í álfunni – vilja menn miðstýrt ofurskrifræði.“ Í ljósi þess að búizt er við að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, boði þingkosningar í vor þurfti þýzki sendiherrann í Lundúnum að vísa því á bug í viðtölum við brezka blaðamenn á miðvikudaginn, að brezkir ráðamenn hefðu þrýst á um að Fischer myndi í ræðunni halda aftur af sér, þar sem of samb- andsríkissinnaður boðskapur yrði álitinn geta skemmt fyrir Verka- mannaflokknum í væntanlegri kosn- ingabaráttu. Fischer og hinn brezki starfs- bróðir hans, Robin Cook, áttu við- ræður um Evrópumálin í fyrradag og reyndu þeir að þeim loknum að kveða niður áhyggjur af því að grundvallarágreiningur væri milli brezkra og þýzkra ráðamanna um það hver framtíðarþróun Evrópu- sambandsins (ESB) skuli vera. Á sameiginlegum blaðamanna- fundi ráðherranna sagði Cook að ríkisstjórnir beggja landa væru sammála um hvert ESB eigi að stefna. „Við lítum báðir svo á, að Evrópa þurfi að passa upp á jafnvægið milli sambandsins og aðildarríkjanna, þannig að ESB beini sjónum eink- um að alþjóðlegum málefnum og að aðildarríkin einbeiti sér að þeim málefnum sem mikilvægust eru í innanríkisstjórnmálum,“ sagði Cook. Áherzla Cooks á mikilvægi milliríkjasamstarfs í ESB framtíð- arinnar virðist þó í nokkru ósam- ræmi við nýlegar yfirlýsingar Ger- hards Schröders kanzlara um þörfina á að Evrópusamruninn byggðist að meira leyti á markviss- um skrefum í sambandsríkisátt. Blair forsætisráðherra heldur á mánudag til Berlínar til viðræðna við Schröder kanzlara um Evrópu- málin. Á miðvikudag munu svo leið- togar Þýzkalands og Frakklands eiga sérstakan fund í Strassborg þar sem Þjóðverjar vilja koma sam- starfi þjóðanna í Evrópumálum á nýjan grundvöll eftir Nice-fundinn í desember. Það olli mörgum Þjóð- verjum vonbrigðum hve eiginhags- munagæzla Frakka (og annarra að- ildarþjóða) yfirgnæfði þar meinta heildarhagsmuni ESB. Fischer varar við bak- slagi í samrunaferli ESB London. Reuters, The Daily Telegraph. Reuters Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýskalands (t.v.), ásamt Gerhard Schröder kanslara. ÍBÚAR fjallabæjarins Davos í Sviss búa sig nú undir árlegu Al- þjóðaefnahagsráðstefnuna, WEF, sem hefst í bænum á morgun. Margir helstu ráðamenn heims verða þar að venju í nokkra daga og andstæðingar alþjóðavæðingar ætla ekki að láta sig vanta. Þessi fundur var í eina tíð mjög kærkominn enda kemur með hon- um mikið fé inn í efnahagslífið á staðnum. Fyllti hann hótelin á tíma þegar annars var lítið um að vera en það hefur breyst og nú er kvart- að yfir því, að öryggisgæslan og til- standið í kringum fína fólkið fæli burt venjulega gesti. Það séu helst dýrustu hótelin sem græði á ráð- stefnugestunum, sem geri auk þess lítið af því að fara í búðir. Bæklingur fyrir mótmælendur hefur verið rakinn til stjórnleys- ingja í Bern en þar eru þeir hvattir til að flytja „nauðsynlegan búnað“ sem fyrst til Davos. Lögreglan er að sjálfsögðu með mikinn viðbúnað og hefur beðið fyrirtækjaeigendur að fjarlægja allt lauslegt, eins og auglýsingaskilti og þess háttar, þegar í þessari viku af götum bæj- arins. Verslunareigendum við aðalgötu bæjarins hefur einnig verið ráðlagt að loka búðum fyrir helgi og byrgja glugga svo að rúðurnar verði ekki brotnar. AP Svissneskur öryggisvörður fylgist með gestum og gangandi á aðalgötunni í Davos af þaki hótels í gær. Davos í hers höndum Zürich. Morgunblaðið. ORLANDO Mercado, varnarmála- ráðherra Filippseyja, sagði óvænt af sér í gær og var það nokkurt áfall fyrir fimm daga gamla ríkisstjórn Gloriu Macapagal Arroyos forseta sem á nú þegar undir högg að sækja vegna efnahagserfiðleika og sögu- sagna um uppreisnaráætlanir. Mercado sagðist ekki vera sáttur við útnefningu fyrrverandi hershöfð- ingja í embætti þjóðaröryggisráð- gjafa en Mercado hafði fyrrum rann- sakað mál hershöfðingjans vegna misræmis í eftirlaunasjóðum. Arroyo kvaðst ekki hafa samþykkt afsögn ráðherrans en aðrir ráð- herrar sögðu að ekki liti út fyrir að hún ætti um margt að velja. Afsögn- in virðist undirstrika missætti innan stjórnarinnar og svo virðist sem Arroyo eigi í erfiðleikum með að forðast áhrif ýmissa þrýstihópa og geti ekki með góðu móti sætt mis- munandi sjónarmið þeirra. Þá kann svo að fara að orkumála- ráðherraefni Arroyos, Jesus Al- cordo, geti ekki tekið við embættinu vegna þess að hann gegnir stöðu framkvæmdastjóra orkufyrirtækis. Filippseyjar Afsögn ráðherra Manila. Reuters. FYRRVERANDI Sovétlýðveldin Armenía og Azerbaídsjan gengu í gær í Evrópuráðið í von um að að- ild að þessum helstu lýðræðis- og mannréttindasamtökum álfunnar megi liðka fyrir því að deilur þess- ara ríkja, sem staðið hafa árum saman, verði settar niður. Forseti Armeníu, Robert Koch- arian, og forseti Azerbaídsjan, Heydar Aliyev, skrifuðu undir mannréttindayfirlýsingu ráðsins og ræddu saman um átökin sem standa milli ríkjanna vegna deilna um Nagorno-Karabakh. „Það er slæmt að alþjóðasamfélagið skuli fylgjast þegjandi með þessum harmleik,“ sagði Aliyev. Átök brutust út milli ríkjanna 1988 þegar Nagorno-Karabakh, sem er hérað byggt Armenum innan landamæra Azerbaídsjans, lýsti yfir sjálfstæði. Með friðar- sáttmála, sem undirritaður var 1994, var bundinn endi á átökin sem talin eru hafa kostað um 15 þúsund manns lífið og um ein milljón hraktist frá heimilum sín- um. En þrátt fyrir sáttmálann hafa brotist út átök öðru hvoru. Armenía og Azerbaídsjan ganga í Evrópuráðið Strassborg. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.