Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 23
B
ústa› avegur
S
n
o
rr
ab
ra
u
t
Miklabraut
K
ri
n
g
lu
m
‡r
a
rb
ra
u
t
Laugavegur
L
a
n
g
a
h
lí›
N
ó
at
ú
n
N
ó
S
ta
kk
ah
lí›
S
ta
kk
ah
lí›
R
au
›
a
rá
rs
tí
g
u
r
K
ri
n
g
la
n
K
ri
n
g
la
n
L
a
n
g
a
h
lí›
Perlan
DANSKA stjórnarandstaðan brást í
gær ókvæða við því að George W.
Bush Bandaríkjaforseti skyldi snúa
sér beint til Grænlendinga til að
ræða stöðu radarstöðvarinnar í
Thule en Danir fara með utanríkis-
mál fyrir Grænland. Þykir Bush með
þessu hunsa dönsk stjórnvöld en
Jonathan Motzfeldt, formaður
grænlensku landsstjórnarinnar,
fagnar því hins vegar og telur það af
hinu góða.
Tilefnið er heillaóskaskeyti sem
hann sendi Bandaríkjaforseta í til-
efni embættistökunnar um síðustu
helgi. Þakkaði Bush fyrir sig í svar-
bréfi en notaði jafnframt tækifærið
til að minnast á óleyst mál í tengslum
við Thule-stöðina á Norður-Græn-
landi. „Saman getum við nýtt [fram-
tíðarmöguleika] til að vinna að friði,
frelsi og velferð þjóða okkar. Eins og
þér hlakka ég til að eiga samvinnu
um mál sem varða hagsmuni beggja,
svo sem Thule-málið,“ segir í bréfi
Bush.
Í Jyllands Posten segir að bréfinu
sé greinilega ætlað að slá á áhyggjur
Grænlendinga vegna radarstöðvar-
innar sem Motzfeldt hafi að öllum
líkindum nefnt í skeyti sínu til forset-
ans. Grænlendingar eru mótfallnir
áætlunum Bandaríkjamanna um við-
bætur við radarstöðina í Thule þar
sem þeir óttast að stöðin verði þar
með að skotmarki komi til átaka. Þá
telja þeir, svo og allmargar Evrópu-
þjóðir, að áætlanir Bandaríkja-
manna brjóti í bága við afvopnunar-
sáttmála frá árinu 1972.
Motzfeldt fagnar því að Bush skuli
snúa sér beint til hans með þessum
hætti. „Danmörk verður að gera sér
grein fyrir því að þeir tímar er
Grænland þurfti á barnapíu að halda
til að ræða við nágranna sína um
mikilvæg málefni... eru liðnir,“ sagði
hann í gær en Motzfeldt hefur ítrek-
að lýst því yfir að Grænlendingar
óski eftir sjálfstæði í utanríkismál-
um.
Danska stjórnarandstaðan hefur
gagnrýnt málið harðlega en stjórn-
völd hafa reynt að gera lítið úr mál-
inu, segja stjórnarandstæðinga gera
of mikið úr því.
Bush ræðir
beint við
Grænlend-
inga um
Thule
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
ÞRIÐJUNGUR vinnuaflsins í heim-
inum er atvinnulaus eða með of litla
atvinnu samkvæmt nýrri skýrslu Al-
þjóðavinnumálastofnunarinnar
(ILO) í Genf.
Um 160 milljónir manna eru á op-
inberum atvinnuleysisskrám, 20
milljónum fleiri en fyrir fjármála-
kreppuna í Asíu 1997, þrátt fyrir
skýr merki um efnahagsbata í álf-
unni.
Alþjóðavinnumálastofnunin segir
að hagvöxturinn í heiminum þurfi að
minnsta kosti að standa í stað til að
geta af sér 500 milljónir nýrra starfa
sem þurfi á næsta áratug til að vega
upp á móti mannfjölgun og draga úr
atvinnuleysinu.
Stofnunin segir þó að dregið hafi
verulega úr atvinnuleysi í 25 iðnríkj-
um Efnahags- og framfarastofnun-
arinnar, OECD, þar sem hlutfall at-
vinnulausra var yfir tug prósenta um
miðjan síðasta áratug. Hlutfall
þeirra, sem hafa verið án atvinnu í
langan tíma, hefur lækkað úr 35% í
31% í þessum löndum á síðustu ár-
um.
Ný skýrsla ILO
Þriðjung-
inn skortir
atvinnu
Genf. The Daily Telegraph.
♦ ♦ ♦